Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 46
46 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ afla sér þessara réttinda. Skortur er á þjálfunarskiprúmum fyrir þá sem vilja gerast yfirmenn á skipum og er þar helst bent á áhugaleysi útgerða í að skapa þjálfunarskiprúm á skipum sínum. Það væri fróðlegt að vita hversu mörg þjálfunarskip- rúm íslensku kaupskipaútgerðirnar bjóða skipstjórnarnem- um upp á. Séu engin slík í boði þá er þetta mjög einfalt mál. Kaupskipasjómennska með Íslendingum líður undir lok á innan við 20 árum og við taka miklu dýrari sjómenn en til þessa hafa siglt skipunum „okkar.“ Þar fer þá sú þekking úr landi enda virðist lítill áhugi á því að efla kaupskipaútgerð okkar á ný. Öryggisátak Skipafélagið MOL hefur blásið í herlúðrana gagnvart slysum og sett markmiðið að auka öryggi starfsmanna sinna og skipa. Á árinu 2006 urðu fjögur alvarleg slys hjá skipafélaginu og var stefnt á að starfsmenn lærðu af atvikum þessa árs. Tveir mánuð- ir voru tileinkaðir öryggismálum þar sem allir starfsmenn tóku virkan þátt í verkefninu. Yfirstjórnendur heimsóttu skip útgerð- arinnar, fræddu menn og skiptust á skoðunum við skipverja um hvað betur mætti fara. Svo mikil ánægja var með þetta framtak að nú hefur verið ákveðið að hafa tveggja mánaða öryggisátak tvisvar á ári hverju. Skjóta fyrst Á fundi sem haldinn var nýlega í London og fjallaði um sigl- ingalög taldi Dr. Thomas Mensah fyrrum dómari að það væru sanngjörn viðbrögð skipverja að skjóta sjóræningja. Ræddi hann um að aðeins væru tveir möguleikar í stöðunni þegar sjórán væri framið. Það væri að greiða lausnargjald eða skjóta ræningjana. Það var skoðun Mensah að það væri alveg út í hött að greiða lausnargjald en hugsanlega væri þriðji möguleikinn til, nefnilega sá að handtaka þá. Sé það hins vegar ógjörningur er aðeins eitt í stöðunni, að skjóta árásarmennina ef hægt sé að gera það án þess að áhöfnin verði fyrir áföllum. Það er hans skoðun að ef þetta yrði gert nógu oft þá bærust skilaboðin til sjóræningjanna um að þeir ættu aðeins von á að verða drepnir og þá myndi ástandið batna eitthvað. Áhöfninni á Faina höfð til sýnis fyrir bandaríska herskipið sem krafðist þess til að fá vissu um að þeir væru heilir á húfi. Sjórán Ekki er hægt að sleppa umfjöllun um mesta vágest sem herj- ar nú á kaupskipasjómenn en það eru sjóránin. Nýverið hafa loksins hérlendir fjölmiðlar fengið meiri áhuga á þessu máli því sjórán eru ekkert ný að nálinni. Árið 1997 voru sem dæmi til- kynntar 247 árásir á skip um allan heim. Það sem reyndar hefur verið að breytast í seinni tíð er að fleiri sjómenn eru drepnir í sjóránum sem og að ræningjarnir halda skipunum mun lengur í gíslingu. Þann 25. september s.l. bárust fréttir af úkranísku ekjuskipi, Faina, sem rænt var í Adenflóa. Um borð í skipið komust 50 sjóræningjar sem yfirbuguðu 22 manna áhöfn þess sem að mestu leyti var skipuð Úkraínumönnum, en einnig voru þrír Rússar og einn Letti í áhöfninni. Þá er 14 ára drengur einnig um borð. Skipið var meðal annars lestað vopnum og her- gögnum þar meðtöldum 33 rússneskum skriðdrekum. Fóru sjó- ræningjarnir fram á 35 milljón dollara lausnargjald ella myndu þeir sprengja skip, áhöfn og sjálfa sig í loft upp. Er það almennt mat manna að sjóræningjarnir hafi gert mestu mistök sem hægt var að gera með því að ræna Faina þar sem hernaðarveldi Nato og Evrópusambandsins sendu þegar fjölda herskipa inn á svæð- ið. Tvö bandarísk herskip héldu þegar að Faina og hafa þau síðan veitt skipinu eftirför. Þremur dögum eftir ránið lést skip- stjóri skipsins af völdum hjartaáfalls og þá var þess krafist að sjóræningjarnir sýndu skipverjana til að hægt væri að sjá hvort heilsu þeirra væri ógnað. Þegar þetta er skrifað í lok nóvember hefur lítið orðið ágengt í að frelsa skip og áhöfn en lausnargjald- ið hefur lækkað í hverri viku og mun nú vera komið niður í 5 milljón dollara. Fleiri herskip bættust í hóp þeirra sem eru að vakta Faina en sem stendur hringsóla sex bandarísk herskip og rússnesk freigáta umhverfis skipið. Klettháls 15 - 110 Reykjavík Sími: 588 8881 - Fax: 588 8944 Heimasíða: jonbergsson.is - E-mail: orn@jonbergsson.is

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.