Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 Vangaveltur Krummi gamli er svartur, og krummi er fuglinn minn, kvað Davíð Stefánsson. Þessi krummi veltir vöngum yfir stöðu mála og hugsar efalaust sitt enda um nóg að hugsa. Kristinn Magnússon Innrás Rússa í Úkraínu er sannkölluð martröð fyrir íbúa landsins og mannlegar hamfarir af skelfilegu umfangi. En stríðið er einnig á undra skjótan hátt að verða spurning um líf eða dauða fyrir fólk, sem þegar stendur höllum fæti, víða um heim. Við höfum öll fylgst með harm- leiknum, sem á sér stað í Úkraínu. Borgir jafnaðar við jörðu, fólk þjáist og deyr á heimilum sínum eða á göt- um úti. Aldrei hafa jafn margir orð- ið að flýja heimkynni sín frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Fimmtungur gæti orðið hungri að bráð Utan landamæra Úkraínu, fjarri kastljósi fjölmiðla, hefur stríðið teygt anga sína í kyrrþey til þróun- arríkja. Þetta neyðarástand gæti þýtt að krumla fátæktar gæti læst sig um 1,7 milljarða manna. Fimmt- ungur mannkyns gæti orðið allsleysi og hungri að bráð, svo þarf að fara áratugi aftur í tímann til að finna nokkuð sambærilegt. 30% alls hveitis og byggs á heims- markaði, fimmtungur maíss og helmingur sólblómaolíu kemur frá Úkraínu og Rússlandi. Kornmeti þessara ríkja er uppistaða fæðu fá- tækasta og berskjaldaðasta fólks heimsins. Þriðjungur innflutts hveitis í 45 Afríkuríkjum og minnst þróuðu ríkjum heims kemur frá þessum tveimur löndum. Á sama tíma er Rússland stærsti útflytjandi náttúrulegs gass í heim- inum og næststærsti útflytjandi olíu. Stríðið hefur hins vegar hindrað bændur í að sinna uppskerunni. Kornútflutningur hef- ur stöðvast vegna lok- unar hafna, birgða- flutningakeðjur hafa rofnað og verð hækkað úr öllu valdi. Mörg þróunarríki berjast enn í bökkum vegna afleiðinga Co- vid-19-faraldursins, auk þess sem gamlar skuldir eru að sliga þau og verðbólga magnast. Frá upphafi 2022 hefur verð á hveiti og maís hækkað um 30%. Verð á Brent-olíumarkaði hefur hækkað um 60% á undanförnu ári, en verð á náttúrulegu gasi og áburði hefur meir en tvöfaldast. Fjármagn skortir til hjálparstarfs Sameinuðu þjóðirnar eiga í erf- iðleikum með að halda úti starfi sem bjargar mannslífum. Matvælastofn- unin (WFP) hefur varað við því að starfsfólk þeirra standi frammi fyrir því að taka mat frá þeim sem líða hungur til að brauðfæða þá sem eru að deyja úr sulti. WFP þarf bráð- nauðsynlega andvirði átta milljarða bandaríkjadala til að bjarga manns- lífum í Jemen, Tsjad og Níger. Mörg ríki eru nú að þokast frá því að vera berskjölduð til að líða ham- farir og standa frammi fyrir fé- lagslegum óróa. Og við vitum að rætur margra átaka eru fátækt, ójöfnuður, vanþróun og vonleysi. En á sama tíma og veröldin hefur þjappað sér saman og sýnt íbúum Úkraínu samstöðu sjást engin merki um samstöðu með hinum 1,7 millj- örðum fórnarlamba þessa stríðs. Það er skýr siðferðileg skylda okkar að hjálpa þessu fólki hvar- vetna. Fyrir mánuði stofnaði ég viðbragðshóp um matvæla-, orku- og fjármálakreppu (The Global Crisis Response Group on Food, Energy and Finance). Við hvetjum öll ríki til að halda matvælamörkuðum opnum, spyrna fótum gegn hömstrun og óréttlæt- anlegum og ónauðsynlegum hindr- unum gegn útflutningi. Við hvetjum til að varabirgðir standi þeim ríkj- um til boða sem eru í mestri hættu á að verða sulti og hungursneyð að bráð. Þetta er ekki rétti tíminn til að grípa til verndarstefnu. Það eru til næg matvæli fyrir öll ríki heims og við getum komist í gegnum þessa kreppu ef við tökum höndum sam- an. Það verður að fjármagna hjálpar- starf, þar á meðal fjárbeiðnir Mat- vælastofnunarinnar. Við getum ekki látið fólk svelta á tuttugustu og fyrstu öldinni. Orkuskipti lausn til lengri tíma Til skamms tíma litið má grípa til neyðareldsneytisbirgða til þess að komast í gegnum þessa orkukreppu. En einu mið- eða langtímalausn- irnar eru að hraða orkuskiptum og beisla endurnýjanlega orku, sem er óháð sveiflum á markaði. Þetta fæli í sér að kol og aðrir orkugjafar úr jarðefnum yrðu leystir smátt og smátt af hólmi. Og hvað fjármál áhrærir ber G20 og alþjóðlegum fjármálastofnunum að grípa til neyðarráðstafana. Þeim ber að leita leiða til að auka lausafé og fjármálalegt svigrúm til þess að ríkisstjórnir þróunarríkja geti fjár- fest í hinum fátækustu og berskjöld- uðustu og í heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Ósanngjarnt fjármálakerfi Þetta ættu að vera fyrstu skrefin í átt til róttækari umbóta á ósann- gjörnu alþjóðlegu fjármálakerfi sem gerir hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Félagsleg vernd, þar á meðal fjár- gjafir, er nauðsynleg til þess að fleyta ráðþrota fjölskyldum í gegn- um þessa kreppu En mörg þróunarríki eru að slig- ast undan erlendum skuldum og geta ekki fjármagnað þessi örygg- isnet. Við getum ekki staðið hjá og horft upp á að þau verði að velja á milli þess að þjóna íbúunum og greiða af skuldum. Friður er eina varanlega lausnin Eina varanlega lausnin á stríðinu í Úkraínu og árásinni á fátækasta og berskjaldaðasta fólk heims er friður. Og Sameinuðu þjóðirnar vinna að því að styðja við bakið á saklausum fórnarlömbum þessa stríðs, jafnt innan sem utan Úkraínu. Við hvetj- um fólk um allan heim til að tala einum rómi og styðja friðarákall okkar. Stríðinu ber að ljúka, nú þegar. Eftir António Guterres » Fimmtungur mann- kyns gæti orðið alls- leysi og hungri að bráð, svo þarf að fara áratugi aftur í tímann til að finna nokkuð sambæri- legt. António Guterres Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Stríðið í Úkraínu: Þögul árás á þróunarríki Mynd: WFP/Claire Nevill Matvæladreifing í Afar-héraði í Eþíópíu í ágúst síðastliðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.