Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 16
284 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N brjóstvídd yfir tímabilið 1917-1952 í 2.-10. bekk hjá báðum kynj- um (p<0,001-0,002). Börn skólaárið 2018-2019 voru með marktækt meiri brjóstvídd en jafnaldrar þeirra 1917-1952 höfðu í 2.-10. bekk (p<0,001-0,007) og voru piltar með marktækt meiri brjóstvídd en stúlkur í 2.-6. bekk (p<0,001). Víxlhrif voru til staðar í 9.-10. bekk (p<0,001-0,010). Samskonar niðurstöður komu í ljós þegar leiðrétt var fyrir hæð og þyngd. Andrýmd Í andrýmdarmælingum (mynd 7) sást marktæk aukning á and- rýmd yfir tímabilið 1912-1952 í 3.-10. bekk hjá báðum kynjum (p<0,001). Börn skólaárið 2018-2019 voru með marktækt meiri and- rýmd en jafnaldrar þeirra 1912-1952 höfðu í 2.-10. bekk (p<0,001- 0,010) og voru piltar með marktækt meiri andrýmd en stúlkur í 2.-10. bekk (p<0,001-0,008). Víxlhrif voru til staðar í 9.-10. bekk (p<0,009-0,016). Samskonar niðurstöður komu í ljós þegar leiðrétt var fyrir hæð og þyngd. Umræða Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvort líkams- ástand barna og unglinga í Barna-og gagnfræðaskóla Sauðár- króks breyttist yfir tímabilið 1912-1953 og hvort munur væri á líkams ástandi barna og unglinga skólaárið 2018-2019 og jafnaldra þeirra árin 1912-1953. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að marktæk breyting var á líkamsástandi í flestum mælingum að undanskildum 2. bekk yfir tímabilið 1912-1953 og að börn og ung- lingar skólaárið 2018-2019 voru marktækt hærri, þyngri, með meiri brjóstvídd og andrýmd en jafnaldrar þeirra voru í 2.-10. bekk (7-15 ára) og marktækt hærri líkamsþyngdarstuðul í 2.-9. bekk (7-14 ára). Börn skólaárið 2018-2019 voru með marktækt minni gripstyrk en jafnaldrar þeirra voru í 2. og 4.-7. bekk (7 og 9-12 ára) þegar leiðrétt var fyrir hæð og þyngd. Í öllum mælingum hjá börnum í 9. bekk (14 ára) komu fram marktæk víxlhrif á milli mælinga og kyns þar sem stúlkur voru með hærri mælingu á tímabilinu 1912-1931, en á tímabilinu 1932- 1941 tóku piltarnir vaxtarstökk fram úr stúlkunum og urðu hærri, þyngri og með meiri brjóstvídd, gripstyrk og andrýmd. Ekki er nákvæmlega vitað hvað varð til þess að piltar tóku vaxtarstökk fram úr stúlkunum frá tímabilinu 1932-1941. Heimilisaðstæður og fæðuframboð gætu haft áhrif en erfitt er að merkja hver ástæð- an hefur verið. Í öðrum Evrópulöndum hafa rannsóknir sýnt að kynþroski stúlkna hefur færst neðar í aldri, en þá var miðað við fyrstu tíðablæðingar sem færðust frá 16-17 ára frá aldamótunum 1900 niður í 13-14 ára í kringum 1930-1950.11 Ekki fundust neinar heimildir þess efnis um pilta en ætla má að kynþroski þeirra hafi einnig færst neðar í aldri. Hæð og þyngd Í hæðarmælingum Jóns á árunum 1921-1953 var marktæk hæðar- aukning í 3.-10. bekk (8-15 ára) og voru stúlkur í 6.-8. bekk (11-13 ára) marktækt hærri en jafnaldra piltar. Þetta er í samræmi við mælingar Snorra Sigfússonar á Akureyri árin 1931-1940 þar sem 11-13 ára stúlkur voru hærri en jafnaldra piltar.12 Einnig kom í ljós að meðalhæð og þyngd fóru hækkandi bæði eftir aldri, og á milli ára, eins og í mælingum Jóns. Í mælingum frá Miðbæjarskólan- um í Reykjavík á árunum 1930-193113 voru piltar orðnir hærri en stúlkur við 13 ára aldur en stúlkurnar voru þyngri, sem svipar til þyngdarmælinga Jóns þar sem stúlkur í 7.-8. bekk (12-13 ára) voru marktækt þyngri en jafnaldra piltar. Eins voru stúlkur á Akur- eyri á aldrinum 11-14 ára í flestum tilvikum þyngri en jafnaldra piltar á árunum 1931-1940.12 Börn og unglingar skólaárið 2018-2019 Mynd 7. Fyrri andrýmdarmæling (haust) hjá börnum í 2.-10. bekk án leiðréttingar fyrir hæð og þyngd. Punktarnir merkja meðaltal hvers tímabils (5-6 ára tímabil 1912–1952, ein mæling 2018–2019) og lóðréttu línurnar 95% öryggismörk.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.