Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 FAXAFEN 14, 108 REYKJAVÍK WWW.Z.IS Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Kunnugleg andlit prýða merki glænýs hlaðvarps sem leit dagsins ljós á dögunum. Leikarinn Aron Már Ólafsson, oft kallaður Aron Mola, og fjármálafræð- ingurinn Arnar Þór Ólafsson, sem er einn- ig stjórnar hlaðvarpinu Pyngjan, eru mennirnir á bak við hlaðvarpið Ólafssynir í Undralandi. Hlaðvarpið stökk strax upp í fyrsta sæti á vinsældalista Apple podcast en fyrsti þátturinn datt inn á hlaðvarpsveitur á laug- ardag. „Svo hér er um afar sjaldgæft kombó að ræða á hlað- varpsmarkaði og erum við nánast tilbúnir að fullyrða að hér eru áður óseð öfl að mætast á bak við míkrafóninn,“ segir Arnar í samtali við morgunblaðið og K100.is. „Þrátt fyrir að deila eftirnafni eru ungu mennirnir ekki bræður heldur vinir sem kynntust í Verzló á ung- lingsárum. Þeir benda lesendum á að hlusta á fyrsta þáttinn til að heyra hvernig vinirnir kynntust. Aron Már lýsir því að þeir Arnar vilji leyfa hlust- endum að líða eins og þeir séu inni í stofu hjá þeim. „Við viljum vera vinir hlustandans,“ segir Aron sem segir að spjallhlaðvarpið Þarf alltaf að vera grín hafi veitt þeim ákveðinn innblástur enda veit hlustandi alltaf hvað hann er að fara út í þegar hann kveikir á því. Vin- irnir segja þó líklegt að þeir fái til sín einhverja viðmæl- endur í framtíðinni en til að byrja með vilji þeir leyfa hlustendum að kynnast þeim sjálfum. „Til að byrja með verður áhersla lögð á líflegar um- ræður um svokallaðar „kanínuholur“ sem ég og Aron eigum reglulega til að detta ofan í á netinu. Þess á milli verðum við með alls konar liði og sprell en þetta er allt í mótun enn þá,“ segir Arnar. „Hlaðvarpið fjallar í raun og veru ekki um neitt en samt á sama tíma fjallar það um svo ótrúlega mikið. Við erum ekki með neinn fastan þráð í gegnum umræðurnar af því að umræðurnar fara út í geim og til baka,“ segir Aron Már jafnframt. „Við viljum búa til hlaðvarp sem fólk vill hlusta á – vill koma inn í stofu til þín og hitta góða vini,“ bætir hann við en hann segir einnig að þeir vilji búa til samtal milli hlustenda og hlaðvarpsins. „Þetta er vinalega hlaðvarpið sem þú hlusta á. Þú vilt hlusta á þetta á leiðinni út í sveit. Þú þarft ekkert að fylgjast með okkur í línulegri röð.“ Áhugaverð hlaðvörp frá Aroni og Arnari K100 fékk Aron og Arnar til að deila nokkrum af sín- um uppáhaldshlaðvörpum með lesendum en þeir eru báðir afar afslappaðir þegar kemur að hlaðvarpshlustun. Aron mælti strax með hlaðvarpi vinar síns, Pyngjunni, en þrátt fyrir að vera ekki hlutlaus segist einlæglega hafa gaman að því að hlusta á þættina sem fjalla um árs- reikninga fyrirtækja. „Það hljómar þurrt á blaði en það er mjög blautt þegar þú hlustar á það. Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði áhuga á þessu – og konan mín líka,“ segir Aron sem segir að hlaðvarpið seðji ákveðna forvitni. Þá fylgjast þeir báðir með hlaðvarpinu Þarf alltaf að vera grín, sem veitti þeim ákveðinn innblástur. „Þú þekkir raddirnar, þú þekkir einkahúmorinn, þú þekkir einstaklingana,“ segir Aron. „Það er svona eins og að vera kominn inn í stofu til þeirra.“ Blökastið, hlaðvarp Audda, Steinda og Egils, er einnig í uppáhaldi enda menn sem þeir Aron og Arnar hafa fylgst með frá því þeir voru yngri. Þeir eru líka hrifnir af nýja hlaðvarpinu Eftirmál auk þess sem The Snorri Björns Podcast Show og Normið eru í uppáhaldi hjá þeim. Áður óséð öfl mætast í Ólafssonum í Undralandi Vinirnir Aron Már, eða Aron Mola eins og er oft kallaður, og Arnar Þór byrjuðu á dögunum með hlaðvarpið Ólafssynir í Undralandi en þar bjóða þeir hlust- endum inn í stofu til sín og draga þá með sér í skemmtilegar „kanínuholur“. Ferskir Aron Mola og Arnar Þór bjóða hlustendum inn í stofu til sín í nýja hlaðvarpinu Ólafssynir í Undralandi. