Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 32
300 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N verulegum einkennum.12 Ef loftleki er viðvarandi (>72-96 klukku- stundir) er oftast gripið til skurðaðgerðar, og sama á við þegar um endurtekið loftbrjóst er að ræða sömu megin. Hjá sjúklingum sem greinast samtímis með loftbrjóst beggja vegna, eða hjá þeim sem starfa sem flugmenn eða kafarar, er stundum beitt skurðað- gerð strax við fyrsta loftbrjósti, enda eru þeir í aukinni hættu á endurteknu loftbrjósti vegna þrýstingsbreytinga í vinnuumhverfi sínu.7,13,14 Í dag eru skurðaðgerðir við frumkomnu sjálfsprottnu loftbrjósti nær alltaf gerðar með brjóstholssjá (video assisted thoracoscopic sur- gery, VATS) sem hefur nánast leyst af hólmi aðgerðir í gegnum hefðbundinn brjóstholsskurð (thoracotomy).12 Í bæði brjóstholssjár- og opinni aðgerð eru leku blöðrurnar á lungnatoppi fjarlægðar með fleygskurði, fleiðran á brjóstveggnum oftast röspuð með sandpappír eða grisju (mechanical pleurodesis) og jafnvel gert hluta- brottnám á henni efst. Í erfiðari tilfellum, eins og við síendurtekin loftbrjóst, kemur jafnframt til greina að beita fleiðrulímingu með mepacríni, doxycyklíni eða talkúmi (chemical pleurodesis). Árangur aðgerða við loftbrjósti hefur áður verið rannsakaður á Íslandi og birtust niðurstöður í Læknablaðinu 1986 og 2007.15,16 Fyrri rannsóknin tók þó aðeins til opinna aðgerða og sú síðari náði að- eins til takmarkaðs fjölda brjóstholsaðgerða sem þá voru að ryðja sér til rúms. Markmið þessarar rannsóknar var því að kanna árangur skurð- aðgerða við frumkomnu sjálfsprottnu loftbrjósti á Landspítala á 28 ára tímabili með áherslu á tíðni aðgerða, ábendingar, skammtíma fylgikvilla og tíðni aðgerða vegna endurtekins loftbrjósts. Efniviður og aðferðir Áður en rannsóknin hófst lágu fyrir leyfi frá siðanefnd heilbrigðis- rannsókna á Landspítala og Vísindarannsóknarnefnd Landspítala (22/2019). Sjúklingar Rannsóknin var afturskyggn og náði til 386 sjúklinga sem geng- ust undir 430 aðgerðir vegna frumkomins sjálfsprottins loftbrjósts á Landspítala frá 1. janúar 1991 til 31. desember 2018. Hluti sjúk- lingaþýðisins var einnig með í þeim tveimur eldri rannsóknum á loftbrjósti sem birtust í Læknablaðinu og nefndar voru áður. Ekki voru teknir með í rannsóknina sjúklingar með sjálfsprottið loft- brjóst sem rekja mátti til undirliggjandi lungnasjúkdóms, áverka, lungnaskurðaðgerða vegna annarra sjúkdóma, sýkinga eða tíða- loftbrjósts. Listi yfir sjúklinga var fenginn frá sjúklingabókhaldi Landspít- ala og var leitað eftir aðgerðakóðum fyrir fleygskurð á lunga og brottnámi á hluta lunga, bæði með opinni tækni og brjóstholssjá. Til þess að tryggja að allir sjúklingar væru teknir með í rannsókn- ina var einnig leitað að sjúklingum sem gengust undir fleiðru- ertingu eða þar sem hluti fleiðru hafði verið fjarlægður. Loks var leitað eftir kóðum í greiningaskrá Landspítala að greiningunum loftbrjósti og sjálfsprottnu loftbrjósti. Skráðar breytur Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám, meðal annars úr aðgerða- lýsingum og svæfingaskýrslum. Í rafrænan gagnagrunn voru skráðar upplýsingar um bakgrunnsþætti sjúklinga: aldur, kyn, reykingasögu og fyrra heilsufar, meðal annars aðra undirliggjandi sjúkdóma. Einnig var skráð hvort um hægra eða vinstra loftbrjóst var að ræða og hvort einkenni um þrýstiloftbrjóst væru til staðar. Ábendingar aðgerðar voru skráðar, aðgerðartími í mínútum og hvað gert var í aðgerðinni. Einnig var farið yfir alla snemmkomna fylgikvilla eftir aðgerð (<30 daga frá aðgerð), legutíma í heilum dögum og 30 daga dánartíðni. Viðvarandi loftleki var skilgreindur sem loftleki sem varði lengur en 96 klukkustundir frá aðgerð. Loks var sérstaklega litið til sjúklinga sem greindust með endurtekið loftbrjóst sömu megin, það er loftbrjóst sem greindist >30 daga frá upphaflegu aðgerðinni og krafðist síðkominnar endurtekinn- ar skurðaðgerðar. Sjúklingaþýðinu var skipt í fjögur 7 ára tímabil sem voru borin saman. Framkvæmd skurðaðgerðar og eftirlit Aðgerðin var alltaf gerð í svæfingu, oftast í gegnum brjósthols- skurð fyrir 2005, en eftir það með aðstoð brjóstholssjár (VATS) í 89% tilfella. Lungað var fellt saman í aðgerðinni með tvöfaldri berkjurennu og lungnablöðrur sem ollu lekanum fjarlægðar með fleygskurði á lunga. Auk þess var oftast beitt fleiðruertingu með sandpappír eða grisju og frá árinu 2005 framkvæmt að auki hluta- 1991-2018 1991-1997 1998-2004 2005-2011 2012-2018 Aldur 24 (19,32) 25 (21,31) 24 (19,32) 23 (18,32) 21 (19,32) Þyngd, kg* 68 ± 11 67 ± 11 69 ± 11 67 ± 12 69 ± 10 Hæð, cm** 181 ± 8 181 ± 8 180 ± 7 181 ± 10 181 ± 8 LÞS, cm/kg2 21 ± 3 21 ± 2 21 ± 3 21 ± 3 21 ± 3 Reykt fram að aðgerð 188 (49) 56 (50) 43 (49) 54 (52) 35 (42) Reykingasaga 253 (66) 79 (71) 58 (66) 62 (60) 54 (65) Staðsetning loftbrjósts Hægri 194 (50) 50 (45) 42 (48) 53 (51) 49 (59) Vinstri 191 (49) 62 (55) 45 (51) 50 (49) 34 (41) *Upplýsingar um þyngd vantaði hjá 23 sjúklingum. **Upplýsingar um hæð vantaði hjá 57 sjúklingum. LÞS, líkamsþyngdarstuðull. Tafla I. Upplýsingar um sjúklinga. Fjöldi (%), meðaltal ± staðalfrávik eða miðgildi (bil).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.