Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 47
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 315 áverkatengd slitgigt sé áberandi í hnjám knattspyrnukappa og í fleiri íþróttagrein- um. „Fótboltinn er skaðvaldur, því miður; högg, spörk, pústrar og grófar tæklingar. Minnihluti atvinnuknattspyrnumanna kemst í gegnum ferilinn með heil hné. Ég hef sérstakar áhyggjur af kvennaboltanum því konur byrja með 40% minna brjósk í hnjám en karlar og mýkri liðbönd, sem veldur því að þær þola höggin síður. Þess vegna skiptir máli að ekki séu leyfð of harkaleg átök í þessari íþrótt.“ Hann tekur jafnframt fram að allt venjulegt álag tengt hreyfingu innan eðlilegra marka sé gott og liðirnir gerðir til að nota þá. Íslendingar í fremstu röð í rannsóknum á slitgigt Helstu samstarfsaðilar Helga í rannsókn- um hans á slitgigt hafa verið Íslensk erfða- greining og Hjartavernd en hann hefur einnig verið í samstarfi við vísindamenn úr öllum heimsálfum. Markmiðið sé ljóst og það er að bæta meðferð sjúkdómsins. „Nú er svo komið að það hillir undir lyfja- meðferð sem gæti breytt gangi sjúkdóms- ins verulega, svipað og gerst hefur í mörg- um öðrum gigtarsjúkdómum. Íslendingar eru á toppnum í slitgigtarrannsóknum og þar er ég á fullu. Þegar ég leitaði að ættarhópum til rannsókna á slitgigt var áhuginn hjá sjúklingunum mjög mikill og ég hef kynnst mörgu fólki og lært mikið um ættfræði. Erfðafræðirannsóknir á okk- ar einstöku þjóð hafa gefið okkur ákveðið forskot og aukið líkurnar á því að okkar þekking nýtist við leitina að meðferð sem getur stöðvað slitgigtarsjúkdóminn.“ Staða þekkingar á slitgigt er að sögn Helga orðin slík að fjöldinn allur af lyfjum stöðvar sjúkdóminn í dýratilraunum þótt enn sé ekki nægilega vel vitað hvaða sjúk- lingar hafa gagn af þeim. „Það er langt í land og lyfjarannsóknir taka langan tíma vegna þess hvað sjúkdómurinn er hæg- fara. Líftæknilyf hafa gjörbreytt meðferð og horfum á iktsýki á síðustu 20 árum og ég vona að hægt verði að ná þeim árangri í slitgigt“. Sem prófessor hefur Helgi kennt lang- flestum unglæknum á Íslandi og þannig hefur það verið í áratugi. Hann segir verulega skemmtilegt að kenna læknis- fræði. „Margir unglæknar hafa skrifað sínar fyrstu greinar undir minni leiðsögn og ég hef reynt að smita þá af læknis- fræðiáhuganum, svipað og Jón Þorsteins- son prófessor heitinn smitaði mig þegar ég var ungur“. Undir lok viðtalsins berst talið að framtíðarmálum lyf- og gigtarlækninga, en Helgi hefur áhyggjur af mönnuninni. „Árgangarnir fram að mínum komu að stærstum hluta heim eftir sérnám. Hugar- farið var þannig að þú fórst út í nám til þess að standa þig hérna heima. Nú er vandinn sá að fólk kemur ekki aftur heim vegna þeirrar óvissu sem því fylgir og vegna þess hvað það er vel sett erlendis“. Svo fari þeim fjölgandi sem velji að fara ekkert út í sérnám. Helgi hefur áhyggjur af því að ef hátt hlutfall íslenskra lækna fer ekki út í sérnám þá komi það niður á V I Ð T A L Helgi er heiðursvísindamaður Landspítala 2022 og á að baki farsælan feril. Mynd/Olga Björt Þórðardóttir gæðum læknaþjónustu á Íslandi. „Það er verið að reyna að veita gott sérnám hér í mörgum greinum, en ég held að það verði aldrei sambærilegt og að vera með reynslu frá stóru sjúkrahúsunum í löndum með milljónir íbúa“. Alls ekki hættur Þá séu einnig breytingar á læknavinnunni nú til dags; tempóið meira, minni tími til að hugsa og grúska og lítill tími til rannsókna. „Háskólaspítalar hinna Norð- urlandanna eyða miklu meira fjármagni í rannsóknir en hér er gert. Mælikvarðar eins og tilvitnanir í íslenska vísindamenn og slíkt eru á niðurleið. Áhuginn á vís- indavinnu er sannarlega til staðar og gott fólk, en líklega hefur okkur ekki tekist að skapa nægilega góð skilyrði fyrir þann hóp. Þar þurfum við að bæta okkur. Helgi tekur þó fram að það sé líklega í eðli allra sem eru að ljúka starfsferli sínum að þeim finnist sumt hafa versnað með tímanum. Hann segist alls ekki vera hættur í rann- sóknum þó hann hætti senn á Landspít- ala. „Frank Wollheim, sem er 20 árum eldri en ég, er enn á fullu í rannsóknum. Ég vona að ég fái að hafa vit og heilsu til þess að halda áfram eins og hann.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.