Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 40
40 - Sjómannablaðið Víkingur Sjómannablaðið Víkingur - 21 máli. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þessu og finna leiðir til að jafna þennan mun. Hvað er þá til ráða? Það eina sem er í stöðunni er að á fót verði komið alþjóð- legri skipaskrá með skattaívilnunum. Hvað leið verði farin að því er fyrir sér- fræðinga að kveða á um, en nokkuð er mismunandi hvernig nágrannalönd okk- ar hafa farið að, en sameiginlegt er þess- um leiðum öllum að skattar áhafnar eru endurgreiddir til útgerðar að einhverju eða öllu leyti, auk þess sem útgerðirnar eru með skattfríðindi. Segja má að það sé samdóma álit allra hagsmunaaðila að brýnt sé að koma á fót alþjóðlegri skipaskrá með skattaívilnun- um. Slíka skrá beri að líta á sem sóknar- færi til eflingar kaupskipaútgerð. Hvort skoða beri alþjóðlega skipaskrá og skattaívilnanir sem óaðskiljanlega hluti eða tvö óskyld málefni eru menn svo ekki á einu máli um. Í apríl síðastliðnum voru þessi mál í umræðu á Alþingi og má segja að þá hafi fjármálaráðherra þáverandi, Geir Haarde, slegið þetta út af borðinu á þeim nótum að rekstur íslensku skipafélaganna væri það góður að félögin þyrftu ekki slíka ölmusu. Mín skoðun er að hæstvirtur ráðherr- ann skilji ekki um hvað málið snýst. Ég veit ekki betur en að fyrirtækja- skattar á Íslandi séu lægri en víða ann- arsstaðar hjá nágrönnum okkar, hvers- vegna má þá ekki reyna að gera kaup- skipaútgerð fýsilegan kost með þessum hætti og freista þess að stöðva þessa þró- un sem við horfumst í augu við, það er að segja brátt andlát íslenskrar far- mennsku. Miðað við óbreytt ástand þá verður þess ekki langt að bíða að þau skip sem þó enn sigla með íslenskum áhöfnum verði mönnuð útlendingum, hugsanlega fyrst að einhverju leyti og svo að öllu leyti. Hæstvirtur ráðherrann, Geir H. Haarde, veit ekki um hvað málið snýst, er skoðun Ægis Steins, og fullyrðir að miðað við óbreytt ástand sé þess ekki langt að bíða að íslenskir farmenn heyri sögunni til. Ljósm.: Roald Evensen Vagnhöfða 10 - Sími: 567 3175 GSM: 897 5741 - Fax: 587 1226 Sendum sjómönnum bestu jóla og nýárskveðjur og þökkum viðskiptin á árinu Sumir hafa einstæða hæfileika til að hitta naglann svo illa á höfuðið að jaðrar við list. Lítum á nokkur dæmi okkur til upplyftingar í því svartnætti sem nú ríkir: • „Himinn og jörð voru sköpuð á sama augnablikinu, klukkan níu að morgni hinn 23 október árið 4004 fyrir fæðingu Krists.“ Dr. John Lightfoot, aðstoðarmaður rektors Cambridge-háskóla rétt fyrir útgáfu bókar Darwins um þróun tegundanna, Origin of the Species. • „Það gefur því að skilja, að um herbergjahitun með rafmagni getur því aðeins verið að ræða, að framleiðsla rafmagnsins sé afar ódýr, eða helst að hún kosti ekkert annað en vexti og fyrn- ingar einhverrar ekki mjög mikillar stofnfjárhæðar.“ Jón Þorláksson: „Rafmagn úr vatnsafli“, Lögrétta 12. nóv- ember 1913. Jón trúði því statt og stöðugt, að kol yrðu um ókomna framtíð notuð til að hita híbýli manna á Ísland en að rafmagnið myndi aðeins nýtast til ljósa og suðu. • „Drengurinn er treggáfaður, einrænn og fullur af bjánalegum draumórum.“ Barnakennari um nemanda sinn, Albert Einstein. • „Það er fráleitt að ímynda sér að fólk geti nokkru sinni ferðast með hraðfara járnbrautarlestum, einfaldlega vegna þess að farþegarnir myndu ekki ná andanum og kafna.“ Dr. Dionysys Lardner (1793-1859), prófessor í náttúrufræð- um og stjörnufræði við Háskólann í Lundúnum. Dr. Lardner staðhæfði einnig að stóru gufuskipin gætu aldrei siglt yfir Atlantshafið því til þess þyrfti meiri kol en þau gætu borið. Tveimur árum eftir að doktorinn lét þessa fullyrðingu frá sér fara sigldi Great Western frá Englandsströndum yfir til New York. Ferðin tók 15 daga. • „Dýr sem hreyfa sig hafa útlimi og vöðva. Jörðin hefur hins vegar hvorki útlimi né vöðva; þar af leiðandi hreyfist hún ekki.“ Scipio Chiaramonti. • „Við töldum það óhugsandi að jafnvel herra Lincoln sjálfur gæti samið ræðu svo stílljóta, svo laustengda, svo barnalega, ekki aðeins í uppbyggingu heldur einnig í hugmyndafræði, til- finningum og skilningi. Hann hefur slegið sjálfum sér við.“ Chicago Times um Gettysborgar-ávarp Lincolns forseta, sem hann flutti hinn 19. nóvember 1863, og sem fræðingar 20. aldar höfðu í hávegum og vísuðu til sem fyrirmyndar um ræðu- mennsku. • LISTIN AÐ HAFA RANGT FYRIR SÉR Félag skipstjórnarmanna óskar félagsmönnum sínum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á líðandi ári. Félag skipstjórnarmanna Með fagmennsku og færni í fyrirrúmi Grensásvegi 13, 108 Reykjavík Skipagötu 14, 600 Akureyri Heimasíða www.officer.is og www.skipstjorn.is Tölvupóstfang officer@officer.is og skipstjorn@skipstjorn.is

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.