Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 281 R A N N S Ó K N Mynd 1. Gripstyrksmælir samskonar og notaður var í mælingum Jóns Þ. Björnssonar (mynd úr einkasafni). Mælirinn var fenginn að láni á Heil- brigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki og notaður í mælingum barna og unglinga á Sauðárkróki og í Varmahlíð skólaárið 2018-2019. Andrýmd Þátttakandi stóð og fékk nefklemmu sem lokaði báðum nösum. Þátttakandi andaði eins djúpt að sér og hann gat og blés frá sér í munnstykki (Medikro Oy, Kuopio, Finnland) sem var snúrutengt við tölvu (Lenovo Ideapad Yoga 13, Singapore) og mældi magn útöndunarlofts í millilítrum (mL). Í mælingum Jóns var notaður andrýmdarmælir sem voru tveir samsettir sívalir dunkar þar sem efri dunkurinn hvolfdist ofan í þann neðri. Vatn var í neðri dunkn- um og mjúk slanga kom upp úr efri dunknum sem blásið var í af öllu afli og þá lyftist efri dunkurinn, á honum var mælistika sem sýndi magn útöndunarlofts í mL. Tölfræði Við úrvinnslu gagna var tölfræðiforritið Jamovi (1.0.8.0) notað. Gröf voru gerð í Excel. Við samanburð á mælingum Jóns við mæl- ingahluta rannsóknarinnar var mælingum Jóns skipt upp í átta 5 ára og eitt 6 ára tímabil og notuð var dreifnigreining (ANOVA) við samanburðinn. Samdreifnigreining (ANCOVA) var notuð til að leiðrétta fyrir hæð og þyngd í gripstyrks-, brjóstvíddar- og and- rýmdarmælingum. Tukey-eftirpróf var notað til að kanna mark- tæki á milli tímabila. Mælingar voru skilgreindar martækar þegar p<0,05. Ef færri en 10 einstaklingar voru mældir yfir heilt tímabil (5 ár) var tímabilið tekið út. Niðurstöður Í mælingum Jóns voru 937 börn mæld yfir tímabilið 1912-1953, 475 stúlkur og 462 piltar. Í mælingarhluta rannsóknarinnar voru 395 börn mæld á haustmisseri, 202 stúlkur og 193 piltar, og 398 börn á vormisseri, 203 stúlkur og 195 piltar. Niðurstöður haust- og vor- mælinga sýndu samskonar niðurstöður og því verða aðeins niður- stöður haustmælinga kynntar. Hæð Í hæðarmælingum (mynd 2) sást marktæk hæðaraukning yfir tímabilið 1912-1952 í 3.-10. bekk hjá báðum kynjum (p<0,001-0,028). Börn skólaárið 2018-2019 voru marktækt hærri en jafnaldrar þeirra voru í 2.-10. bekk (p<0,001-0,029) og voru stúlkur marktækt hærri en piltar í 6.-8. bekk (p=0,008-0,033). Víxlhrif voru til staðar í 9. bekk (p=0,039). Þyngd Í þyngdarmælingum (mynd 3) sást marktæk þyngdaraukning yfir tímabilið 1912-1952 í 5.-9. bekk hjá báðum kynjum (p<0,001). Börn Mynd 2. Fyrri hæðarmæling (haust) hjá börnum í 2.-10. bekk. Punktarnir merkja meðaltal hvers tímabils (5-6 ára tímabil 1912–1952, ein mæling 2018-2019) og lóðréttu línurnar 95% öryggismörk (Confidence Interval).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.