Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 36
Ísfiskur á stríðsárunum Stefán Runólfsson segir frá 36 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina STEBBI RUN ­ annasamir dagar og ögurstundir. Bókin fjallar um lífshlaup Eyjamannsins Stefáns Runólfssonar sem helgaði sjávarútvegi allan starfsferil sinn ­ á einhverju mesta umbrota­ og framfaraskeiði í sögu íslensku þjóðarinnar. Þá stóð hann í eldlínunni á örlagaríkustu dögum Vestmannaeyja. Óskar Þór Karlsson skráði endurminn- ingar Stefáns: Breski herinn kemur Dagurinn sem breski herinn gekk á land í Eyjum er mér mjög skýr í minni. Þetta var í byrjun maí árið 1940 og það var mjög gott veður þennan dag. Það kom stórt herskip sem lagðist fyrir utan og síðan voru hermennirnir ferjaðir í land á stórum skipsbátum. Þetta var talsverður fjöldi manna sem kom. Þeir virtust hafa undirbúið mjög vel komu sína og aflað sér heilmikilla upplýsinga þó líklega reyndust þær ekki allar réttar. Þeir gengu hiklaust til verks og sölsuðu tafarlaust undir sig með hervaldi ýmis hús og mannvirki í bænum. Þeir tóku Hótel Berg en þar héldu offiserarnir svo til á meðan á dvöl þeirra stóð. Herliðið tók strax til starfa og reisti marga bragga, bæði austur á eyjunni og eins uppi á Stórhöfða þar sem komið var fyrir loftvarnabyssu. Herinn kom líka með bæði jeppa og hertrukka í land. Menn voru líka handteknir. Þarna var skip sem hét Artic og áhöfnin á skip- inu var öll tekin föst. Bretarnir töldu sig hafa miðað út sendingar frá þessu skipi til Þjóðverja. Meðal þeirra sem Bretarnir handtóku í bænum var maður að nafni Guðni Ingvarsson. Þeir töldu sig eiga eitt- hvað sökótt við hann sem ég aldrei vissi hvað átti að vera. Guðni var ágætismaður og ég taldi mig síðar vita það eitt með vissu að hann hefði verið alsaklaus. * Bretarnir handtóku einnig þýskan mann sem bjó í Eyjum og var kvæntur þar íslenskri konu. Sá maður hét Hans Tegeder, mjög glæsilegur maður á velli. Hann var sendur til Bretlands og það þótti mörgum hörkulegar aðfarir. Hans var alsaklaus en varð að gjalda fyrir það eitt að vera af þýsku þjóðerni. Hann var svo látinn laus eftir að stríðinu lauk. En harkan var mikil á þessum stríðstímum. * En það var ekki aðeins hernáms- liðið sem hafði áhrif á mannlífið í Vestmannaeyjum á stríðsárunum heldur auðvitað líka stríðið sjálft. Fólk vissi af og fylgdist með átökunum og daglega flutti Ríkisútvarpið fréttir af hörmung- um stríðsins. Fólki sem þá var á miðjum aldri var í fersku minni hörmungar fyrri heimsstyrjaldarinnar og það mikla mann- fall sem þá varð í Evrópu. Fólk hafði stöðugar áhyggjur af öryggi íslenskra sjómanna á skipum sem sigldu með ísfisk til Bretlands á stríðsárunum. Það voru mörg skip og bátar í stöðugum ferðum á milli, þar á meðal skip frá Vestmannaeyjum. Þaðan var siglt út með óhemjumikið magn af fiski á stríðsárun- „Mánudagskvöldið 22. janúar 1973 höfðum við hjónin farið í bíó eins og við gerðum oft, sérstaklega á yngri árum,“ byrjar Stefán áhrifamikla frásögn sína af gosinu. Sú nótt gleymist aldrei sem fylgdi á eftir.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.