Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 21
Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 21 verður afar erfitt að ná, ef ekki verður heimilað að veiða meiri þorsk en úthlut- að hefur verið. Auk þessa þá var ákvörð- un ráðherra tekin með tilliti til sterkrar stöðu þjóðarbúsins en sú staða hefur nú snúist upp í andhverfu sína með öllum þeim afleiðingum sem við blasa í þjóð- félaginu.“ * Samþykkt var að skora á ríkisstjórnina „ ... að takmarka verulega leiguframsal innan fiskveiðiársins.“ Ályktunin var studd eftirfarandi rökum: „Leiga á aflaheimildum innan ársins er og mun verða megin ástæðan fyrir mis- ferli við launauppgjör sjómanna á meðan hún er heimiluð. Afgerandi takmörkun á kvótaleigu innan fiskveiðiársins er mun stærra mál en svo að ásættanlegt sé fyrir sjómenn að ríkisstjórnir láti kyrrt liggja árum saman.“ * Menn höfðu af því áhyggjur að í þeirri óáran sem nú ríkir kynnu einhverjir að vilja slá af í tryggingamálum sjómanna. Því var samþykkt að skora á samninga- nefndir fiskimanna að hvika hvergi í þeim málum. Þetta var fært til bókar með þessum orðum: „Það tók fiskimenn marga áratugi og ómælda baráttu að koma slysatryggingum á þann stað þar sem þær nú eru, og því óðs manns æði að slaka þar á.“ * Um öryggismál sjómanna var þetta ályktað: „Ráðstefnan fagnar endurskoðun reglna um fjarskiptabúnað íslenskra skipa sbr. rg 956/2008 að hluta til í sam- ræmi við óskir FFSÍ undanfarin ár. Ráðstefnan áréttar að þörf sé á að leggja mun ríkari áherslu á að skipta beri yfir í neyðarsenda með innbyggðum GPS staðsetningabúnaði í staðinn fyrir eldri senda. Sérstaklega þarf að skipta um í öllum gúmbjörgunarbátum íslenskra skipa fyrir næstu skoðun. GPS staðsetningarbúnaður í neyðar- sendum getur skipt sköpum við leit og björgun skipverja í sjávarháska. Með GPS búnaði er leitarsvæðið um 50-100 metra radíus en án GPS verður leitarsvæðið amk 3 sml radíus. Ljóst er að mun fyrr er hægt að koma mönnum til bjargar úr sjávarháska ef neyðarsendarnir eru með fyrrgreindum GPS búnaði. * Fleiri samþykktir voru gerðar. Menn vildu losna við skiljuhólf fyrir Vestfjörðum enda hafa togaraskipstjórar margoft ítrekað þá skoðun sína að ekk- ert í lífríkinu þarna kalli á notkun skilja. Það þarf líka að endurskoða veiðistjórn- unina á karfamiðunum fyrir vestan og opna mið sem Hafró hefur séð ástæðu til að loka um lengri og skemmri tíma. „Með því að auka aðgang að karfaslóð- inni telja skipstjórnarmenn að sóknin jafnist betur á svæðinu og veiðarnar verði skynsamlegri og arðbærari þegar til lengri tíma er litið.“ * Svo var ályktað eftirfarandi um verð- myndun á ýsu. „Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, haldin í Reykjavík 27. og 28. nóvember 2008 skorar á samninganefndir sjómanna að ganga ekki frá kjarasamningi, án þess að verðlagsgrundvöllur á ýsu verði leiðrétt- ur a.m.k. til samræmis við þær forsendur sem gilda um verðmyndun á þorski í beinum viðskiptum.“ * Og um samkeppnisstofnun: „Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasamband Íslands haldin í Reykjavík 27. og 28. nóvember 2008 beinir því til Samkeppnisstofnunar að hún skoði nú þegar hvort sala og verð- lagning á fiski í beinum viðskiptum milli aðila standist samkeppnislög.“ Frá Félagi skipstjórnarmanna Félagsfundir verða haldnir sem hér segir: Á Akureyri mánudaginn 29. desember kl. 14.00 á Strikinu 4. hæð að Skipagötu 14. Í Reykjavík að Grand Hotel Reykjavík þriðjudaginn 30. desember kl.14.00 í Háteigi á 4. hæð. Stefnt er að því að funda víðar kring um hátíðarnar og verður það auglýst þegar þar að kemur. Félagar fjölmennið Með jólakveðju Stjórnin. Baukað við tölvuna. Frá vinstri: Guðlaugur Jónsson FS, Eiríkur Jónsson FS, Reynir Björnsson FÍL og Harald Holsvik FÍL. Ljósmynd: Ægir Steinn Sveinþórsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.