Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 8
8 - Sjómannablaðið Víkingur
Við skildum við Stefán Olsen þar
sem Duke of York hafði siglt niður
togarann Braga RE 275. Tíu fórust en
þrír komust af. Þeir félagar Ólafur og
Stefán taka nú upp þráðinn þar sem frá
var horfið. Það er stríð í heiminum og
íslenskum sjómönnum mikil hætta búin.
Aldrei átt að fara af Snorra goða
Fljótlega ertu kominn á sjóinn aftur.
Ég var heima í einn mánuð eða tvo eftir
þetta, já, hérna í Reykjavík. Þá fór ég á
Snorra goða aftur. Þeir sögðu ekkert hjá
Thorsteinssonútgerðinni. Þeir gátu ekkert
sagt. Þeir borguðu skaðann, jú, jú, sæng-
ina og svoleiðis en við töpuðum fötunum
okkar. Annað var allt borgað. Það stóð
ekki á neinu hjá þeim.
Ég hefði aldrei átt að fara af Snorra
goða. Ég fer af honum til þess að fara í
þetta ævintýri á Braga og ég fer af honum
aftur til þess að fara á Goðafoss. Það kom
aldrei neitt fyrir Snorra goða öll þessi ár.
Ágætt að vera á Snorra goða, það gerði
líka mannskapurinn.
Við erum vestur af Jökli og hálfnaðir
með túrinn. Þá eru allir togararnir kall-
aðir inn. Þá var þessi skelfing að ganga
yfir. Reykjaborginni, Pétursey og Jarlinum
sökkt og árás gerð á Fróða og fleiri skip.
Það var verið að búa til sögur um að
Englendingar hefðu sökkt Péturseynni
sem var náttúrulega kjaftasaga. Brúin
fannst sundurskotin. Einhverjir voru svo
að segja að þetta hefðu verið ensk kúlu-
göt. Bjuggu þetta til. En maður heyrði
líka að það hefðu verið ítölsk skot. Þá
höfðu Þjóðverjarnir fengið skot fá Ítalíu
eftir því sem var hugsanlegt. En Snorri
goði var kallaður inn og þegar búið var
að skipa upp úr okkur þessum slatta, sem
við vorum með, þá var okkur lagt utan á
Goðafoss til þess að rýmka fyrir öðrum
við togarabryggjuna.
Það hafði sögulegar afleiðingar?
Já, því þá er einn kunningi minn á
Goðafossi, sem hét Árni – hann bjó hér
í næsta húsi á Hringbraut 86. Árni var
búinn að vera með mér á Snorra goða en
hafði fengið pláss á Goðafossi, vildi það
heldur. En nú var hann að hætta alveg á
sjónum. Hann var kyndari. Við vorum að
tala saman og ég fór upp til hans í kaffi
svona tvo morgna. Það var óvissa með
togarana, þótt það stæði að vísu ekki
nema í eina viku, þegar til kom, því þá
byrjuðu þeir aftur en áttu þá aldrei að
sigla einir. En Árni hafði talið mig á að
koma yfir á Goðafoss og taka við af sér.
Ég geri það, sæki um plássið og fæ.
Það hefur verið honum að þakka?
Já, sjálfsagt ... það voru margir að sækja
um sem voru á undan mér.
Þegar ég kom inn til fyrsta vélstjóra,
sem hét Hafliði Jónsson, fór hann að
spyrja mig einhverra spurninga til mála-
mynda því að Árni hefur verið búinn að
segja honum þetta allt saman. Hafliði
segir mér að koma aftur um kaffileytið.
En í kaffitímanum hitti ég Árna og segi
honum að það hafi svo margir sótt um að
ég eigi engan sjens, vélstjórinn þekki mig
ekkert.
„Farðu aftur,“ sagði Árni. „Heldurðu,
að þú farir ekki aftur, maður?“
Og ég fór og þeir komu einir tveir eða
þrír út og hristu bara hausinn. Þegar
kom að mér sagði Hafliði mér að hann
hefði hugsað sér að taka mig. Ég hafði
fengið plássið. Fyrsti vélstjóri réði alveg
mannskapnum í vélinni, undirmönn-
unum. Vélstjórarnir voru ráðnir uppi á Hafliði Jónsson, yfirvélstjóri á Goðafossi.
Vélstjórarnir
voru miklir menn
Ólafur Grímur Björnsson ræðir við Stefán Olsen kyndara
Snorri goði.