Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 25
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 293 R A N N S Ó K N tvígreiningu og hærri aldur við útskrift. Hins vegar höfðu grein- ing annars geðrofssjúkdóms en geðklofa, að vera ekki með geð- rofssjúkdóm, búseta hjá fjölskyldu, hjúskaparstaða, stúdentspróf, atvinnuþátttaka við innritun og náms- og atvinnuþátttaka á Laugarásnum jákvætt forspárgildi samkvæmt niðurstöðum ein- þátta greiningar. Í fjölþátta greiningu bættust reynsla af fastri at- vinnu og IPS-náms- og starfsendurhæfing við sem jákvæðir for- spárþættir. Aftur á móti reyndist nám á Laugarásnum ekki hafa hafa marktæk áhrif samkvæmt niðurstöðum fjölþátta greiningar. Atvinnuþátttaka á Laugarásnum var sterkasti jákvæði forspár- þátturinn um náms- og atvinnuþátttöku við útskrift samkvæmt niðurstöðum bæði einþátta og fjölþátta greiningar. Umræður Karlar voru 70% útskrifaðra á tímabilinu. Það þarf ekki að koma á óvart þar sem geðrofssjúkdómar koma almennt fram fyrr meðal karla en kvenna, ásamt því að sjúkdómsmynd karla er oft á tíðum alvarlegri.3 Tæplega helmingur kvenkyns þjónustuþega hafði lok- ið stúdentsprófi, samanborið við fjórðung karlkyns þjónustuþega og var munurinn marktækur. Vel má vera að þessi munur endur- spegli almennt þýði á Íslandi, þar sem konur eru í meirihluta þeirra sem útskrifast úr framhaldsskóla.19 Marktæk þyngdaraukn- ing átti sér stað meðal þjónustuþega frá innritun til útskriftar, og reyndust þjónustuþegar hafa þyngst að meðaltali um 10 kg meðan á endurhæfingunni stóð. Líklegasta skýringin á þessari þyngdar- aukningu er að aukaverkun margra geðrofslyfja er þyngdar- aukning.11 Önnur skýring gæti verið að oftar en ekki lifa einstak- lingar með geðklofa óheilbrigðu líferni sem einkennist af hreyfingarleysi og óhollu mataræði.20 Minni lífslíkur einstaklinga með geðklofa má að mörgu leyti rekja til óheilbrigðs lífernis og skiptir þar mestu máli aukin tíðni hjarta- og æðasjúkdóma.20 Ís- lensk rannsókn frá 2012 sem rannsakaði áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma meðal geðklofasjúklinga í þjónustu á Kleppsspítala sýndi að 57% uppfylltu greiningarskilmerki fyrir efnaskiptavillu.21 Þetta undirstrikar mikilvægi þess að læknar á Íslandi sem sinna sjúklingum með geðrofssjúkdóma séu vakandi fyrir þyngdaraukn- ingu skjólstæðinga og bregðist við á viðeigandi hátt til að koma í veg fyrir framtíðarheilsutjón. Mikill meirihluti þeirra sem útskrifuðust af Laugarásnum 2010- 2020 hafði sögu um einhverja kannabisneyslu, eða 66%. Þá höfðu 42,4% þjónustuþega sögu um greiningu fíkniheilkennis af völdum kannabisefna (F12.2). Til samanburðar var hlutfall þjónustuþega sem höfðu sögu um skaðlega notkun kannabisefna (F12.1) eða fíkniheilkenni af völdum kannabisefna (F12.2) í nýsjálenskri rann- Tafla III. Náms- og atvinnuþátttaka þjónustuþega Laugarássins. Fjöldi (%). Karlar (n=101) Konur (n=43) Alls (n=144) Atvinnuþátttaka við innritun Fullt starf 12 (11,9) 6 (14,0) 18 (12,5) Hlutastarf 8 (7,9) 8 (18,6) 16 (11,1) Ekki í vinnu 81 (80,2) 29 (67,4) 110 (76,4) Atvinnuþátttaka við útskrift Fullt starf 14 (13,9) 6 (14,0) 20 (13,9) Hlutastarf 23 (22,8) 11 (25,6) 34 (23,6) Ekki í vinnu 64 (63,4) 26 (60,5) 90 (62,5) Náms og atvinnuþátttaka á Laugarásnum Í námi eða vinnu 76 (75,2) 33 (76,7) 109 (75,7) Hvorki í námi né vinnu 25 (24,8) 10 (23,3) 35 (24,3) Náms og atvinnuþátttaka við útskrift Fullt starf eða nám 19 (18,8) 12 (27,9) 31 (21,5) Hlutastarf eða hlutanám 30 (29,7) 16 (37,2) 46 (31,9) Hvorki í námi né vinnu 52 (51,5) 15 (34,9) 67 (46,5) Mynd 3. Náms- og atvinnuþátttaka eftir framfærslu við útskrift.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.