Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 44
312 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L Unnur Steina Björnsdóttir er astma- og ofnæmislæknir, klínískur ónæmisfræðingur og forstöðulæknir fyrir sérhæfða astmamóttöku (SAM) á deild A3 á Landspítala í Fossvogi og rekur stofu í Læknasetrinu í Mjódd ■ ■ ■ Olga Björt Þórðardóttir „Vil sjá fleiri velja þessa sérgrein“ Ofnæmis-, astma- og ónæmissjúkdóm- ar eru meðal algengustu sjúkdóma á Vesturlöndum. Unnur Steina segir að bylting hafi orðið í meðferð sjúklinganna. „Þetta eru gríðarlegir spennandi tímar í læknavísindunum og okkur óraði ekki fyrir þessum möguleikum fyrir nokkrum árum. Skilningur á ónæmisfræði sem liggur að baki tilurð þessara lyfja hefur gert það að verkum að mjög sérhæfð með- ferð hefur orðið til sem beinist að tiltekn- um skotmörkum í ónæmisferlinu.“ Mikil gleði fylgi starfinu þar sem sjúklingarnir segist hafa fengið nýtt líf. Um 300 manns eru í líftæknimeðferð við astma núna og ástríðan skín úr aug- um Unnar Steinu þegar hún útskýrir hvernig hægt er að meðhöndla vel sjúk- dóma með því að þekkja ónæmisfræðina á bakvið astmann. „Það líkist stundum kraftaverki að upplifa árangur þessar- ar meðferðar, eitthvað sem ég hélt að ég myndi aldrei upplifa því þetta var framtíðarlæknisfræði. Núna höfum við skilning á öllum ónæmisfræðiþáttum í helstu sjúkdómum og líftæknimeðferð við flestum þeirra sem slökkva á þeim og fólk fær algjörlega nýtt líf.“ Í stað þess að nota til dæmis stera sem hafa áhrif á öll helstu líffæri en einnig aukaverkanir sé líftæknimeðferð eins og leyniskytta sem staðsetur það viðtæki sem sé gallað hjá sjúklingnum og tekur það út. Auk þess eru aukaverkanir nánast óþekktar. „Það eru forréttindi að fá að stunda læknis- fræði í dag. Sjúklingarnir eru svo þakklát- ir og flestir fá verulegan bata eða læknast. Hins vegar er þessi meðferð aðeins ætluð sem viðbótarmeðferð fyrir þá sem eru í fullri lyfjameðferð við astma en eru engu að síður með slæm einkenni. Gallinn er að þessi lyf eru dýr.“ Miklar framfarir hafa átt sér stað fyrir sjúklinga með slæmt frjónæmi. Afnæmis- meðferð er ævagömul meðferð. En ný meðferð með töflum breytir svörun ónæmiskerfisins á þann hátt að grasof- næmi og birkiofnæmi getur læknast eða lagast. „Með einni töflu á dag í þrjú og hálft ár myndast þol við ofnæmis- vakanum. Hjá sjúklingum með bresti í ónæmiskerfi er möguleiki að bæta líf þeirra og fækka sýkingum með mótefna- gjöf í æð eða með heimadælu.“ Fékk starf og eiginmann í sama viðtalinu Unnur Steina fór til náms í lyflækningum til Bandaríkjanna, til Madison Wisconsin. „Þar ætlaði ég annaðhvort í lungnalækn- ingar (Steinn Jónsson smitaði mig af áhug- anum!) eða smitsjúkdóma (Sigurður Guð- mundsson hvatti mig). Á öðru ári hlustaði ég á prófessor William Busse halda erindi um ónæmisfræði og astma og ég fékk bókstaflega vitrun!“ Busse er eitt stærsta nafnið í heiminum í astmafræðum og hefur birt yfir 800 ritrýndar greinar og var einn af upphafsmönnum líftæknimeðferð- ar. „Hann varð lærifaðir minn. Busse var áhugamaður bæði um hvernig rhinovirus veldur astma-versnun en ekki síður hvaða hlutverki eosinophilar hafa að gegna í astma og þaðan kemur þessi áhugi minn á T2 bólgu.“ „Eftir þrjú ár í lyflækningum í fór ég í mörg viðtöl til að komast í undirsérgrein- ina: astma-, ofnæmis- og ónæmisfræði. Það má segja að ég hafi fengið starf og eiginmann í sama viðtalinu, því þarna kynntist ég eiginmanni mínum, Kristni Hauki Skarphéðinssyni dýravistfræðingi. Mjög praktískt!“ Þegar hún kom heim var engin staða astma- eða ofnæmislæknis laus. „Með hjálp Þorsteins Blöndal lungnalæknis og Davíðs Gíslasonar ofnæmislæknis fékk ég stöðu aðstoðaryfirlæknis berkla á Heilsu- verndarstöðinni og hóf stofurekstur í Læknasetrinu. “ Samheldinn hópur opnar miðstöð á Höfða „Samhliða starfi mínu sem forstöðulækn- is Astmamótttökunnar á Landspítala hyggjumst við nokkur stofna astma- og ofnæmismiðstöð á Höfða þar sem saman koma nokkrir úr minni sérgrein en einnig aðrar greinar sem tengjast okkur eins og húðlæknar og vonandi lungnalæknar og þangað geta heimilislæknar geta vísað sjúklingum.“ Á Íslandi eru 18 ofnæmis- og ónæm- isfræðinga. Unnur Steina segir mikla vináttu og gleði ríkja hjá þeim. „Það er heiður að fá að tilheyra þessum góða hópi lækna. Við erum meira að segja með Félag íslenskra ofnæmisfræðinga í hesta- mennsku!“ Algengustu sjúkdómar sem Unnur Steina og kollegar hennar sjá eru frjó- næmi, dýraofnæmi, mygluofnæmi, ryk- mauraofnæmi og einnig fæðuofnæmi og lyfjaofnæmi. „Auk þess eru margir með bæði ofnæmistengdan astma og full- orðinsastma. Þeir eru oft með ýmsa fylgi- sjúkdóma eins og sepa í afholum nefs, bakflæði, offitu, kæfisvefn og oföndun sem þarf að greina og taka á.“ Fleiri sjúk- dómar eru þina og ofsabjúgur. Unnur Steina nefnir einnig dæmi um arfgengan ofsabjúg sem geti verið bæði erfiður og lífshættulegur, en hann einkennist af gríðarlegum bjúg í andliti auk kviðverkja vegna bólgu í görnum. Rétt greining leiðir til meðferðar með sértækum líftækni- lyfjum og geti bætt lífsgæði. „Það bætast stöðugt nýir sjúkdómar við sérgreinina

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.