Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 25
Björn Ingólfsson Róður á sexæringi um 1880 Úr fórum Baldvins Bárðdal Formaðurinn heitir Guðni Jóhannes- son, afbragðs sjómaður og gæðadrengur. Er fullkomlega reyndur sem sjóhetja. Hefur lent í hrakningum og stórhríðum í hákarlatúrum og sýnt þá hreysti og hug- rekki sem haft var í ummælum. En ekki var hann aflamaður að því jöfnu. Klukkan þrjú um nóttina kallar for- maður til háseta sinna: „Það er best, piltar, að fara að rísa upp og beita!“ Menn spretta upp og eru fljótir í fötin því enginn vill verða seinastur. Hásetarnir eru sex og beitir hver þrjá stokka og eru flestir með spotta að auki. Hve maður hefur sitt bjóð og sína stokka. Línan hefur verið er greidd áður að kvöldi. Þeir beita í bjóð sem eru eins og stór trog, og leggja önglana með beit- unni við annan gaflinn en grunnslóðin er hringuð niður í bjóðið aftan við taum- inn. Gæta þarf þess vel að ekki sé öngla- bert, ýta beitunni fram að agnúanum á önglinum svo önglarnir krækist síður í línuna því hún er lögð í myrkri. Hér þarf að fara saman mikill flýtir og vandvirkni. Vanir menn vinna sér til hita við að beita en síður við að skera beituna. Það gerir formaður og hann þarf að vera handfljótur til að hafa undan að skera handa sex fljótum mönnum. Beitan er skorin á stóru borði, skurðarborði. Beitt er bæði síld og ljósabeitu en það er smá- lúða, hlýri og steinbítur og fleira afgangs sjófang. Þegar búið er að beita bindur hásetinn digru snæri fast utan um bjóð sitt þar sem grunnslóðin er mest. Hver maður á sitt bjóðband. Þegar lokið er að beita flýta menn sér í sjóklæðin. Hver ber sitt bjóð til sjávar og verður að fara gætilega á svelluðu fjöru- grjótinu svo ekki raskist til í bjóðunum. Báturinn er settur fram og bjóðunum raðað aftur í skut. Allir hásetar setjast undir árar. Sumir lesa bæn í hljóði. Róið er fast til miða. Norðan stinnings- kaldi er á, hríðarveður og talsvert frost. Engin mið eru sýnileg fyrir myrkri og hríðarhraglanda. Því er róið fram á brún í austurálnum, sem er stutt leið, og þar hent út duflinu og línan lögð skáhallt austur yfir álinn. Það gengur fljótt. Þá er róið upp að austurlandinu og bátnum brýnt og hann skorðaður því nú er útfall. Síðan er gengið heim að næsta bæ sem er Svínárnes á Látraströnd. Bærinn er ólæstur og er gengið beint til baðstofu og heilsað fólki sem er allt í rúmum sínum nema piltar þeir sem róið hafa. Fólkið tekur hlýlega kveðjum gestanna og rífur sig á fætur. Stúlkur hita kaffi og nú fara menn að spjalla saman og verður glatt á hjalla. Menn drekka lyst sína af góðu kaffi og fara síðan að líta til veðurs. Hann er farinn að herða á hríðinni og storma og kvikan eykst. Við kveðjum í hasti og flýt- um okkur niður að sjó og róum fram á duflið sem við finnum eftir dálitla leit. Formaður dregur alla línuna sem var Bátar settir. Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.