Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 33
Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 33 gæti siglt þeim upp að ströndinni til að taka þátt í bardaganum. Síðar átti Nelson eftir að kalla orrustuna við Tenerife verstu þrekraun ævi sinnar og átti þá ekki aðeins við handleggsmissinn. Gamli maðurinn Gamli maðurinn horfir á mig alvöruþrungnum augum þar sem ég sit á bekknum. Hann hefur lokið frásögn sinni og þrátt fyrir háan aldur hefur hann staðið allan tímann. Allt í einu snýr hann út í allt aðra sálma. – Mér líka ekki konur á mínum aldri, segir hann. Of mikil fortíð og of lítil framtíð. Er þá ekki líkt á með ykkur komið, hugsa ég en voga ekki að segja það upphátt. Hann les hugsanir mínar. – Ég geng fimm kílómetra á dag. Pabbi varð 107 ára. Ég verð líkast til 117 ára. – Af hverju heldurðu það? – Mamma varð 98 og ég hef gen frá þeim báðum. Aldursgenin, þú sérð. Ég get ekki neitað þessu. Gamli maðurinn er allt í einu orðinn stuttur í spuna. Hann á fjóra kílómetra eftir og þarf að hraða sér. Líkast til myndi Nelson bregða nokkuð í brún ef hann liti við í Santa Cruz á öndverðri 21. öld. Í stað víghreiðra myndu blasa við honum ferjur, klæðlítið fólk í glæsilegum sundlaugargarði, veðruð kaupskip og eftirtektarverð tónlistarhöll. Og er þá ekki nándar nærri allt talið.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.