Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 48
48 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Sigling um Netið Í umsjón Hilmars Snorrasonar Að þessu sinni hyggst ég gera smá breytingu á þeirri reglu minni að fjalla að eins um 10 síður í hverju blaði. Jólin eru framundan og því líklegt að góður tími geti gefist frá áti og jólaboð­ um til að ferðast um netið. Fyrsta síðan að þessu sinni er aðsend frá lesanda blaðsins og er ein AIS síðan til viðbótar við þann fjölda sem þegar er aðgengi­ legur á netinu. En síðan http://mar­ inetraffic.com/ais/ hefur þó eitt fram yfir aðrar opnar AIS síður að nú er Ísland með í pakkanum. Þessi síða er með mjög skemmtilegu viðmóti og auðvelt að leita uppi skip ef þau eru stödd inni á einhverju þeirra svæða sem hún vaktar. Hægt er að sjá ferla skipa og þar af leið­ andi er þetta síða sem við myndum setja sem eina af upphafssíðum í vafranum okkar og hafa alltaf opna. Hún er þegar orðin slík síða á minni tölvu. Næsta síða fjallar um sjóslys sem varð á vötnunum miklu í ágúst 2001 þegar akstursbrú yfir skipaskurð var slakað niður og í veg fyrir skip sem var að sigla undir hana. Skemmst er frá því að segja að brúin lenti á brú skipsins sem skarst af við brúarglugga og síðan fyldi skorsteinn- inn með. Windoc slysið er á síðunni www.boatnerd.com/windoc/ en þar er sagan öll rituð og síðan tenglar á mynd- band af atvikinu. Mörgum mun finnast atvikið ótrúlegt en einnig er slóð á nið- urstöður rannsóknar á atvikinu sem skýra vel hvernig svona atburður gat gerst. Þegar allir eru nýbúnir að senda jóla- kortin er tilvalið að leggjast yfir síðu um póstkort og það af skipum. Slóðin www. simplonpc.co.uk er mjög öflug póst- kortasíða. Þar kennir hundruða póstkorta sem einhver ætti að hafa ánægju af að skoða. Hvort sem þið trúið því eður ei þá er á netinu skandinavísk vefsíða um Titanic sem er á slóðinni www.scandtitanic.com. Hér er á ferðinni félagsskapur sem kallar sig Skandinaviska Titanicföreningen og hefur aðsetur í Svíþjóð. Hægt er að gerast félagi í samtökunum sem gefur út forláta fréttabréf sem örugglega fjallar um þetta margumrædda slys sem átti eftir að valda miklum breytingum sem enn eimir af í siglingaheiminum. Ég rakst á mjög einfalda en þó merkilega vefsíðu sem ég hvet ykkur til að kíkja á ef þið hafið áhuga á að skoða myndir af skipum annarra þjóða. Ég hef mikinn áhuga á að sjá mun á hönnun skipa milli landa og það var því ánægjulegt að rekast á skipasíðu portú- galskra skipa. Slóðin www.geocities.com/ CapeCanaveral/8870/index.html leiðir okkur á réttan stað en látið ekki óaðlað- andi útlitið hafa letjandi áhrif á ykkur. Mikil fréttaveita um farþegaskip er á slóðinni http://maritimematters.com en hún hefur yfir miklum fróðleik að búa. Þar má meðal annars sjá umræður um skip sem ég hef fjallað um í Utan úr heimi og hefur heitið Maxim Gorky en hér las ég að nú fái skipið að öllum lík- indum að kljúfa Atlantshafsöldurnar í skemmtisiglingum en útgerðarfélag hefur áhuga á skipinu og að nefna það Marco Polo II. Það er fleira sem er að finna á þessari síðu, til dæmis mjög gott saman- safn af vefmyndavélum sem staðsettar eru á stjórnpalli fjölda skemmtiferðaskipa. Á síðunni www.shipsandharbours.com er að finna á fjórða þúsund ljósmynda bæði af skipum og höfnum svo eitthvað sé nefnt. Ég geri mér grein fyrir því að ef til vill munu ekki margir renna í gegnum þennan mikla fjölda mynda en hægt er að leita sig áfram á síðunni sem hefur verið flokkuð mjög skemmtilega niður. Ég held að margir geti dundað sér vel á þessari síðu. Hollendingar hafa löngum verið þekkir fyrir sínar strandsiglingar um Evrópu á skipum sem bera sannarlega hollensk einkenni. Það má næstum segja að það sé jafn auðvelt að sjá á byggingarlagi skips hvort það sé byggt í Hollandi eins og að þekkja japansksmíðuð skip. Á slóðinni www.groningerkustvaart.nl er að finna sögu nokkurra skipaútgerða og fjöldann allan af myndum af skipum. Hollendingar eru þekktir sem öflug siglingaþjóð og líklegast þeir öflugustu þegar kemur að sanddælu- og dýpkunar- skipum. Slóðin www.dredgers.nl er alveg hafsjór fyrir þá sem vilja sjá og kynnast þessum sérstæðu skipum sem eru sólar- hringana út og inn að skapa rými fyrir stærri eða fleiri skip í höfnum eða þá að búa til dýpi fyrir nýjar hafnir. Ég hafði mikið gaman af að skoða þessa síðu og sjá hversu mikið er til af gríðarlega öfl- ugum dýpkunarskipum um allan heim sem eflaust væru ekki lengi að hespa af allar þær dýpkanir og efnistökur af hafs- botni sem eiga sér stað hér á landi á ári hverju. Ég er þess næsta viss að ekki vanti mörg skip í þessa síðu en íslensku sanddæluskipin eru meðal þeirra skipa

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.