Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 27
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 295 R A N N S Ó K N en í sænsku rannsókninni og fjórum til fimm sinnum hærra en algengi ADHD meðal fullorðinna í almennu þýði sem er talið vera 4-5%.26 Þó ber að hafa í huga að algengi ADHD er hærra í almennu þýði á Íslandi en í Svíþjóð, sem gæti að einhverju leyti skýrt þenn- an mun á milli landanna.27 Forstigseinkenni geðklofa og annarra geðrofssjúkdóma, eins og framtaksleysi, einbeitingarleysi, skert framkvæmdastýring og önnur neikvæð og vitræn einkenni, minna um margt á ADHD-einkenni. Einnig eru ADHD-einkenni algeng meðal þeirra sem síðar fá geðklofa.28 Því má vera að hluti rannsóknarúrtaksins hafi verið greindur með ADHD á grunni for- stigseinkenna geðrofssjúkdóma en erfitt er að slá einhverju föstu um það þar sem aldur við ADHD-greiningu var ekki aðgengilegur í þessari rannsókn. Við útskrift af Laugarásnum hafði nær helmingur þjónustuþega framfærslu af örorkubótum og um 70% framfærslu af örorkubótum eða endurhæfingarlífeyri. Til samanburðar var hlutfall örorku meðal Íslendinga á aldrinum 18-64 ára 5,4% árið 2017, en eins og á Laugarásnum hækkaði hlutfall þeirra sem höfðu framfærslu af ör- orkubótum með aldrinum.29 Hlutfall þeirra sem höfðu framfærslu af örorkubótum hækkaði eftir því sem þjónustuþegar voru lengur í endurhæfingu og var hlutfallið 90% meðal þeirra sem voru 5 ár eða lengur í endurhæfingu. Meðal skýringa sem kunna að vera á því er að endurhæfingarlífeyrir er veittur að hámarki í þrjú ár.30 Þó er einnig líklegt að lengri tími í endurhæfingu endurspegli alvar- legri sjúkdómseinkenni sem erlendar rannsóknir hafa sýnt að tengist minni atvinnuþátttöku og hærri tíðni örorku meðal einstak- Tafla V. Niðurstöður úr einþátta og fjölþátta tvíkosta aðhvarfsgreiningu sem kannaði áhrif skýribreyta á þátttöku þjónustuþega í vinnu eða námi við útskrift án þess að hafa framfærslu af örorkubótum. Þátttaka í vinnu eða námi við útskrift og ekki framfærsla af örorkubótum SKÝRIBREYTUR Óleiðrétt gagnlíkindahlutfall (%95 öryggisbil) Leiðrétt gagnlíkindahlutfall (95% öryggisbil) Aukinn fjöldi ára í endurhæfingu 0,77( 0,63-0,94) 0,84 (0,61-1,13) Ekki með geðrofssjúkdóm 3,51 (1,34 - 9,48) 2,51 (0,86-7,3) Aðrir geðrofssjúkdómar (F12.5, F12.7, F21- F29) 2,92 (1,34-6,40) 3,23 (1,36-7,89) Geðklofi (F20) 0,19 (0,09-0,41) 0,18 (0,07-0,43) Með tvígreiningu (F10-F19 & F20-F29) 0,38 (0,14-0,91) 0,42 (0,15-1,02) ADHD (F90.0) 0,55 (0,19-1,40) 0,68 (0,23-1,79) Einhverfurófsröskun (F84.0-F84.9) 0,50 (0,07-2,04) 0,63 (0,09-2,66) Hefur einhvern tímann verið á clozapine 0,20 (0,04-0,60) 0,20 (0,04-0,70) Clozapine við útskrift 0,37 (0,08-1,18) 0,43 (0,08-1,84) Forðalyf við útskrift 0,23 (0,07-0,58) 0,21 (0,05-0,58) Saga um fíkniheilkenni af völdum kannabisefna (F12.2) 0,48 (0,22-1,01) 0,47 (0,19-1,12) Saga um kannabisneyslu 0,30 (0,14-0,63) 0,24 (0,09-0,58) Með neyslugreiningu við útskrift (F10-F19) 0,50 (0,21-1,12) 0,48 (0,17-1,26) Aldur við útskrift 0,89 (0,80-0,98) 0,92 (0,80-1,06) Kyn (Konur) 1,89 (0,88-4,02) - Þjóðerni (Ísland) 0,30 (0,06-1,41) - Sjálfstæð búseta 0,86 (0,42-1,78) 0,73 (0,21-2,41) Búseta hjá fjölskyldu 2,99 (1,44-6,33) 3,58 (1,13-12,26) Sértækt búsetuúrræði 0,16 (0,01-0,85) 0,33 (0,02-2,35) Hjúskapur (í sambandi) 3,02 (1,33-7,13) 3,37 (1,16-10,32) Stúdentspróf 3,76 (1,77-8,16) 4,89 (1,88-13,62) Reynsla af fastri atvinnu 2,14 (0,91-5,52) 4,82 (1,35-20,08) Atvinnuþátttaka fyrir LMG* 3,83 (1,71-8,69) 4,06 (1,51-11,46) Atvinnuþátttaka meðan á endurhæfingu stóð 8,94 (3,29-31,50) 13,93 (3,85-63,89) Nám meðan á endurhæfingu stóð 2,33 (1,13-4,91) 2,31 (0,84-6,55) IPS náms- og starfsendurhæfing 1,70 (0,83-3,53) 3,07 (1,05-9,71) Hærri líkamsþyngdarstuðull við útskrift 0,98 (0,92-1,04) 1,01 (0,93-1,09) Offita (BMI >30 kg/m2) 0,64 (0,26-1,53) 0,90 (0,28-2,86) Tölfræðilega marktækar niðurstöður (p<0,05) eru feitletraðar. Breytuheiti eru feitletruð ef breytan hafði marktæk áhrif annaðhvort í einþátta eða fjölþátta greiningu. *Laugarásinn meðferðargeðdeild

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.