Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 49
sem má finna á síðunni. Mjög áhugaverða síðu fann ég á slóð- inni http://www.american.edu/TED/ malacca.htm þar sem fjallað er um hið umferðarmikla Malacca sund en þar hafa orðið mörg sjóslys í gegnum tíðina. Reyndar er mikið lesefni á þessari síðu en engu að síður mjög áhugavert. Gefið ykkur góðan tíma fyrir síðuna og þið verðið ekki svikin af henni. Til að skyggnast inn í framtíðina í skipaheiminum er síðan hjá Ulstein keðjunni í Noregi sú rétta. Slóðin www. ulsteingroup.com leggur kúrsinn á hið nýja stefnislag sem þegar hefur vakið mikla athygli og má segja að skip verji sig betur með því heldur en okkar hefð- bundnu stefnum. Þar er líka hægt að hlaða niður myndböndum frá smíði og sjósetningu skipa sem þeir hafa verið að smíða, sem er alveg ótrúlega gaman að horfa á. Ég held að margir sem á þetta myndband horfa halda að þeir séu að skoða 5 stjörnu hótel en þegar menn átta sig á því að þetta er um borð í nýtísku skipi fara eflaust einhverjir að hugsa sér til hreyfings. Síðan er mjög stílhrein og ber þokka góðrar hönnunar. Ég var að skoða íslenska skipasíðu sem reyndar hefur verið fjallað um hér í þessum pistlum og þá sá ég að vitnað var í færeyska síðu þaðan sem viðkomandi upplýsingar voru fengnar. Ég varð forvit- inn og ákvað að skoða þessa síðu á http:// skipini.com og þá kom í ljós að þrír færeyskir strákar Kiran Jóanesarson16 ára, Bárður Michaelsen 14 ára og Sverri Egholm 13 ára halda þessari síðu úti. Þeir segjast hafa fengið hugmyndina að síðunni þegar þeir fóru að velta fyrir sér framtíðaráformum sínum. Vissulega frábært framtak hjá þessum upprennandi skipaáhugamönnum. Ef við nennum ekki að stunda mikinn lestur yfir hátíðarnar þá er alltaf hægt að fara á http://www.lloydslist.com/ll/news/ mediaCentre.htm?vyooclient=lloydslist en þetta er slóð á fréttamiðilinn Lloyd’s List en þar eru fluttir fréttapistlar, On the Radar, úr skipaheiminum. Að vísu eru þeir á ensku en það ætti nú ekki að vera mikið vandamál. Þar eru líka athyglisverð viðtöl við frammámenn í skipaheiminum og sér pistlar um einstök málefni. Alveg afskaplega fróðlega síðu, Container Shipping Information Service, er að finna á slóðinni http://www.ships- andboxes.com/eng/. Þessi síða hefur svör við öllu er varðar flutning á vörum með gámum og verð ég að segja að hún er nokkuð sem ætti að vera kennsluefni í skólum en því miður er hún á ensku. Hér er útskýrt mjög skemmtilega hvernig vörurnar í búðunum komast frá framleið- anda í gámum og þaðan á milli heimsálfa sjóleiðina. Á síðunni er að finna slóð á BBC fjölmiðlarisann og verkefni sem þeir eru með varðandi ferðalag gáms um heiminn. Þegar þetta var skrifað var gám- urinn staðsettur um borð í gámaskipi á Kyrrahafi á leið til Los Angeles. Lokasíðan að þessu sinni er frá Svíþjóð en tímaritið Shipping Gazette er að finna á slóðinni www.shipgaz.com en það fjallar um skipaheiminn eins og nafn- ið gefur til kynna. Ef einhverjir eru að hugsa sér til hreyfings úr landi þá er þar að finna atvinnuauglýsingar en fyrir þá sem ekki eru á þeim buxunum er hægt að taka netnámskeið til að mennta sig meira.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.