Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 4
272 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 279 Linda Björk Valbjörnsdóttir, Þórarinn Sveinsson, Árni Árnason Líkamsástand barna og unglinga á Sauðárkróki og í Varmahlíð fyrr og nú Á Héraðsskjalasafni Skagfirðinga eru varðveitt fáséð og viðamikil gögn um líkamsmæl- ingar á grunnskólabörnum á Sauðárkróki sem Jón Þ. Björnsson skólameistari gerði á árunum 1912-1953. Þessi gögn hafa ekki verið notuð í rannsóknir áður en meginmarkmið rannsóknarinnar var að bera mælingar Jóns saman við mælingar gerðar á börnum á sama aldri 2018-2019. 288 Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, Oddur Ingimarsson Náms- og atvinnuþátttaka ungs fólks á Íslandi eftir snemmíhlutun í geðrof Einstaklingar greinast almennt ungir með geðrofssjúkdóma og þrátt fyrir meðferð hefur stór hluti viðvarandi einkenni sem leiða gjarnan til skertrar samfélagslegrar virkni og örorku. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hversu hátt hlutfall ungra einstaklinga sem fengu snemmíhlutun í geðrof hér á landi árin 2010-2020 tók þátt í námi eða vinnu að endurhæfingu lokinni, ásamt því að kanna hvaða þættir hefðu forspárgildi um það. 299 Þórdís Magnadóttir, Leon Arnar Heitmann, Tinna Harper Arnardóttir, Tómas Þór Kristjánsson, Per Martin Silverborn, Martin Ingi Sigurðsson, Tómas Guðbjartsson Árangur skurðaðgerða við frumkomnu sjálfsprottnu loftbrjósti á Íslandi Þessi rannsókn sýnir að árangur aðgerða við loftbrjósti hérlendis er sambærilegur við niðurstöður erlendra rannsókna. Aðgerðin er örugg, skammtíma fylgikvillar fátíðir og allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af. Tíðni endurtekins loftbrjósts er þó enn talsverð, ekki síst eftir brjóstholsspeglun þar sem 7% sjúklingar þurfa enduraðgerð. Nýgengi aðgerðarinnar fór lækkandi og er frekari rannsókna þörf til að kanna hvort það geti tengst því að dregið hefur úr reykingum. F R Æ Ð I G R E I N A R 6. tölublað · 108. árgangur · 2022 275 Nanna Briem IPS – starfsendurhæf- ing sem skilar árangri IPS byggir á þeirri grunn- hugmynd að hægt sé að finna störf fyrir alla sem vilja vinna. Virk sjúkdóms- einkenni, skortur á fyrri reynslu á vinnumarkaði eða vímuefnaneysla er engin hindrun. L E I Ð A R A R Meðlimur Team Heart tók þessa mynd á skurðstofu King Faisal sjúkrahússins í Rúanda í apríl 2022 og hún sýnir sjálfboðaliða aðstoða Maurice Musoni hjartaskurðlækni frá Rúanda við að framkvæma míturlokuskipti hjá ungum sjúklingi. Martin Ingi Sigurðsson hefur farið nokkrum sinnum suður á bóginn til Rúanda með Team Heart til þess að kenna heimamönnum handtökin við bráðalækningar. Hann kemur alltaf heim reynslunni ríkari og Afríka hefur kennt honum margfalt meira. Rúanda er lítið hæðótt ríki rétt sunnan við miðbaug. Þar sitja fleiri konur en karlar á þingi. Meðalaldur þjóðarinnar er 19 ár, og körfubolti og fótbolti eru vinsælar íþróttagreinar. Á FORSÍÐU Míturlokuskipti í Rúanda277 Martin Ingi Sigurðsson Mwaramutse* frá Rúanda Rúanda og Ísland eru gerólík. Í Rúanda búa 14 milljónir manna og þrátt fyrir að ástandið í landinu batni ár frá ári lifa enn tæplega 50% íbúanna á minna en tveimur dollurum á dag. Aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu er mjög takmarkað og í landinu öllu starfa til dæmis einungis 5 hjartalæknar. *Góðan dag Rúanda

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.