Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 46
314 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L Helgi Jónsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum við lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítala, var í byrjun maí útnefndur heiðursvísindamaður Landspítala 2022 fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum. Helsta áhugasvið Helga er sjúkdómurinn slitgigt sem hann hefur rannsakað í 30 ár. Óhætt er að segja að árið í ár sé viðburðaríkt hjá Helga því auk þess að láta af störfum á Landspítala og í Háskóla Íslands eiga hann og eiginkona hans gullbrúðkaup í haust ■ ■ ■ Olga Björt Þórðardóttir Bólgueyðandi plástur gæti gagnast við slitgigt Blaðamaður hitti Helga á fallegu heimili hans og eiginkonunnar, Kristínar Færseth framkvæmdastjóra, við Bergstaðastræti. Afi Helga var nafni hans Ingvarsson, fyrrum yfirlæknir á Vífilsstöðum, og segir Helgi að áhuginn á að verða læknir hafi líklega komið frá honum. „Grúskið er mér líka eiginlega í blóð borið því báðir foreldrar mínir voru doktorar í sagnfræði. Faðir minn lést þegar ég var fjögurra ára og mamma varð þá ein með þrjá syni. Helgi afi var mín fyrirmynd í alla staði og að einhverju leyti mín föðurímynd og við vorum mörg barnabörnin þarna í kringum ömmu og afa sem bjuggu á Vífilsstöðum,“ rifjar Helgi upp. Sem strákur spilaði hann og keppti bæði í skák og bridds og var meðal annars í ungmennalandsliði og í Ólympíulandsliði Íslands í bridds árið 1980. Briddsið vék hins vegar til hliðar vegna anna. Varð efnilegasti ungi gigtarlæknir á Norðurlöndunum Helgi fór í sérnám og doktorsnám til Lundar í Svíþjóð árið 1981. Doktorsrit- gerðin var um sjaldgæfan gigtarsjúk- dóm sem kallaður er Lúpus. „Árið sem ég fæddist (1952) var birt rannsókn þar sem fram kom að 25% þeirra sem fengu gigtarsjúkdóminn Lúpus voru lifandi eftir 5 ár. Þetta var nánast dauðadómur á þeim tíma. Þá var líka aðallega verið að greina allra veikasta fólkið og ekki nægj- anleg þekking til á því hvernig ætti að meðhöndla sjúkdóminn. Síðar komu ný lyf og lífslíkur jukust mikið. Þetta fannst mér heillandi viðfangsefni að glíma við. Daginn sem ég kom á gigtardeildina í Lundi kom til mín nýskipaður og metn- aðarfullur prófessor, Frank Wollheim, sem var að leita að efnilegum ungum sérnámslæknum og ég naut góðs af því og fékk mjög góða þjálfun.“ Helgi fékk í kjölfarið viðurkenningu sem efnilegasti gigtarlæknir í rannsóknum á Norðurlönd- um 1988. Þurfti að finna sér nýtt rannsóknasvið Eftir að hafa lokið doktorsprófi kom Helgi til Íslands og komst að því að nær allir Lúpus-sjúklingar á Íslandi gengu hjá öðrum gigtarlækni. „Ég varð því að finna mér eitthvað nýtt rannsóknarsvið, nýkom- inn heim með fimm manna fjölskyldu og ekki með fasta vinnu. Ég var kominn með mikla reynslu og slitgigtin heillaði mig sem verkefni. Ég skynjaði hversu algengt vandamál hún er. Handaslitgigt vakti sérstakan áhuga minn, meðal annars vegna þess að hún er mjög arfgeng og mikilvægi góðrar skoðunar til að greina hana.“ Áður fyrr hafði verið talað um handaslitgigt sem hnýttar og vinnulúnar hendur en Helgi segir það vera alrangt því handaslitgigt sé lítið eða ekki vinnu- álagstengd. „Hún er algengari hjá konum og gýs oft upp á breytingaskeiði og lýsir sér í sársauka í fingrum við ýmsar athafn- ir daglegs lífs.“ Helgi segist um þessar mundir vera að skoða með lyfjafræðideild Háskóla Íslands hvort hægt sé að útbúa plástur með bólgueyðandi efni sem myndi stöðva staðbundin bólguköst í fingurlið- um. „Hægt væri að sofa með plástur þar sem lyfið fer fyrst og fremst inni í liðinn og hætta á aukaverkunum minnkar. Þetta gæti komið til rannsóknar innan tíðar og svo kemur í ljós hvort það virkar.“ Merki um slitgigt sýnileg hjá öllum fertugum Slitgigt er einnig algeng í mörgum öðrum liðum líkamans. „Ef teknar eru röntgen- myndir af fólki og leitað að merkjum um slitgigt, þá er hægt að sjá merki um hana hjá öllum sem eru orðnir fertugir. Sem betur fer eru þó margir sem finna lítið eða ekkert fyrir henni,“ segir Helgi. Almennt séu tengslin við álag og vinnu ekki sérstaklega sterk, en sýnileg álags- og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.