Morgunblaðið - 14.04.2022, Qupperneq 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022
✝
Þuríður Júlíus-
dóttirfæddist á
Hellissandi 25. febr-
úar 1933. Hún lést
24. mars 2022 á
Hrafnistu Sléttu-
vegi 25.
Foreldrar Þuríð-
ar voru Júlíus Alex-
ander Þórarinsson,
sjómaður og verka-
lýðsforingi á Hellis-
sandi, f. 1889, d.
1964 og Sigríður Katrín Guð-
mundsdóttir húsfreyja, f. 1895,
d. 1969. Börn þeirra voru fimm:
Jón, Guðmundur, Hrefna, Þur-
íður og Þórður en Þuríður var
ein eftirlifandi þeirra systkina.
að vinna fyrir sér aðeins 16 ára.
Hún vann ýmis störf m.a. á veit-
ingastöðum, saumastofu á hóteli
á Siglufirði og í frystihúsi í
Innri-Njarðvík. Einnig bjó hún í
Eyjafirðinum í nokkur ár.
Þuríður flutti með fjölskyld-
unni til Svíþjóðar 1970 og vann
við heimilisþjónustu. Keypti litla
fiskbúð í Orsa og bjó til ólíka
fiskrétti. Fjölskyldan bjó á hin-
um ýmsu stöðum þar í landi.
Þuríður menntaði sig í vinnu
fyrir geðfatlaða þá í Malmö.
Kunni hún því starfi vel.
Fjölskyldan flutti aftur til Ís-
lands 1986 og sótti hún sér þá
réttindi í sjúkraliðanum og vann
áfram við að sinna geðfötluðum
á Hringbraut til 68 ára aldurs.
Útför hennar hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Eina hálfsystur átti
Þuríður, Lilju Jóns-
dóttur.
Árið 1958 giftist
Þuríður Grétari
Hinrikssyni og
eignuðust þau þrjá
syni: Hinrik, f.
1956, Eldór, f.
1957, sem er látinn,
og Sigurð, f. 1959.
Fyrir átti Þuríð-
ur dótturina Ólöfu
Bettý, f. 1951. Barnabörnin eru
7 og barnabarnabörnin eru 10.
Þuríður ólst upp á Sólheimum
á Hellissandi og byrjaði snemma
að vinna fyrir sér í vist og þrif-
um. Hún fór ung frá Hellissandi
Mamma mín sofnaði svefnin-
um langa 89 ára að aldri.
Hún átti við veikindi að stríða
síðustu æviárin. Mamma var
ekki aðeins mamma mín heldur
einnig besti vinur minn. Hún var
yndisleg amma, full af ást og um-
hyggju. Mamma mátti ekkert
aumt sjá og var hjarta hennar
stórt og fallegt og umhyggja fyr-
ir öllum.
Við ferðuðumst víða og alltaf
var skemmtilegt og gott að vera
nálægt henni. Ýmis óvænt atvik
komu upp sem gerðu ferðirnar
minnisstæðar.
Hún var ein af þeim sterkustu,
duglegustu og sjálfstæðustu
manneskjum sem ég hef kynnst
á ævinni. Hún vildi alltaf vera
fínt klædd, með varalit og ilm-
vatn enda glæsikona þar á ferð.
Hún elskaði matarboð og bauð
oft í veislur og þá var ekkert til
sparað. Hún var sannarlega mik-
il félagsvera.
Mamma mín, ég kveð þig að
þessu sinni með þeim orðum sem
alltaf voru sögð og einnig þau
síðustu sem þú gast sagt síðasta
daginn sem þú lifðir: Love you.
Lífið verður fátækara núna án
þín. Takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Ólöf Bettý.
Elsku amma mín. Ég mun
aldrei gleyma gleði þinni, hjarta-
hlýjunni og innilegu knúsunum
þínum. Það að vera í kringum
þig var alltaf fjör og gaman, ást
og samvera og þú varst klett-
urinn minn þegar ég þurfti á að
halda. Alltaf til staðar, hlustaðir
og gafst góð ráð og endalaust af
ást.
