Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 33
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 301 R A N N S Ó K N brottnám á fleiðru efst í fleiðruholinu. Eftir aðgerðina fengu allir sjúklingar brjóstholskera og var hann hafður í að minnsta kosti 48 klukkustundir, en lengur ef viðvarandi loftleki var til staðar. Áður en brjóstholskerinn var fjarlægður var lokað fyrir kerann og tekin lungnamynd fjórum klukkustundum síðar. Kerinn var síðan fjarlægður ef ekki sáust merki um loftbrjóst á lungnamyndinni. Ítarleg leit var gerð að öllum tilfellum endurtekins loftbrjósts sem greindist meira en 30 dögum frá fyrstu aðgerð og krafðist endurtekinnar aðgerðar. Eftirlit miðaðist við 31. desember 2020 og var miðgildi þess 16 ár (bil 2-29 ár). Tölfræðiúrvinnsla Gagnagrunnur með rúmlega 40 breytum fyrir hvern sjúkling var útbúinn í Excel og tölfræði unnin í forritinu R (R Foundation for Statistical Computing, Austria), útgáfu 4.1.0, með aðstoð Rstudio (RStudio, PBC, USA), útgáfu 1.4.1103. Bakgrunnsþættir sjúklinga og aðgerðatengdar breytur voru bornar saman á 7 ára tímabilum. Samfelldar breytur voru gefnar upp sem meðaltöl með staðalfrá- viki eða miðgildi með fjórðungsmörkum eða bili, en flokkabreyt- ur sem fjöldi (%). Samanburður á flokkabreytum yfir tímabilin fjögur var gerður með kí-kvaðrat prófi, ANOVA-próf notað fyrir samfelldar breytur og Kruskal-Wallis-próf fyrir valdar samfelldar breytur sem ekki fylgdu normaldreifingu. Bæði var reiknað hrátt og aldursleiðrétt nýgengi skurðaðgerða vegna loftbrjósts út frá ár- legum mannfjölda í hverju 5 ára aldursbili (0-89 ára) og var stuðst við gögn frá Hagstofu Íslands. Poisson-aðhvarfslíkan með fjölda tilfella sem spábreytu og árlegum mannfjölda sem hliðrun var notað til að meta breytingu á nýgengi yfir allt rannsóknartímabilið og endurkomutíðni sem krafðist aðgerðar kortlögð með Kaplan- Meier-riti. Fjölþátta tvíundargreining (logistic binary regression) var notuð til að meta áhrifaþætti á endurtekið loftbrjóst eftir aðgerð og birt sem gagnlíkindahlutfalli (GH) með 95% öryggisbili. Breytur fyrir tvíundargreiningu voru valdar út frá þekktum áhættuþátt- um sem lýst hefur verið í sambærilegum erlendum rannsóknum, meðal annars kvenkyn, reykingar og hávaxnir sjúklingar. Niðurstöður Alls gengust 386 sjúklingar, þar af 303 (78%) karlar, undir 430 skurðaðgerðir vegna frumkomins sjálfsprottins loftbrjósts og var miðgildi aldurs 24 ár fjórðungsbil: 19,32. Af 430 aðgerðum voru 211 (49%) á vinstra lunga, 218 (51%) á því hægra, en einn sjúklingur greindist með loftbrjóst beggja vegna og gekkst undir aðgerð á báðum lungum í sömu legu. Í töflu I eru sýndir helstu bakgrunnsþættir sjúklinganna en 66% þeirra höfðu sögu um reykingar, og 49% reyktu fram að Mynd 1. Nýgengi skurðaðgerða við frumkomnu sjálfkrafa loftbrjósti á rannsóknartímabilinu. Samkvæmt Poisson aðhvarfsgreiningu lækkaði tíðnin marktækt, eða að meðaltali um 2,9% á ári. Tafla II. Ábendingar fyrir skurðaðgerð. Fjöldi (%). 1991-2018 1991-1997 1998-2004 2005-2011 2012-2018 Fyrsta loftbrjóst 191 (44) 50 (41) 42 (42) 48 (41) 51 (55) Fyrsta endurtekið loftbrjóst 178 (41) 48 (40) 36 (36) 57 (49) 37 (40) Annað eða þriðja endurtekið loftbrjóst 56 (13) 19 (16) 20 (20) 12 (10) 5 (5) Fleiri en þrjú endurtekin loftbrjóst sömu megin 5 (1) 4 (3) 1 (1) 0 0 Loftbrjóst beggja vegna 1 (1) 0 1 (1) 0 0

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.