Morgunblaðið - 14.04.2022, Page 29
29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
i á Snæfellsnesi
VATNASAFN
●Stykkishólmur
HELGAFELLSSVEIT
DALABYGGÐ
EYJA- OG MIKLAHOLTSHREPPUR
SNÆFELLS-
BÆR
GRUNDAR-
FJARÐAR-
BÆR
Bjarnar-
hafnar-
fjall
Jónsnes
Hofsstaðavogur
K
ol
gr
af
ar
fj
ör
ðu
r
Á
lfta
fjörður
Breiðafjörður
Stykkishólmur í Helgafellssveit
Staðsetning, helstu staðreyndir og kosningaúrslit
Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum*
Kosið var 26. maí 2018
Kjörskrá:
Atkvæði:
Kjörsókn:
833
737
89%
ÍBÚAR
1.290
AFGANGUR*
109 m.kr.
HEILDARSKULDIR 2022
2,8 ma.kr.
SKULDAHLUTFALL**
2022: 139%
2025: 130%
KYNJASKIPTING ALDURSSKIPTING
ÍBÚAR 18 ÁRA & ELDRI
1.002
FLATARMÁL
254 km²
51%
Karlar
Konur
49%
H-listinn er með hreinan meirihluta
Bæjarstjóri: Jakob Björgvin Jakobsson
Forseti bæjarstj.: Hrafnhildur Hallvarðsdóttir (H)
*Áætlanir um A- og B-hluta 2022 **Áætlanir um A- og B hluta.
0
50
100
150
200
250
300
350
> 7051-7031-5018-30< 18
■ H H-Listinn 46,0% 4
■ L Samtök félagshyggjufólks 22,8% 1
■ 0 Okkar Stykkishólmur 31,2% 2
Stykkishólmur og Helgafellssveit samþykktu sameiningu með afgerandi hætti í mars
síðastliðnum. Hólmurinn hafði 1.211 íbúa á 11 km² lands en Helgafellssveit aðeins 79 íbúa en
243 km². Í Stykkishólmi er talsverð útgerð, verslun, þjónusta og stjórnsýsla, ferðaþjónusta var
talsverð fyrir og hefur aukist mikið síðustu ár.
*Hér eru úrslit í Stykkishólmi 2018, en hreppsnefndarkosningarnar í Helgafellssveit voru óhlutbundnar, 45 á kjörskrá og 36 gild atkvæði.
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán E. Stefánsson
Í febrúar síðastliðnum samþykktu
íbúar Helgafellssveitar og Stykkis-
hólmsbæjar að sameina sveitar-
félögin tvö. Þar munu íbúar því
ganga til kosninga í nýjasta sveitar-
félagi landsins í maí næstkomandi.
Tvö framboð skiluðu inn listum.
Annars vegar er það H-listi fram-
farasinna og hins vegar Í-listi Íbúa-
listans. H-listinn hefur verið með
hreinan meirihluta síðasta kjör-
tímabilið og teflir fram öðru sinni
bæjarstjóraefninu Jakobi Björgvin
Jakobssyni.
Dagmál Morgunblaðsins óskuðu
eftir samtali við oddvita framboð-
anna beggja. Mætti Hrafnhildur
Hallvarðsdóttir til leiks fyrir hönd
H-lista, sem hún leiðir, en þrátt fyrir
ítrekaðar beiðnir þar um sáu efstu
menn á lista Í-listans sér ekki fært
að mæta til leiks. Var sú skýring gef-
in að enn ætti fólk eftir að stilla sam-
an strengi, ekki síst vegna samein-
ingarinnar fyrrnefndu, og að ekki
væri tímabært að tjá sig við fjöl-
miðla.
Sáu sér ekki fært að mæta
Þar við sat en auk Hrafnhildar
boðuðu blaðamenn Morgunblaðsins
Sævar Benediktsson hjá fyrirtækinu
BB og synir ehf. til leiks. Það kom
því nokkuð á óvart þegar bróðir
hans, Hafþór, mætti á svæðið og
sagði Sævar upptekinn. Hann hefði
sent sig í sinn stað.
„Það er ekkert nýtt. Ég hef farið
til tannlæknis fyrir hann,“ útskýrði
Hafþór og uppskar hlátur við-
staddra. Viðtalið við þau Hafþór og
Hrafnhildi má nálgast í hljóð-
upptöku á mbl.is og á helstu hlað-
varpsveitum undir heitinu Dagmál –
Kosningar 2022.
Hrafnhildur segir áherslumun
milli framboðanna og hún neitar því
ekki að H-listinn halli sér meira til
hægri í pólitíkinni meðan Í-listinn
njóti frekar stuðnings félagshyggju-
aflanna á svæðinu. Spurð út í hvern-
ig afstöðumunur listann á yfirstand-
andi kjörtímabili hafi birst segir hún
að H-listinn hafi lagt áherslu á fram-
kvæmdir og uppbyggingu en hlotið
gagnrýni fyrir það, þar sem það hafi
kallað á lántökur. Nefnir hún sem
dæmi frágang á lóð grunnskólans
sem var byggður árið 1985 en lóðin
aldrei kláruð.
„Það var ekki alveg samstaða um
það. Það kostaði og við áttum ekki
fullt af peningum en við vildum fara í
það. Hún hafði verið nógu lengi
svelt. Við fórum líka í að ljúka við
byggingu leikskólans. Hann var
byggður 2007. Þá vantaði eina deild
því þá voru færri börn. Nú vantar
okkur fleiri leikskólapláss af því að
unga fólkið er að þyrpast heim.“
Þau Hrafnhildur og Hafþór eru
sammála um að atvinnustig í sveitar-
félaginu sé með besta móti. Er hann
raunar mjög skorinorður þegar
kemur að stöðunni.
Allir geta fengið vinnu
„Það þarf enginn að vera atvinnu-
laus hérna og það ætti í raun að
slökkva á atvinnuleysisbótasjóðum
um land allt almennt í dag. Það þarf
að draga fólkið út og láta það fara að
vinna. Það geta allir fengið vinnu
sem vilja vinna. Það vantar fólk al-
staðar.“
Bendir Hafþór á að fyrirtækin
sæki starfsfólk víða að og að upp-
bygging víðar á landinu smiti yfir í
Hólminn. Þannig hafi aukin umsvif í
laxeldi á Vestfjörðum haft jákvæð
áhrif á þjónustugeirann á Snæfells-
nesi. T.a.m. hafi skipasmíðastöðin í
Stykkishólmi mikið að gera í við-
haldi því tengdu.
Hrafnhildur segir sveitarstjórnina
vilja búa í haginn með frekari upp-
byggingu. Þannig verði best stuðlað
að hóflegum en traustum vexti. Seg-
ir hún mikinn í hug í fólki og að það
sé t.d. jákvætt að fasteignaverð í
Stykkishólmi sé hátt í samanburði
við önnur svæði á landsbyggðinni.
Dagmál Hafþór Benediktsson hjá BB og synir ehf. og Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, oddviti H-listans í komandi
kosningum, ræddu við Andrés Magnússon og Stefán E. Stefánsson í heimsókn þeirra í Hólminn fyrr í vikunni.
Unga fólkið tekið að
þyrpast í bæinn á ný
- Atvinnustig hátt í Hólminum - Þörf á frekari uppbyggingu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mikið er rætt um þörfina fyrir nýjan Baldur en skipið sem nú tengir Vest-
firði og Stykkishólm er komið verulega til ára sinna. Skipið er 40 ára.