Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 43
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Lifandi píanótónlist
öll kvöld
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–23:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
eða í síma 558 0000
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
Lambalæri
1,5 kg lambalæri á beini
½ dl olía
1 tsk. broddkúmen (e. cummin)
1 tsk. paprikuduft
2 hvítlauksrif, maukuð í hvítlaukspressu
2 appelsínur, rífið börkinn af og skerið síðan í
fernt
2 tsk. salt
1½ tsk. nýmalaður svartur pipar
2 msk. fersk basilíka, grófsöxuð
Bakað grasker, maís og paprika
1 grasker, skrælt og skorið í grófa báta,
2 rauð chili
1 rauð paprika, skorin til helminga
2 maísstönglar, skornir í fjóra bita
2 msk. smjör
salt og nýmulinn pipar
Leiðbeiningar
Lambalæri, grænmeti og sósa
Ofureinföld uppskrift þar sem allt er eldað í
sama bakkanum eða ofnpotti.
Hitið ofn í 200°C. Blandið olíu, brodd-
kúmeni, paprikudufti, rifnum berki af appels-
ínum, salti og pipar í skál og penslið vel yfir
allt lærið.
Látið lærið og restina af hráefnunum í steik-
arpott eða á ofnbakka og eldið allt saman í 15
mínútur, takið lærið út og ausið soðinu vel yfir.
Lækkið hitann í 120°C og eldið áfram í 1-1½
klst. Ausið soðinu annað slagið yfir kjötið. Tak-
ið út og látið jafna sig í u.þ.b. 15 mínútur, setjið
álpappír yfir á meðan. Sáldrið saxaðri basilíku
yfir áður en lærið er borið fram.
Berið fram með soðsósunni úr ofnskúffunni,
bragðbætið og þykkið eftir þörfum.
Meðlæti
Allt grænmetið er skorið gróft kryddað og
sett með lærinu í eldun.
Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt
Lamb x chili Þetta er blanda sem nauðsynlegt er að prófa en hér leikur broddkúmenið aðal-
hlutverkið ásamt chili sem hefði ábyggilega komið einhverjum undarlega fyrir sjónir hér á öld-
um áður en tónar svo skemmtilega við dásamlega bragðgott lambakjötið.
Lambalæri með
broddkúmeni og chili
Hér getur að líta uppskrift þar sem lambalærið er kryddað á
heldur óhefðbundinn hátt og útkoman er algjör veisla fyrir
bragðlaukana. Meðlætið er heldur ekki af verri endanum en hér
er það einfaldleikinn sem ræður og útkoman er ótrúlega
skemmtileg og spennandi.
Fyllt lambalæri
1 úrbeinað læri
3-4 msk. Bezt á lambið-krydd
1 blaðlaukur
2-3 sveppir
5 hvítlauksrif
1 salatfetakubbur
10 ferskar döðlur
2 msk. olía
salt og pipar
handfylli timían (2 tsk. þurrkað)
2 msk. Bezt á lambið-krydd
Stillið ofn á 180°C.
Leggið úrbeinaða lærið á bretti og skerið í
kjötið til að fletja það eins vel út og hægt er.
Blandið þá blaðlauk, sveppum og hvítlauk
saman í matvinnsluvél og setjið í skál. Myljið
ostinn saman við, bætið olíunni saman við.
Skerið döðlurnar niður og blandið öllu saman.
Kryddið þá með salti og pipar, timían og
Bezt á lambið-kryddinu.
Byrjið á því að krydda kjötið með Bezt á
lambið, takið þá fyllinguna og leggið á lambið
og dreifið vel yfir. Rúllið þá kjötinu upp og
bindið þétt með bandi sem þolir eldun,
kryddið kjötið vel að utan með Bezt á lambið.
Setjið í eldfast mót og inn í ofn í 30 mín.
Eftir 30 mín. setjið þið lok eða álpappír yf-
ir kjötið, hægt er að halda áfram að elda það
á 180°C í 1-2 klst. í viðbót eða lækka hitann
niður í 150°C og leyfa því að hægeldast í 3-4
klst.
Piparostasósa
100 ml rjómi
300 ml vatn
½ piparostur
1 pk. Toro-piparsósa
Setjið rjóma og 100 ml af vatni í pott
ásamt piparosti, gott er að skera ostinn niður
til að hann sé fljótari að bráðna. Þegar ost-
urinn er bráðnaður, hristið þá saman 200 ml
vatn og 1 pk. Toro-piparsósu í krukku t.d. og
hellið út í pottinn. Leyfið sósunni að malla í
örfáar mínútur. Flóknara er það ekki!
Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Fyllt lambalæri og
dýrindis piparsósa
Guðrún Ýr á Döðlum & smjöri á heiðurinn af þessari uppskrift
en hér er lærið úrbeinað, sem býður upp á skemmtilega fyllingu.
Guðrún notar bæði salatost og ferskar döðlur, ásamt sveppum
og hvítlauk. Útkoman er upp á tíu!
Upplagt í veisluna Guðrún Ýr segir að sér finnist afar þægilegt að bjóða upp á úr-
beinuð læri. Auðveldara sé að skera þau, eldunin verði jöfn og hægt sé að fylla þau
með allskonar skemmtilegu góðgæti.