Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 20
20 - Sjómannablaðið Víkingur
Árni Bjarnason í ræðupúlti. Ljósmynd: Ægir
Steinn Sveinþórsson
Formannaráðstefna Farmanna og
fiskimannasambands Íslands var
haldin 27. og 28. nóvember síðastliðinn.
Margt bar á góma og góðir gestir sóttu
ráðstefnuna heim. Meðal þeirra var fiski
fræðingurinn Jón Kristjánsson sem ekki
hefur bundið bagga sína sömu hnútum
og starfsbræður hans hjá Hafró. En það
er flókin umræða sem við skulum ekki
hætta okkur út í að svo komnu máli.
En ráðstefnugestir fóru sannarlega um
víðan völl. Meðal annars voru þeir á einu
máli um að afnema ætti þegar í stað eftir-
launósóma ráðherra og þingmanna. Allir
ættu að sitja við sama borð þegar kæmi
að eftirlaunum. Þá lýstu formennirnir
ánægju sinni með að Auðlindin hefði
verið endurvakin í útvarpi sem sýnir von-
andi að fjölmiðlar væru að vakna til lífs
og vitundar um mikilvægi sjávarútvegs
fyrir Íslendinga.
Fundarmenn höfðu af því nokkrar
áhyggjur að ekki væri nægjanlega vel
staðið við bakið á Hafró og ófært væri
að rannsóknaskip stofnunarinnar lægju
í höfn langtímum saman „vegna skorts á
rekstrarfé.“
Sömu áhyggjur gerðu vart við sig þegar
talið barst að Landhelgisgæslu Íslands.
Einkum þegar höfð væri í huga sú óáran
sem nú ríkir. Kreppan má ekki koma niður
Formannaráðstefna FFSÍ
Af þorskkvóta
og aflaheimildum
á Gæslunni, sögðu formennirnir einum
rómi. Það er afar brýnt „ ... vegna öryggis
sæfarenda og eftirlits með fiskveiðilögsögu
Íslands að úthald varðskipa og loftfara rask-
ist ekki vegna niðurskurðar.“
Og þeir héldu áfram á sömu nótum:
Með þetta í huga, nefnilega kreppuna,
skulum við endilega efla hvalveiðar þjóð-
arinnar á allan mögulegan hátt, enda ljóst
að við verðum „ ... að nýta allar ónýttar
auðlindir okkar í því endurreisnarstarfi
sem framundan er.“
*
Og við verðum – VERÐUM – að end-
urskoða lög nr. 38/2007 um íslenska
alþjóðlega skipaskrá og lög nr. 86/2007
um skattlagningu kaupskipaútgerðar.
Lögin, sem tóku gildi 1. janúar síð-
astliðinn, eru engan vegin þannig sniðin
að þau færi okkur kaupskipin aftur.
Undanfarin ár hefur brýna nauðsyn borið
til að breyta þessu lagaumhverfi sem
íslensku kaupskipaútgerðirnar búa við,
hvað þá núna, þegar allt er á hverfanda
hveli?
Hvenær ætlar Alþingi að vakna?
*
Fundargestir voru allir á því að auka
þyrfti þorskkvótann verulega fyrir yfir-
standandi fiskveiðiár. Af hverju? Svarið
er að finna í greinargerð sem fylgir álykt-
uninni. Þar segir:
„Sem fyrr gilda þau rök að úthlutuðu
aflamagni í öðrum tegundum en þorski
Fundarmenn, frá vinstri: Guðjón Ármann Einarsson FS, Vignir Traustason FS, Páll Steingrímsson FS, Guðmundur Kr. Kristjánsson FS, Halldór Guðbjörns
son Verðandi, Bergur Páll Kristinsson Verðandi, Eiríkur Jónsson FS, Heimir Guðbjörnsson FS, Jóhann Ingi Grétarsson Vísir, Óli Pétur Steingrímsson Vísir,
Guðjón Guðjónsson (í felum) FS, Eggert Sv. Jónsson (með hönd á kinn) FS, Gunnar Gunnarsson (rétt rúmlega nefið) FS og Reynir Björnsson (á endanum
næst) FÍL. Ljósmynd: Ægir Steinn Sveinþórsson