Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.06.2022, Blaðsíða 40
308 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Niðurstaða starfshópsins, sem skip- aður var á síðasta ári til að fara yfir breytingar á fyrirkomulagi leg- hálskrabbameinsskimana, hefur áður komið fram í fjölmiðlum: að flutningur starfseminnar frá Krabbameinsfélaginu og yfir í Samhæfingarmiðstöð krabba meina á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafi ekki verið nægilega vel undirbúinn. „Þetta er dæmigert verklag hér á Íslandi. Ákveðið er að fara í breytingar og gera eitthvað öðruvísi en verið hefur, áður en búið er að hugsa út framkvæmdina og undirbúa hana. Auðvitað ætti frekar að fara hina leiðina, að skipuleggja fyrst nákvæmlega hvernig á að gera hlutina, og svo að fara í breytingarnar,” segir Reynir og bendir í því sambandi á tvö nýleg dæmi sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðl- um, annars vegar í tengslum við Garð- yrkjuskólann í Hveragerði og hins vegar bankasöluna. Ekki nægur undirbúningur Í skýrslunni er atburðarásin rakin, allt Reynir Tómas Geirsson hefur lengi unnið fyrir íslenskar konur og komið að ýmsum framförum er tengjast meðgöngu, fæðingum og heilsu kvenna. Nýlega fór hann fyrir starfshópi sem Læknafélag Íslands skipaði til þess að fara yfir breytingar sem gerðar voru 2020-2021 á fyrirkomulagi leghálskrabbameinsskimana. Reynir ræðir hér skýrslu sem hópurinn skilaði nýlega og fleiri mál er tengjast 40 ára ferli hans sem fæðinga- og kvensjúkdómalæknir ■ ■ ■ Snæfríður Ingadóttir Að höndla tilfinningar ekki síður mikilvægt en tækniframfarir V I Ð T A L frá því hvað varð til þess að ákvörðun var tekin, farið er yfir röksemdir fyrir breytingunum, rýnt í framkvæmdaferlið og horft til framtíðar. Í skýrslunni kemur fram að það hafi að mörgu leyti alls ekki verið slæmt að hafa skimunina í höndum Krabbameinsfélagsins sem eru rótgróin félagasamtök sem almenningur hefur treyst. Með breytingum, uppfærslu á bún- aði og aðstöðu, og með langtímasamn- ingum ríkisins við Krabbameinsfélagið hefði verið hægt að halda þjónustunni þar að hluta. „En það var ákveðið að færa þetta alfarið til ríkisins og það voru gild rök fyrir því, meðal annars að þá yrði þjónustan aðgengilegri ef hún væri færð á heilsugæslustöðvar. Víða í Evrópu er krabbameinsskimun hluti af opinberri heilbrigðisþjónustu og talið var æskilegra að hún væri hér á hendi heilsugæslunnar frekar en hjá frjálsum félagasamtökum. Meginmarkmið með tilfærslunni var að gera skimunina betri og færa hana nær konum í landinu, en niðurstaða starfs- hópsins er sú að þessar breytingar tókust ekki nægjanlega vel. Undirbúningurinn hefði þurft að vera vandaðri og tíminn hefði þurft að vera meiri. Heilsugæslan hafði aðeins rúmt hálft ár til þess að undirbúa tilfærsluna og þar var áhugi á málinu takmarkaður. Yfirfærslunni var heldur ekki frestað þegar í ljós kom á seinni hluta árs 2020, mitt í Covid-faraldr- inum, að undirbúningi væri ábótavant. Það hefði verið hægt að gera þetta í minni skrefum og í meira samráði við Krabba- meinsfélagið,” segir Reynir þegar hann er beðinn um að draga niðurstöður skýrsl- unnar saman. Fulltrúar almennings mikilvægir „Mér finnst mikilvægt að Læknafélagið hafi látið gera þessa skýrslu og ekki síður að Læknafélagið setti tvo fulltrúa almenn- ings í nefndina, sem taldi alls 9 manns. Það er eitthvað sem hefur vantað mikið á Íslandi, aðkoma fulltrúa almennings að heilbrigðisþjónustunni. Það er ekki alltaf sjálfgefið að fagfólk hafi rétta sýn á alla hluti og oft gott að hafa fulltrúa almenn- ings með í ráðum.” Nú er um eitt og hálft ár frá því breytingarnar voru gerðar á fyrirkomu-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.