Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 48
316 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Eins og áður hefur komið fram í Lækna- blaðinu hefur Læknafélag Íslands (LÍ) gert spálíkan um mannaflaþörf lækna til ársins 2040. Í þessari grein verður sjónum beint að mönnunarstöðu lækna á landsbyggðinni. Öflug heilsugæsla í nærumhverfi er sjálfsagður réttur allra íbúa landsins og mikilvægur liður í byggðaþróun. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðun- ar, Heilsugæsla á landsbyggðinni1 frá árinu 2018 kom meðal annars fram að grípa verði til markvissra aðgerða til að bregð- ast við læknaskorti á landsbyggðinni og áhersla lögð á mikilvægi þess að sett verði fram heildstæð heilbrigðisstefna samhliða því. Samkvæmt upplýsingum frá forstjór- um heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni um fjölda stöðugilda, heimilislækna, annarra lækna og fjölda verktaka árið 2021,2 eru einungis 55% stöðugilda lækna (59,45 fastráðnir af 106,3 stöðugildum) á landsbyggðinni mönnuð af fastráðnum heimilislæknum og öðrum læknum en verktakar manna 26% stöðugilda (27,4 stöðugilda af 106,3 stöðugildum). Það kemur einnig fram að það vanti lækna í um 19% stöðugilda (20,45 stöðu- gildi af 106,3 stöðugildum). Á næstu 5 árum fara um 20 af 64 fastráðnum læknum á eftirlaun, eða um 24%, en ef litið er til næstu 10 ára verða um 32 fastráðnir lækn- ar komnir á eftirlaun, eða um 33%. Ljóst er að ef ekkert er gert mun staðan á landsbyggðinni versna þar sem endurnýjunin er ekki nægjan- leg. Tölurnar varpa ljósi á hve illa heilbrigðisstofnunum gengur að ráða til sín lækna með fasta búsetu á staðnum þar sem heilbrigðisstofnanir þurfa í síauknum mæli að ráða til sín lækna í verktöku. Læknishéruð þar sem einn læknir sinnir dagvinnu eru 14 talsins. Þau eru: • Blönduós • Búðardalur • Djúpivogur • Grundarfjörður • Hólmavík • Kópasker/Raufarhöfn/Þórshöfn • Neskaupsstaður, heilsugæsla • Ólafsvík • Patreksfjörður • Seyðisfjörður • Stykkishólmur • Vík í Mýrdal • Vopnafjörður • Þorlákshöfn Í þessum læknishéruðum eru um 9 verk- takar og 5 fastráðnir. Ef fram fer sem horfir á næstu 5 árum verða þrír fast- ráðnir læknar eftir í þessum héruðum. Heilbrigðisþjónustan þarna byggir því í auknum mæli á tímabundinni verktöku og má lítið út af bera. Nú hafa landamærin verið opnuð á ný og ferðaþjónustan hefur tekið við sér. Nýjustu spár gera ráð fyrir að fjöldi ferða- manna á Íslandi í ár verði á bilinu 1,4-1,5 milljónir. Stór hluti ferðamanna ferðast út fyrir höfuðborgarsvæðið og um leið fjölgar þeim sem leita sér heilbrigðisþjón- ustu á landinu öllu. Það tekur meiri tíma að sinna erlendum ferðamönnum þar sem þeir eru oftar en ekki með sértækari þarfir en heimamenn, sem eykur um leið álagið á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Fjármögnun heilsugæslu á landsbyggð- inni hefur ekki aukist í takt við þessa vax- andi þjónustuþörf og flækjustig. LÍ kallar eftir framtíðarsýn varðandi mönnun læknisþjónustu á landsbyggð- inni, en rík ástæða er til að hafa áhyggjur af þróuninni næstu árin. Heilbrigðis- yfirvöld verða að tryggja að læknisstörf á landsbyggðinni séu samkeppnishæf, vinnuskilyrði verða að vera góð og laun í takt við álag, bindingu og ábyrgð. Gæta þarf þess að hvatar séu til staðar svo læknar kjósi að starfa á landsbyggð- inni. Heilbrigðiskerfið verður að geta staðið undir og sinnt hlutverki í nærumhverfi sínu, enda er góð og örugg heilbrigðisþjónusta ein af lykilforsendum búsetu í dreifðari byggðum landsins sem og í þétt- býli. Heimildir 1. Heilsugæsla á landsbyggðinni. Skýrsla til Alþingis. Ríkisendurskoðun Apríl 2018. Heilsugaesla_a_landsbyggdinni.pdf - maí 2022. 2. Fulltrúar LÍ í vinnuhópi um bókun 7 skv. kjarasamningi LÍ og fjármála- og efnahagsráð herra sem undirritaður var 7. desember 2020. Ingvar Freyr Ingvarsson hagfræðingur Læknafélags Íslands ingvar@lis.is Mönnun lækna á landsbyggðinni Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir formaður Læknafélags Íslands steinunn@lis.is F R Á L Æ K N A F É L A G I Í S L A N D S Súsanna Björg Ástvaldsdóttir læknir á Ísafirði susanna.astvaldsdottir@hvest.is

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.