Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.04.2022, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2022 NÝ SENDING AF HJÓLUM FRÁ GIANT FULLDEMPUÐ RAFMAGNS FJALLAHJÓL - BARNAHJÓL - FJALLAHJÓL VELKOMIN Í KULDA, HJÓLA- OG BRETTADEILD Í NÝRRI VERSLUN SPORTÍSS Í SKEIFUNNI 11. KULDI.NET - SPORTIS.IS - GÆÐI - ÚRVAL - ÞJÓNUSTA! K U L D I SPORTÍS Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég hef verið í nokkur ár að afla heimilda í þessa bók því þær voru dreifðar víða. Ég komst fljótt að því að þetta er stór og löng saga, enda var félagið stofnað fyrir átta- tíu árum, árið 1941,“ segir Kristín G. Guðnadóttir listfræðingur sem tók að sér það verk að skrá á bók sögu Félags ís- lenskra mynd- listarmanna. Bókin ber titilinn Að finna listinni samastað og Kristín segir að ekki hafi verið nokkur leið að gera allri sögu félagsins skil í einu riti, svo hún fór þá leið að velja þætti úr sögu þess. „Ég stikla á stóru í nokkrum efnisflokkum, um aðdragandann að stofnun félagsins, félagið sjálft, húsin, norræna myndlistarbanda- lagið og sýningarnar,“ segir Kristín og bætir við að saga félagsins sé áhugaverður hluti af íslenskri lista- sögu. „Í dag er myndlist órjúfanlegur hluti af menningarsamfélaginu og enginn efast um mikilvægi hennar, en þannig var það ekki. Við gleym- um því gjarnan hve listasagan okk- ar er ung, hún hófst ekki fyrr en í byrjun síðustu aldar og það tók langan tíma að byggja upp innviði listarinnar, sem nú þykja sjálf- gefnir. Til að komast á þann stað sem við erum á núna, með lista- söfn, gallerí, sýningarsali, list- menntun, starfslaun listamanna og fleira, þá þurfti mikla baráttu. For- vígismenn þeirrar baráttu voru um áratugaskeið forvígismenn í Félagi íslenskra myndlistarmanna.“ Með regnhlífar innanhúss Kristín segir að myndlistarmenn hafi á upphafsárum félagsins þurft að berjast við fordóma og alls lags mótlæti. „Menningarpólitíkin hefur breyst alveg gríðarlega, þetta var mjög erfitt á fyrstu árum okkar myndlistarsögu og fólk lagði mikið á sig. Þegar Félag myndlistar- manna var stofnað var til dæmis engin sýningaraðstaða fyrir lista- menn í Reykjavík. Fyrsta málið sem félagið tókst á við var að láta reisa sýningarskála. Til að fjár- magna bygginguna var haldið happdrætti og vinningarnir voru málverk félagsmanna. Félagið tók bankalán fyrir byggingunni og for- vígismenn félagsins veðsettu húsin sín til að fá það bankalán. Þetta segir mikið um hvað þetta var mik- ið frumkvöðlastarf. Listamanna- skálinn var tekinn í notkun árið 1943 og hann var næstu tuttugu og fimm árin helsti sýningarsalur borgarinnar og félagsmiðstöð. Hann stóð við hlið Alþingishússins í Kirkjustræti, timburskáli sem reistur var til bráðabirgða og var auðvitað orðinn afskaplega ljótur og hrörlegur eftir rúmlega tveggja áratuga notkun. Í bókinni vitna ég í viðtal frá 1963 í Vísi, þar sem seg- ir frá undirbúningi haustsýningar í skálanum: „Eiríkur Smith gengur um á „spánnýjum listamannaskóm“ að eigin sögn; það eru heljarmiklar rosabullur, og veitir víst ekki af, því gólfið er hér um bil eins kalt og svellið á Tjörninni um hávetur. En á meðan ekki er til betri sýningar- salur verður gamli skálinn að duga, jafnvel þótt gestir verði að ganga með regnhlífar innanhúss þegar veður er vott.“ Kristín segir að á þessu sama ári, 1963, hafi félagið tilkynnt þá ákvörðun sína að byggja nýtt og nútímalegt sýningarhús. „Félagið fékk lóð á Miklatúni og arkitektinn Hannes Davíðsson til að teikna húsið. Þetta var stórt og mikið verkefni og fjármögnun erfið, svo félagið leitaði samstarfs við Reykjavíkurborg. Tveimur árum síðar tilkynnti borgarstjórinn í Reykjavík að borgin hygðist standa fyrir byggingu sýningarhúss á Miklatúni, og þar fengum við Kjar- valsstaði. Myndlistarmenn áttu frumkvæðið að því að reisa Kjar- valsstaði og þegar húsið var komið í notkun reis upp mikill ágrein- ingur borgaryfirvalda og Félags ís- lenskra myndlistarmanna, því þetta var upphaflega hugarfóstur mynd- listarmanna sem borgin yfirtók. Þetta fór þannig fyrir rest að Reykjavíkurborg yfirtók algerlega rekstur hússins en félagið fékk endurgreidda þá peninga sem það hafði sett í það. Þetta var mikið áfall fyrir félagið, Kjarvalsstaðir voru þeirra stóra óskabarn.“ Konur áttu að vera heima Kristín segir að á upphafsárum félagsins hafi myndlist sannarlega verið karlafag og fyrir vikið var meirihluti félagsmanna þá karl- menn. „Í upphafi voru þær konur sem voru í félaginu aðallega erlendar konur sem voru giftar íslenskum myndlistarmönnum. Íslenskar myndlistarkonur voru afskaplega fáar á0 þessum fyrstu árum og áttu erfitt uppdráttar hér, enda sjáum við að þær konur á fyrri hluta tutt- ugustu aldar sem komust lengst í sinni myndlist, Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasóttir, bjuggu báðar erlendis. Vissulega er áhuga- vert að velta fyrri sér hver örlög þeirra hefðu orðið ef þær hefðu ekki farið, en þær voru helstu myndlistarkonur okkar á þessum tíma, þegar ætlast var til að konur væru heima að sinna búi og börn- um. Konur eins og Kristín Jóns- dóttir, sem var góður frumherji í myndlist, fædd við lok nítjándu ald- ar, hún gat sinnt sinni myndlist af því hún átti skilningsríkan eigin- mann, Valtý Stefánsson ritstjóra Morgunblaðsins, sem studdi hana heilshugar í listinni,“ segir Kristín og bætir við að vissulega sé sláandi hvernig kynjahlutföllin voru í Fé- lagi íslenskra myndlistarmanna langt fram eftir tuttugustu öldinni. „Það var ekki fyrr en árið 1975 sem fyrsta konan var kosin í stjórn félagsins.“ Mikla baráttu þurfti til í byrjun - Félagsmenn veðsettu húsin sín til að reisa fyrsta sýningarskálann - Að finna listinni samastað heitir ný bók sem geymir þætti úr sögu Félags íslenskra myndlistarmanna - Fordómar og mótlæti Ljósmyndir/Úr bókinni Listmálari Kristín Jónsdóttir, fædd 1888, var í myndlistarnámi í Tegne- og Kunstindustriskolen for Kvinder og við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Stuðningur eiginmanns gerði henni fært að sinna listinni. Fyrstur Jón Þorleifsson listmálari var fyrsti formaður félagsins. Kristín G. Guðnadóttir Myndhöggvari Nína Sæmundson, f. 1892, starfaði lengst af í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.