Ég mun aldrei gleyma þegar
við fífluðumst og dönsuðum
þangað til við grétum úr hlátri
hvort sem það var á Spáni eða á
elsku Hlíðarveginum í Kópavogi.
Ég man ófáar ferðir okkar á
markaðina í Taílandi að skoða
endalaust glingur og dót sem við
þurftum alls ekkert á að halda,
en samt, þú gast ekki staðist það
því þú elskaðir allt sem glitraði
og var af gulli. Þú keyptir nánast
allan lagerinn af plastblómum af
götusalanum þegar hann stopp-
aði hjá okkur á veitingastaðnum
eitt kvöldið þar og ég held hann
hafi brosað alla leiðina heim til
sín.
Það var endalaust gaman að
koma þér á óvart því viðbrögðin
þín og gleðin voru stórkostleg að
upplifa og góðu minningarnar
eru endalausar og yndislegar og
mun ég alltaf bera þær í hjarta
mínu.
„Love you too, amma Lou.“
Þótt ég sé látinn harmið mig ekki með
tárum. Hugsið ekki um dauðann með
harmi og ótta. Ég er svo nærri að
hvert eitt ykkar tár snertir mig og
kvelur, þótt látinn mig haldið. En þeg-
ar þið hlæið og syngið með glöðum
hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóss-
ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur. Og ég, þótt látinn sé,
tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höf. óþekktur)
Rebecca og fjölskylda.
Þura frænka, ömmusystir
mín, var ein af uppáhaldsfrænk-
um mínum, orkumikil, hress og
kát. Þegar ég var lítil í heimsókn
hjá ömmu bað ég ömmu oft um
að hringja í Þuru til að bjóða
henni í heimsókn svo þær gætu
farið „að leika“. Ekki var um
hefðbundinn leik að ræða heldur
settu þær amma á svið heilu
leikþættina þegar þær rifjuðu
upp gamlar minningar og léku
atriði úr eigin lífi eða komu með
hinar bestu eftirhermur af hin-
um og þessum, svo skellihlógu
þær báðar og við öll með. Þura
frænka var með æðislegan hlát-
ur og svo gaman að hlæja með
henni.
Þura var líka óspör á hrósið,
einhvern tímann þegar við mað-
urinn minn komum að sækja
hana sagði hún eitthvað á þessa
leið: „Mikið er þetta æðislegur
bíll, en hvað þetta er fallegt
mælaborð, en hvað þú ert frá-
bær bílstjóri.“ Samantekið á
blaði virkar þetta e.t.v. kómískt
eða innantómt en svona var
Þura, hún var óspör á lýsing-
arorðin og jákvæð með eindæm-
um. Því sá ég mikið eftir þegar
heilsu hennar hrakaði, en þá
varð stundum erfiðara fyrir
hana að halda þessari jákvæðni.
Á háskólaárum mínum var ég
svo heppin að búa við hliðina á
henni og þótti mér vænt um að
geta leitað til hennar og kynnst
henni betur.
Þegar litið er yfir æviskeið
Þuru er ekki annað hægt en að
dást að þrautseigju hennar, hún
var algjör nagli, hugrökk og
dugleg þrátt fyrir allskyns mót-
læti. Samt sem áður kom það
mér á óvart að hún skyldi á átt-
ræðisaldri skella sér í fallhlíf-
arstökk en þegar ég spurði hana
hvernig hefði verið svaraði hún:
„Æðislegt en alltof stutt.“
Ég kveð þig með þakklæti í
huga fyrir fallegar og góðar
minningar, elsku frænka. Takk
fyrir sögurnar og hláturinn, þú
varst æðisleg eins og lýsingar-
orðin þín. Þið amma getið nú
slegið upp leiksýningu og hlegið
saman á ný.
Halla Tinna Arnardóttir
Þura frænka var alltaf glæsi-
leg til fara og Tiger-stíllinn ein-
kennandi hjá henni enda átti hún
ófáar slíkar flíkur. Þá fór hún
ekki út úr húsi nema að varalita
sig. Hún var hrókur alls fagn-
aðar, elskaði veislur og alltaf
tilbúin að taka þátt þar sem var
fjör. Þegar hún lýsti einhverju
voru lýsingarorðin allsráðandi,
allt svo stórkostlegt, æðislegt,
glæsilegt og frábært og hún
meinti það svo sannarlega.
