Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 26
294 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N Tafla IV. Upplýsingar um þjónustuþega eftir því hvort þeir voru í vinnu eða námi án framfærslu af örorku við útskrift eða ekki. Í vinnu eða námi við útskrift og fá ekki örorkubætur Já (n=43) Nei (n=101) p-gildi Tímalengd endurhæfingar á Laugarásnum Meðaltal (staðalfrávik) Meðaltal (staðalfrávik) Fjöldi ára í endurhæfingu 2,52 (1,65) 3,46 (2,10) p<0,01a Lýðfræðilegir þættir Fjöldi (%) Fjöldi (%) Aldur við útskrift 25,6 (3,77) 27,1 (3,66) p=0,02 Kyn (konur) 17 (39,5) 26 (25,7) p=0,15 Þjóðerni (Ísland) 39 (90,7) 98 (97,0) p=0,23 Hjúskapur (í sambandi) 15 (34,9) 15 (14,9) p=0,01 Búseta við útskrift Sjálfstæð búseta 18 (41,9) 45 (44,6) p=0,83 Hjá fjölskyldu 24 (55,8) 30 (29,7) p<0,01 Sértækt búsetuúrræði 1 (2,3) 13 (12,9) p=0,06 Stúdentspróf 22 (51,2) 22 (21,8) p<0,01 Reynsla af fastri atvinnu 30 (69,8) 56 (55,4) p=0,14 Atvinnuþátttaka fyrir innritun 18 (41,9) 16 (15,8) p<0,01 Greiningar Geðklofi (F20) 14 (32,6) 72 (71,3) p<0,01 Aðrir geðrofssjúkdómar (F12.5, F12.7, F21-F29) 18 (41,9) 20 (19,8) p=0,01 Ekki með geðrofssjúkdóm 11 (25,6) 9 (8,9) p=0,02 Með tvígreiningu (F10-F19 & F20-F29) 7 (16,3) 34 (33,7) p=0,06 Lyfjagjöf Hefur einhvern tímann verið á clozapine 3 (7,0) 28 (27,7) p=0,01 Clozapine við útskrift 3 (7,0) 17 (16,8) p=0,19 Forðalyf við útskrift 5 (11,6) 37 (36,6) p< 0,01 Vímuefnaneysla Saga um fíkniheilkenni af völdum kannabisefna 13 (30,2) 48 (47,5) p=0,08 Saga um kannabisneyslu 20 (46,5) 75 (74,3) p<0,01 Með neyslugreiningu við útskrift (F10-F19) 9 (20,9) 35 (34,7) p=0,15 Náms- og starfsendurhæfing á Laugarásnum Atvinnuþátttaka meðan á endurhæfingu stóð 38 (88,4) 51 (50,5) p<0,01 Nám meðan á endurhæfingu stóð 26 (60,5) 40 (39,6) p=0,03 IPS-náms- og starfsendurhæfing 24 (55,8) 43 (42,6) p=0,20 Líkamsþyngdarstuðull BMI við útskrift – meðaltal (staðalfrávik) 29,01 (7,26) 29,95 (6,88) p=0,55a Offita við útskrift (BMI >30 kg/m2) Fjöldi (%) 10 (23,3) 32 (31,7) p=0,59 Marktækni miðast við p<0,05 og eru marktækar niðurstöður feitletraðar. Breytur eru bornar saman með kí-kvaðrat prófi nema annað sé tekið fram. aT-próf. sókn á þjónustuþegum snemmíhlutunarúrræðis 37,8%22. Í kanad- ískri rannsókn á ungu fólki í fyrsta geðrofi var hlutfall þeirra sem höfðu sögu um einhverja kannabisneyslu, tæp 60% af 183 manna rannsóknarúrtaki, sem er nokkuð nærri hlutfallinu í þessari rann- sókn.23 Há tíðni ADHD og greininga raskana á einhverfurófi í rann- sóknarúrtakinu vakti athygli en þekkt er að ákveðnar genastökk- breytingar geti verið sameiginlegar meðal ADHD, geðklofa og einhverfurófsraskana.24 Í Svíþjóð var algengi ADHD 8,1% og ein- hverfurófsraskana 5% meðal 16-25 ára einstaklinga sem voru inn- lagðir á geðdeildir vegna fyrsta geðrofs árin 2007-2011.24 Algengi einhverfurófsgreininga meðal íslenskra barna var 1,2% árið 2013. Algengið var hærra meðal drengja (1,7%) en stúlkna (0,6%).25 Af þessu að dæma var algengi einhverfu í rannsóknarúrtaki þessarar rannsóknar nær 10 sinnum hærra meðal karlkyns þjónustuþega en karla í almennu þýði. Þó virtist kynjamismunur einhverfurófs- greininga á Laugarásnum endurspegla vel muninn í íslensku þýði almennt. Algengi ADHD í þessari rannsókn var 20,1%, mun hærra

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.