Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 299 R A N N S Ó K N Þórdís Magnadóttir1 læknir Leon Arnar Heitmann2 læknanemi Tinna Harper Arnardóttir1 læknir Tómas Þór Kristjánsson1 læknir Per Martin Silverborn1 læknir Martin Ingi Sigurðsson2,3 læknir Tómas Guðbjartsson1,2 læknir 1Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Frumkomið sjálfsprottið loftbrjóst er algengur sjúkdómur þar sem skurðaðgerð er beitt við viðvarandi loftleka eða endurteknu loftbrjósti. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur þessara skurðaðgerða á Íslandi á 28 ára tímabili. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn rannsókn á 386 sjúklingum (miðgildi aldurs 24 ár, 78% karlar) sem gengust undir 430 aðgerðir á Landspítala 1991-2018. Sjúklingaþýðinu var skipt í fjögur 7 ára tímabil og þau borin saman. Árlegt nýgengi aðgerða var reiknað og upplýsingum safnað úr sjúkraskrám um fyrra heilsufar, ábendingu, tegund aðgerðar, fylgikvilla og legutíma eftir aðgerð. Aðgerðir vegna endurtekins loftbrjósts voru skráðar og forspárþættir þeirra metnir með aðhvarfsgreiningu. NIÐURSTÖÐUR Árlegur aðgerðafjöldi á tímabilinu var 14,5 (miðgildi, bil 9-27) og lækkaði nýgengi aðgerða um 2,9% á ári (p=0,004). Tæpur helmingur (49%) sjúklinga reyktu fram að aðgerð og 77% aðgerðanna voru gerðar með brjóstholssjá. Helstu fylgikvillar eftir aðgerð voru viðvarandi loftleki (17%), lungnabólga (2%) og fleiðruholssýking (0,5%) en enginn lést innan 30 daga frá aðgerð. Tuttugu og sjö sjúklingar (6%) þurftu enduraðgerð vegna endurtekins loftbrjósts, að meðaltali 16 mánuðum frá upphaflegu aðgerðinni, þar af 24 (7%) eftir brjóstholssjáraðgerð. Aðhvarfsgreining sýndi að yngri sjúklingar voru líklegri til að gangast undir aðgerð vegna endurtekins loftbrjósts. ÁLYKTANIR Skurðaðgerð vegna frumkomins sjálfsprottins loftbrjósts er örugg meðferð og alvarlegir skammtímafylgikvillar sjaldgæfir. Líkt og erlendis greinast um 6% sjúklinga með endurtekið loftbrjóst sem krefst endurtekinnar skurðaðgerðar. Nýgengi aðgerða af óþekktum orsökum hefur lækkað en benda má á að tíðni reykinga hérlendis hefur lækkað verulega á rannsóknartímabilinu. Árangur skurðaðgerða við frumkomnu sjálfsprottnu loftbrjósti á Íslandi Inngangur Þegar loft safnast fyrir í fleiðruholi jafnast neikvæður þrýstingur í því út en hann heldur lunganu útþöndu. Við þetta getur lung- að fallið saman sem skerðir starfsemi þess. Loftbrjóst er oftast sjálfsprottið og frumkomið (primary), en sjálfsprottið loftbrjóst getur einnig tengst lungnasjúkdómum eins og lungnaþembu, lungnatrefjun eða lungnakrabbameini (secondary spontaneous pneumothorax). Loks getur loftbrjóst orðið vegna áverka eða læknis- aðgerða, en mun sjaldnar eftir sýkingu í fleiðruholi.1 Frumkomið sjálfsprottið loftbrjóst er tiltölulega algengur sjúk- dómur en samkvæmt eldri rannsóknum erlendis mældist árlegt aldurstaðlað nýgengi á bilinu 7,4 til 18 /100.000 fyrir karla og 1,2 til 6 hjá konum.1-4 Orsökina má rekja til rofs á litlum blöðrum sem eru í um 90% tilvika staðsettar á toppi efri lungnablaða.5,6 Það greinist oftast hjá sjúklingum á bilinu 18-34 ára og er tíðnin hærri hjá þeim sem eru hávaxnir, en einnig þeim sem reykja eða hafa fjölskyldu- sögu um loftbrjóst.3,6-10 Meðferð miðast við einkenni og stærð loftbrjóstsins, en einnig hvort loftleki sé viðvarandi eða loftbrjóstið endurtekið.11 Við lítið loftbrjóst (<20% samfall, <4 cm við lungnatopp) er yfirleitt aðeins beitt stuðningsmeðferð, en brjóstholskera komið fyrir við stærra loftbrjóst (>4 cm við lungnatopp), enda valda slík loftbrjóst oftar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.