Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 34
302 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N aðgerð. Enginn sjúklingur hafði sögu um meðfæddan bandvefs- sjúkdóm eins og Marfans-heilkenni eða Ehler Danlos-sjúkdóm. Meðalþyngd var 68 ± 11 kg, meðalhæð 181 ± 8 cm, og meðal lík- amsþyngdarstuðull 21 ± 3 kg/m2. Upplýsingar vantaði um hæð hjá 57 sjúklingum og þyngd hjá 23 sjúklingum. Ekki sást marktæk breyting á hæð, þyngd eða líkamsþyngdarstuðli á milli tímabila. Mynd 1 sýnir nýgengi skurðaðgerða við við frumkomnu sjálf- sprottnu loftbrjósti á hverja 100.000 íbúa, en það reyndist vera 8,25/100.000 fyrir karla og 2,2/100.000 fyrir konur. Nýgengi (bæði kyn saman) lækkaði marktækt um 2,9% á ári (95% ÖB (0,93%, 4,83%), p=0,004). Í töflu II sjást ábendingar fyrir skurðaðgerð. Alls gengust 44% sjúklinga undir aðgerð við fyrsta loftbrjósti, en þeim fjölgaði úr 41% á fyrsta tímabilinu í 55% það síðasta. Á sömu tímabilum geng- ust 55% sjúklingar undir aðgerð vegna endurtekins loftbrjósts, þar af 13% vegna annars eða þriðja endurtekins loftbrjósts, og fækkaði þeim úr 16% á fyrsta tímabilinu í 5% það síðasta. Í töflu III sést hvaða skurðaðgerðir voru framkvæmdar og mið- ast útreikningar við fjölda aðgerða (n=430). Alls gengust 99% sjúk- linga undir fleygskurð, þar af 12% undir fleygskurð ásamt fleiðru- ertingu og hlutabrottnám á fleiðru. Þessum aðgerðum fjölgaði úr engri á fyrsta tímabilinu í 11% á því síðasta. Á sömu tímabilum varð aukning á aðgerðum þar sem framkvæmdur var fleygskurð- ur ásamt fleiðruertingu (p<0,001), en einnig lækkaði hlutfall þeirra sem eingöngu gengust undir fleygskurð úr 56% í 18% á tímabilinu. Miðgildi aðgerðartíma var 52 mínútur (fjórðungsbil: 40,68) og hélst svipaður á tímabilunum fjórum. Sama átti við um miðgildi legutíma sem var þrír dagar (fjórðungsbil: 2,5). Mynd 2 sýnir fjölda aðgerða skipt eftir árabilum og hvort að- gerðin var gerð með brjóstholsskurði eða brjóstholssjá. Greinileg fækkun var á opnum aðgerðum eftir því sem leið á tímabilið, en þrír af hverjum fjórum sjúklingum (77%) gengust undir brjóst- holsspeglunaraðgerð, þar af 89% sjúklinga eftir 2005. Í 18 tilfellum (5%) þurfti að skipta úr brjóstholsspeglun í opna aðgerð. Árlegur aðgerðafjöldi á tímabilinu var 14,5 (miðgildi, bil 9-27). Í töflu IV eru sýndir snemmkomnir fylgikvillar, en þeir greindust hjá 89 (21%) sjúklinganna. Sá algengasti var viðvarandi loftleki hjá 74 sjúklingum og hafði 61 þeirra (82%) gengist undir brjóstholssjáraðgerð. Í 10 af 74 tilfellum (13%) þurfti að gera endur- aðgerð í sömu legu vegna lekans. Tíðni fylgikvilla breyttist ekki marktækt eftir tímabilum og enginn sjúklingur lést innan 30 daga eftir aðgerð. Mynd 3 er svokallað viðsnúið Kaplan-Meier-graf sem sýn- ir tímalengd frá upphaflegu aðgerðinni að skurðaðgerð vegna endurtekins loftbrjósts. Meðaltími frá upphaflegu aðgerðinni að enduraðgerð var 16 mánuðir og var helmingur tilfella (50%) greindur innan 16 mánaða. Sjúklingarnir 27 með endurtekið loftbrjóst voru marktækt yngri en sjúklingarnir sem ekki þurftu endurtekna aðgerð (p=0,0001), hlutfall karla var einnig hærra og helmingur þeirra (48%) reykti fram að aðgerð. Auk þess höfðu 7 (26%) þessara sjúklinga haft viðvarandi loftleka í fyrstu legu og miðgildi loftleka hjá þeim þá 6 dagar. Alls voru 28 enduraðgerðir gerðar hjá 27 sjúklingum vegna síð- komins (>30 daga) endurtekins loftbrjósts, þar af þurfti einn sjúk- lingur tvær enduraðgerðir. Þrettán endurteknu aðgerðanna voru á hægra lunga en 14 á því vinstra. Hlutfall endurtekins loftbrjósts Mynd 2. Fjöldi og tegund aðgerða á fjórum 7 ára tímabilum. Tafla III. Tegund aðgerðar, aðgerðartími og legutími eftir aðgerð. Fjöldi (%) eða miðgildi (bil). 1991-2018 1991-1997 1998-2004 2005-2011 2012-2018 Fleygskurður eingöngu 161 (37) 68 (56) 57 (58) 19 (16) 17 (18) Fleygskurður + fleiðruerting 216 (50) 52 (43) 41 (41) 58 (50) 65 (70) Fleygskurður + fleiðruerting + hlutabrottnám á fleiðru 51 (12) 0 (0) 1 (1) 40 (34) 10 (11) Aðgerðartími, miðgildi (bil), mín 52 (40, 68) 60 (40, 75) 45 (35, 65) 50 (42, 65) 52 (37, 67) Legutími eftir aðgerð, miðgildi (bil), dagar 3 (2,5) 3 (2, 5) 3 (2, 4) 4 (3, 5) 3 (2, 4) Tafla IV. Snemmkomnir fylgikvillar og 30 daga dánartíðni eftir aðgerð. Fjöldi (%). Viðvarandi loftleki 74 (17) Blæðing 9 (2) Lungnabólga 7 (2) Fleiðruholssýking 2 (0,5) Horners-heilkenni 1 (0,2) 30 daga dánartíðni 0 (0)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.