Þura gladdist alltaf þegar vel
gekk hjá fólkinu hennar. Hún
bjó í Svíþjóð í um 20 ár en flutti
þá heim til Íslands. Öðru hvoru
saknaði hún Svíþjóðar en fyrst
og fremst barnanna sinna sem
þar bjuggu. Í Svíþjóð menntaði
hún sig til að vinna með geð-
veika eins og hún sagði og hóf
starfsferil sinn þar. Þegar heim
kom munaði Þuru ekki um að
bæta menntun sína því sænska
menntunin var ekki metin á Ís-
landi svo hún kláraði sjúkraliða-
skólann og vann síðan alla tíð
með geðfötluðum og líkaði vel.
Þegar hún bjó í Svíþjóð heim-
sótti ég hana og við þvældumst
um og hún lét sig hafa það að
fara með mér í rússíbana í Tív-
olíi í Kaupmannahöfn svo ég
færi ekki ein. Allt gerði hún svo
við gætum notið dvalarinnar.
Hrefna móðir mín og Þura,
systir hennar, voru mjög nánar
og mikið stuð þegar þær hittust.
Þegar þær lýstu einhverju voru
leikrænir tilburðir óspart notað-
ir og mikið hlegið. Þær gerðu
margt saman svo þegar heilsa
Hrefnu bilaði missti Þura mikið
og einnig þegar vinkonur hennar
kvöddu ein af annarri, henni
fannst hún vera ein eftir.
Þura naut þess að ferðast
bæði innanlands og erlendis.
Hún bjó um tíma á Spáni og í
Taílandi og líkaði mjög vel. Eft-
irminnileg er ferð sem við fórum
saman til Orlando. Það var mikið
ævintýri að heimsækja skemmti-
garða og verslunarmiðstöðvar og
ferðin ógleymanleg ekki síst
vegna hástemmdra lýsingarorða
hjá henni því allt var svo æð-
islegt og frábært. Hún fór einnig
til Rio í Brasilíu og fleiri landa
en Spánn og sérstaklega Kanarí
heillaði hana alltaf og hún hlakk-
aði til að heyra ferðasögur hjá
þeim sem fóru þangað.
Um tíma bjuggum við Þura
hlið við hlið á Hlíðarvegi í Kópa-
vogi en þá var oft glatt á hjalla
og mikill samgangur milli okkar
og borðuðum við oft saman. Síð-
ustu tvö árin dvaldi hún á Hrafn-
istu á Sléttuvegi en þá hafði
heilsu og sjón hennar hrakað svo
mikið að hún gat ekki búið áfram
í Bólstaðarhlíð þar sem henni
leið vel. Hún saknaði þess stund-
um að hafa flutt úr Kópavogi en
þar var heilsan betri og hún gat
lifað því lífi sem hún vildi. Hún
var alltaf ósátt við að tapa svona
sjóninni en þá bjargaði henni að
geta hlustað á hljóðbækur,
reglulega fékk ég að heyra að ég
yrði að lesa þessa eða hina bók-
ina, hún lifði sig svo inn í sög-
urnar sem hún hlustaði á.
Þuríður er síðust systkina
sinna að kveðja þetta jarðlíf.
Henni leiddist að vera ein eftir
og þráði hvíldina. Síðustu orðin
sem hún sagði við okkur Bettý
dóttur sína voru „Love you“.
Þannig kvaddi hún iðulega okk-
ur nánasta fólkið sitt. Um leið og
ég þakka Þuru frænku sam-
fylgdina og óska henni góðrar
ferðar í sumarlandið, sendi ég
innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar. Love you.
Brynja Kristjánsdóttir.
Þuríður Júlíusdóttir
Elsku mamma.
Nú hef ég hugsað
um þessa minning-
argrein í nokkra
daga og hvort ég
eigi að skrifa hana yfirhöfuð, því
það eru ekki til orð yfir það sem
þú varst mér og því munu þessi
orð aldrei ná því flugi sem þau
eiga skilið.
