Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 23
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 291 R A N N S Ó K N með T-prófi. Fyrir samanburð á meðal líkamsþyngdarstuðli og meðallíkamsþyngd var framkvæmt parað T-próf. Flokkabreytum var lýst með hlutföllum og voru þær almennt bornar saman með kí-kvaðrat prófi en Fisher-prófi ef einhver samanburðarstærð var minni en fimm. Við myndræna framsetningu var námundað í einn aukastaf þegar hlutföll voru sett fram, og því voru saman- lagðar prósentur ekki alltaf nákvæmlega hundrað. Tvíkosta aðhvarfsgreining (logistic regression) var framkvæmd til að kanna hvaða breytur hefðu forspárgildi um þátttöku í vinnu eða námi án framfærslu af örorkubótum að endurhæfingu lokinni. Framkvæmd var bæði einþátta og fjölþátta tvíkosta aðhvarfsgrein- ing. Fyrir fjölþátta greininguna voru borin kennsl á gruggunar- þætti (confounding factors) með lagskiptingu, en einnig var litið til þeirra þátta sem rannsóknir18 hafa sýnt að tengist bæði svarbreyt- um og skýribreytum. Þeir þættir sem teknir voru til greina sem gruggunarþættir þegar við átti voru: aldur, kyn, þjóðerni, hjú- skaparstaða, stúdentspróf eða frekari menntun, atvinnuþátttaka fyrir endurhæfingu, geðklofagreining, saga um kannabisneyslu, fjöldi ára í endurhæfingu á Laugarásnum og forðalyfjanotkun. Allar breytur voru leiðréttar fyrir kyni og þjóðerni í fjölþátta greiningunni, en þeir þættir tengdust öllum skýribreytum með einum eða öðrum hætti. Öll tilskilin leyfi lágu fyrir áður en rannsóknin hófst. Sótt var um og fengin leyfi frá vísindarannsóknanefnd heilbrigðisrann- sókna á Landspítala og Vísindasiðanefnd. Niðurstöður Yfirlit yfir lýðfræðilega þætti og félagslega stöðu þjónustuþega við upphaf og lok meðferðar á Laugarásnum er að finna í töflu I. Við innritun á Laugarásinn var meðalaldur þjónustuþega 23,4 ár, meirihlutinn var einhleypur og bjó hjá fjölskyldu. Marktækur munur (p<0,01) var á fjölda þjónustuþega eftir kynjum og voru karlar í meirihluta, eða 70% þjónustuþega. Innan við þriðjungur var með stúdentspróf við innritun á Laugarásinn en tæplega helm- ingur kvenna hafði lokið stúdentsprófi samanborið við tæplega fjórðung karla (p<0,01). Þá hafði meirihluti þjónustuþega reynslu af vinnumarkaði við innritun. Meðallengd endurhæfingar var sambærileg á milli kynja og var hún rúm þrjú ár. Við útskrift var meirihluti þjónustuþega enn einhleypur en marktækt færri bjuggu hjá fjölskyldu en við innritun (p<0,01). Þjónustuþegar þyngdust að meðaltali um rúm 10 kg á meðan þeir voru innritaðir á Laugarás- inn (p<0,01). Meðal líkamsþyngdarstuðull hækkaði marktækt úr 26,8 kg/m2 við innritun á Laugarásinn í 29,8 kg/m2 við útskrift, (p<0,01). Tafla II sýnir aðalgreiningar þjónustuþega við útskrift og yfirlit yfir vímuefnaneyslu þjónustuþega. Meirihluti þjónustuþega var með geðrofsgreiningu við útskrift og var algengasta aðalgrein- ingin geðklofi. Tæpur þriðjungur þjónustuþega var með neyslu- greiningu við útskrift. 66% þjónustuþega hafði sögu um kannabis- neyslu og rúm 42% höfðu sögu um greiningu fíkniheilkennis af völdum kannabisefna. Ekki var marktækur munur á neinum greiningum milli kynja. Algengi ADHD og raskana á einhverfurófi var einnig kannað. Tæplega fimmtungur þjónustuþega (n=29) var með ADHD-grein- ingu og 7,6% (n=11) með greiningu einhverfurófsröskunar. Tæp 25% karlkyns þjónustuþega voru með ADHD-greiningu (n=25) og 10% karlkyns þjónustuþega (n=10) með greiningu einhverfurófs- röskunar. Til samanburðar var algengi ADHD-greiningar meðal kvenna tæp 10% (n=4) og ein kona hafði greiningu einhverfurófs- röskunar. Marktækur munur var á ADHD-greiningu eftir kynjum (p=0,04) en ómarktækur munur á greiningu raskana á einhverfu- rófi. Mynd 2A og 2B sýna framfærslu þjónustuþega við innritun á Laugarásinn og við útskrift. Nær helmingur allra hafði framfærslu af örorkubótum, fimmtungur hafði framfærslu af endurhæf- ingarlífeyri og 30% höfðu aðra framfærslu við útskrift. Marktæk aukning (p<0,01) varð á hlutfalli þjónustuþega sem þáðu örorku- bætur en hlutfallið fór úr 6,9% við innskrift í 48,6% við útskrift. Þá var bæði marktækur munur á framfærslu þjónustuþega við út- skrift eftir hærri aldri (p<0,01) og eftir auknum fjölda ára í endur- hæfingu á Laugarásnum (p<0,01) (mynd 2C og 2D). Í töflu III má sjá að við útskrift af Laugarásnum var hlutfall at- vinnulausra 62,5%, samanborið við 76,4% við innskrift og var munurinn á mörkum þess að vera marktækur (p=0,05). Meirihluti þjónustuþega var í vinnu eða námi samhliða endurhæfingunni á Tafla II. Aðalgreiningar og vímuefnaneysla þjónustuþega við útskrift. Fjöldi (%). Karlar (n=101) Konur (n=43) Alls (n=144) Aðalgreiningar Geðklofi (F20) 65 (64,4) 21 (48,8) 86 (59,7) Aðrir geðrofssjúdómar (F21-F29) 23 (22,8) 11 (25,6) 34 (23,6) Geðhvörf (F31.0-F31.9) 3 (3,0) 5 (11,6) 8 (5,6) Neyslutengt geðrof (F12.5, F12.7) 2 (2,0) 2 (4,7) 4 (2,8) Þunglyndi (F33.0) 3 (3,0) 1 (2,3) 4 (2,8) Kvíðaraskanir (F40-F48) 4 (4,0) 0 (0,0) 4 (2,8) Persónuleikaraskanir (F60-F69) 1 (1,0) 3 (7,0) 4 (2,8) Vímuefnaneysla Með neyslugreiningu (F10-F19) 34 (33,7) 10 (23,3) 44 (30,6) Einnig með geðrofsgreiningu 33 (97,0) 8 (80,0) 41 (93,2) Saga um fíkniheilkenni af völdum kannabisefna (F12.2) 47 (46,5) 14 (32,6) 61 (42,4) Saga um kannabisneyslu 71 (70,3) 24 (55,8) 95 (66,0) ICD-10 kóðar greininga eru í sviga fyrir aftan íslensk heiti þeirra.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.