Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 14
282 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N skólaárið 2018-2019 voru marktækt þyngri en jafnaldrar þeirra voru í 2.-10. bekk (p<0,001-0,017) og voru stúlkur marktækt þyngri en piltar í 7.-8. bekk (p=0,003-0,016). Víxlhrif voru til staðar í 9. bekk (p=0,012). Líkamsþyngdarstuðull Reiknaður líkamsþyngdarstuðull (mynd 4) sýndi marktæka lækk- un á LÞS hjá börnum í 2. bekk (p=0,023–0,040) á árunum 1937-1952 og marktæka hækkun á LÞS hjá börnum í 7.-8. bekk (p=0,017-0,021) yfir tímabilið 1912-1952 hjá báðum kynjum. Börn skólaárið 2018- 2019 voru með marktækt hærri LÞS en jafnaldrar þeirra 1912-1952 voru í 2.-9. bekk (p<0,001-0,027) og voru stúlkur með marktækt hærri LÞS en piltar í 8. og 10. bekk (p=0,006-0,037). Gripstyrkur Í gripstyrksmælingum (mynd 5) sást marktæk aukning á gripstyrk Mynd 3. Fyrri þyngdarmæling (haust) hjá börnum í 2.-10. bekk. Punktarnir merkja meðaltal hvers tímabils (5-6 ára tímabil 1912–1952, ein mæling 2018-2019) og lóðréttu línurnar 95% öryggismörk. Mynd 4. Reiknaður líkamsþyngdarstuðull úr fyrri hæðar- og þyngdarmælingum (haust) barna í 2.-10. bekk. Punktarnir merkja meðaltal hvers tímabils (5-6 ára tímabil 1912-1952, ein mæling 2018-2019) og lóðréttu línurnar 95% öryggismörk.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.