Síðustu dagar hafa einkennst
af þakklæti, svo ótrúlega miklu
þakklæti fyrir tímann sem við
fengum og kærleikann og
viskuna sem þú gafst mér, svo
ekki sé talað um hláturinn sem
við deildum, enda segir það nokk-
uð um þig að geta fengið (uppá-
halds)son þinn til þess að hlæja á
dánarbeði þínum þó svo að ég
hafi verið meira og minna hág-
renjandi. Hágrenjandi að hvísla
orðum að þér sem þú nú þegar
vissir en ég vildi bara vera viss,
Anna
Sólmundsdóttir
✝
Anna Sól-
mundsdóttir
fæddist 5. apríl
1947. Hún lést 12.
mars 2022.
Útförin fór fram
24. mars 2022.
vera alveg viss um
að þú vissir hversu
mikið ég elska þig,
vera alveg viss um
að þú vissir hversu
mikið þú hefur
kennt mér, vera al-
veg viss um að þú
vissir hversu stór
hluti þú ert af mér.
Þú ert og hefur allt-
af verið skærasta
ljósið í mínu lífi og
vísað mér veginn í gegnum lífsins
ólgusjó en nú er sjórinn spegil-
sléttur um stund og tími til að
syrgja. Syrgja og gráta það að líf-
ið er breytt og verður aldrei eins.
Þú lifir í hjarta mínu, mamma, og
eina sem ég get gert til að heiðra
minningu þína er að umvefja
börnin mín þeirri hlýju og kær-
leika sem þú gafst mér í vöggu-
gjöf og hefur gefið mér allar göt-
ur síðan.
Ég segi það sama og ég sagði
við prestinn: það er verið að fara
að jarða bestu mömmu í heimi.
Góða ferð mamma og Guð þig
geymi.
Þinn sonur,
Herbert (Hebbi).
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
ELÍN PÁLMADÓTTIR,
blaðamaður og rithöfundur,
sem lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu við
Brúnaveg aðfaranótt laugardagsins 2. apríl,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 22. apríl klukkan 13.
Fjölskyldan sendir sérstakar þakkir til starfsfólks Sólteigs við
Brúnaveg.
Sólveig Pálmadóttir
Helga Pálmadóttir Helgi Samúelsson
systkinabörn og fjölskyldur þeirra
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSA GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
lést á heimili sínu Hömrum, Mosfellsbæ,
föstudaginn 8. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristín Dagný Þorláksdóttir
Ásgeir Þorláksson Eva Hildur Kristjánsdóttir
Vilhjálmur Þorláksson Sigrún Guðmundsdóttir
Þorgeir Pétursson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför okkar ástkæru
INGVELDAR PÁLSDÓTTUR,
Hverfisgötu 92b.
Jóhannes Ólafur Ólafsson
Ásta Þórunn Jóhannesdóttir Brynjar Húnfjörð
Ólafía Jóhannesdóttir
Einar Páll Jóhannesson
Páll Aronsson Inga Einarsdóttir
og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæra
ÞORSTEINS JÓNS ÓSKARSSONAR,
fyrrverandi forstöðumanns
hjá Pósti og síma,
Krummahólum 4, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Vitatorgs,
Hrafnistu Reykjavík fyrir einstaka umönnun og virðingu.
Svanhildur Halldórsdóttir
Edda Þorsteinsdóttir Halldór Guðmundsson
Einar Baldvin Þorsteinsson Sally Thorsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Við þökkum fjölskyldu og vinum auðsýnda
samúð við andlát og útför ástkærs föður
míns og afa okkar,
ÞÓRHALLS BIRGIS JÓNSSONAR,
Vesturströnd 6, Seltjarnarnesi.
Við viljum einnig þakka Jakobi Jóhannssyni
krabbameinslækni, Heimahjúkrun Heru og starfsfólki
líknardeildar Landspítalans fyrir góða og alúðlega umönnun
í veikindum hans.
Gyða Þórhallsdóttir
Arna Gyðudóttir
Bjarki Gyðuson