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is „Síðan ég byrjaði með ferðaskrif- stofuna var Sýrland einn af fyrstu áfangastöðunum sem ég ákvað að fara til,“ sagði heimshornaflakk- arinn Björn Páll Pálsson sem var staddur á Sýrlandi ásamt fríðu föruneyti þegar Síðdegisþátt- urinn heyrði í honum í vikunni. Björn hefur ferðast einsamall á spennandi staði um allan heim síðasta ára- tuginn en ekki er langt síðan hann ákvað að deila fróðleiknum og ferðaástríðunni með öðrum og stofnaði ferðaskrifstofuna Crazy Puffin Adventures. Björn, sem hafði ferðast um Sýr- land í viku fyrir símtalið, var al- gjörlega heillaður af landi og þjóð. Sagðist hann ekki hafa fundið fyrir neinu óöryggi síðan hann kom til landsins ásamt sjö manna hópi en hann sagði Sýrlendinga hafa tekið þeim opnum örmum, enda hafa nánast engir túristar ferðast til landsins um hríð, síðan stríð skall á í landinu. „Ég myndi segja að núna væri Sýrland öruggara en London,“ sagði Björn. Engir aðrir túristar „Þetta er vinalegasta fólk sem ég hef kynnst. Það fyrsta sem mað- ur heyrir þegar maður hittir sýr- lenskt fólk er bara: Velkomin til Sýrlands. Þau eru rosalega ánægð að sjá túrista í landinu,“ sagði Björn sem segist ekki hafa séð neina aðra túrista á ferðalaginu. „Þetta er búið að vera mjög sér- stakt að vera að ferðast hérna um landið og vera alveg út af fyrir okkur,“ sagði hann en hópurinn hafði þá ferðast til Damaskus, Aleppo, Homs og var staddur í bænum Latakia. Björn staðfesti þó að Sýrland hefði verið vinsæll ferðamannastaður fyrir stríðið enda fullt af fögrum ströndum, strandbæjum og ómetanlegum minjum. „Svo erum við búin að skoða mikið af kastölum og minjum. Við vorum í dag að skoða kastala sem er dagsettur alveg 5.000 ár aftur í tímann. Sýrland er með mjög ríka sögu og mjög mikið af fornminjum sem er gaman að skoða,“ sagði Björn sem segir að hægt væri að lýsa ferðinni sem menningarferð. „Við erum að kynnast þjóðinni, matnum og borgunum,“ bætti hann við. Stríðið setti mark á landið Hann sagðist þó sjá það mark sem stríðið í Sýrlandi hefði sett á landið, sérstaklega í Aleppo og Homs þar sem mikið var sprengt. Þar er nú mikið af rústum glataðra minja eftir sprengjurnar. Hópurinn leggur þó ekki mikla áherslu á að skoða áhrif stríðsins á landið heldur einblínir á að kynn- ast landinu sjálfu. „En maður verður var við þetta stríðsástand sem var hérna í tíu ár, en það er alveg nóg að sjá,“ sagði Björn en hann staðfesti að það væri mikil öryggisgæsla hvarvetna. Hópurinn er því með sýrlenskan leiðsögumann og sagnfræðing sem fylgir þeim hvert fótmál, til að auð- velda pappírsvinnuna sem fylgir öryggisgæslunni, og er sérstaklega fróður um landið. „Þetta er búið að vera mikið æv- intýri,“ sagði Björn og staðfesti að auk þess væri veðrið alveg „geggj- að“ á þessum árstíma, í kringum 25 gráðurnar. Sýrland öruggara en London Ríkt Sýrland er með ríka sögu, fjölda kastala og merkilegra minja. Rúta Ferðalangarnir hafa ferðast um Sýrland meðal annars í rútu. Heimshornaflakkarinn Björn Páll ferðast nú um Sýrland sem hann segir að sé í senn gullfallegt, öruggt, stórmerkilegt og fullt af vinalegasta fólki sem hann hefur hitt. Björn Páll Pálsson Upplifun Björn og ferðalangarnir sjö sem eru með honum eru al- gjörlega heillaðir af Sýrlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.