Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 27
Sjómannablaðið Víkingur - 27
Útrásarvíkingarnir hafa verið mikið
milli tanna fólks þetta haustið og
það sannarlega ekki að ástæðulausu.
Þeim var skapað umhverfi þar sem þeir
gátu athafnað sig í friði fyrir stjórnvöld
um. Þeir ákváðu sjálfir leikreglurnar og
hófu einhverja mestu útrás sem sögur
fara af í heiminum öllum. Þeir þustu út
með peninga í milljarða tali, fjárfestu
og græddu og fjárfestu meira og meira.
Víkingar þessir tóku þátt í áhættuspili
sem átti eftir að reynast hið stærsta
spilavíti er um getur og gengur nú undir
heitunum nýfrjálshyggja og frjálsi mark
aður í hinum vestræna heimi.
Vinir vina sinna
Víkingunum okkar vegnaði vel um
stund. En er líða tók á öldina fór að
harðna á hafinu. Víkingarnir gerðust
vígamóðir við spilaborðið. Þeir þurftu
meiri og meiri lán hjá bankanum og
það hvarflaði ekki að bankastjóranum
að neita þeim um lánin. Þar til dag einn
haustið 2008. Þá sagði maðurinn með
slaufuna við enda rúllettuborðsins, „nei,“
við víkingana okkar. Þeir litu hver á
annan og síðan á þann slaufuklædda sem
hristi hausinn. Hann sagði: „Nú verðið
þið að borga“.
Víkingarnir nudduðu á sér um augun
og klóruðu sér í hausnum og litu aftur
hverjir á aðra og sögðu: „Við erum komn-
ir á hausinn. Við fáum ekki lengur lán.“
Þannig endaði útrásarævintýri 21. ald-
arinnar. Víkingarnir töpuðu aleigu þjóðar
sinnar í hendur spilavítisins mikla. Eftir
situr þjóðin með spilavítið á bakinu
sem heimtar sitt. Íslenska þjóðin þarf að
greiða lánadrottnunum 4 fiska af hverjum
5 í afborganir og vexti næstu áratugina.
En útrásarvíkingar 21. aldar eru ekki
einu útrásarvíkingarnir sem Ísland hefur
alið. Rúmlega þúsund árum á undan
þeim voru nefnilega líka útrásarvíkingar á
Íslandi. Þeir flugu ekki á einkaþotum eða
héldu veislur um borð í skemmtisnekkj-
um. Þeir sigldu fram og til baka yfir
Atlantshafið á víkingaskipum sem margir
telja einhver bestu skip sem smíðuð hafa
verið. Þar sem skipunum var ekki komið
við notuðu þeir þarfasta þjóninn eða bara
tvo jafnfljóta. Þetta voru ósviknir víking-
ar sem trúðu á hina ýmsu guði og töldu
heiður sinn og ættar sinnar ofar öllu. Þeir
stóðu við gerða samninga sem voru hand-
salaðir en ekki prentaðir út úr tölvum.
Þeir voru trúir vinum sínum og hikuðu
ekki við að drepa þá sem sátu á svikráð-
um við þá sjálfa eða vinina. Vinskapur og
tryggð þeirra gekk út yfir haug og dauða.
Hér á eftir segir frá þremur víkingum er
héldu í útrás til að ná fram rétti sínum í
útlöndum, fiska eftir auðæfum auk hinna
ýmsu ævintýra er á sjóferðum þeirra
urðu. Þeir áttu það allir sameiginlegt að
afla vel og þeir komu með fenginn frá
útlöndum heim, öfugt við útrásarvíkinga
21. aldar. Þeir komu stoltir heim úr vík-
ingaferðum sínum og gengu um á Alþingi
við Öxará í tignarklæðum er konungar
höfðu gefið þeim. Þeir voru öfundaðir af
nokkrum en allflestir báru virðingu fyrir
þeim til dauðadags.
Þetta eru nokkrir af víkingunum sem
sköpuðu söguna sem Snorri og fleiri
skrifuðu. Sagan sem haldið hefur nafni
Íslands hátt á lofti sem sjálfstæðri menn-
ingarþjóð er skuldaði engum neitt fyrstu
400 ár sögu sinnar.
Hrútar þáttur Herjólfssonar
Hrútur Herjólfsson var vænn maður,
mikill og sterkur og vígur vel. Hann var
líka hógvær í skapi og manna vitrastur.
Hann var vinur vina sinna en harðráður
óvinum sínum. Han var líka tillögugóð-
ur í öllum stærri málum. Hrútur bjó á
Hrútsstöðum í Hvammsfirði.
Slíkur mannkosta maður sem Hrútur
var þurfti að sjálfsögðu konuefni við
hæfi. Hann hélt því á fund Marðar gígju,
frænda Gunnars á Hlíðarenda og bað um
hönd Unnar dóttur hans. Unnur var væn
kona og kurteis og vel að sér. Hún þótti
besti kvenkostur á Rangárvöllum á þeim
tíma.
Skömmu eftir að Hrútur hafði fastnað
sér Unni fékk hann fréttir um að skip
væri komið í Hvítá. Á skipi því var föð-
urbróðir Hrúts er Össur hét. Hrútur hélt
þegar til skips og var vel fagnað af frænda
sínum sem sagði að honum hefði tæmst
arfur í Noregi eftir Eyvind bróður hans.
Ráðlagði hann Hrúti að sigla með sér til
Noregs og heimta arfinn.
Nú voru góð ráð dýr. Hrútur sá sér
þann kost einan að sigla utan til að glata
ekki arfinum. Hann hafði því þegar sam-
band við Mörð tengdaföður sinn og bað
um að máldaga þeirra væri breytt með
þeim hætti að Unnur sæti í festum í þrjá
vetur. Síðan reið Hrútur til skips og fól
Höskuldi hálfbróður sínum fjárvarðveislu
sína meðan hann væri utan.
Þeir Hrútur létu ekki staðar numið
fyrr en þeir komu til Víkurinnar við
Óslóarfjörðinn. Þá réð ríkjum í Noregi
Haraldur gráfelldur. Hann var einn sona
Eiríks blóðöxar en þeir bræður sátu á
launráðum hver við annan vegna valda-
græðgi sinnar. Gunnhildur móðir hans
var einnig við hirðina. Er hún spurði
að skip væri komið frá Íslandi og hver
væri þar á ferð gerði hún þegar boð eftir
Íslendingunum.
Hrútur gengur á konungsfund
Hrútur var tregur til en sá í hendi sér
að ef hann móðgaði valdhafana ætti hann
erfiðara fyrir með að heimta arf sinn sem
þegar var í varðveislu Sóta nokkurs er var
nánast húskarl Gunnhildar.
Í þá tíð var eðlilegt að ganga fyrst á
konungsfund og því sendi Gunnhildur
Hrúti tignarklæði svo hann yrði sér ekki
til minnkunar er hann gengi fyrir Harald.
Kóngur spyr Hrút að erindi og Hrútur
sagði sem var að hann væri þangað kom-
inn til að heimta arf. Einnig tjáði hann
konungi að hann vildi gerast hirðmaður
hans. Konungur leit á móður sína og
Guðni Ölversson
Fyrstu íslensku
útrásarvíkingarnir
Fyrri hluti
Fyrstu íslensku útrásarvíkingarnir flugu ekki
utan. Þeir sigldu.