Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 26
26 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ hans vani. Hann dregur hægt fyrst en herðir dráttinn þegar veðrið versnar. Mikið er á línunni; þorskur, smákóð, stór ýsa, steinbítur, hlýri, smálúða, gaddaskata og ufsi sem allt er hirt. Svo er margt sem menn kæra sig ekki um að hirða svo sem stór og smá ígulker, krossfiskur, skelj- arusl, marglyttur og m.fl. Stormurinn eykst og kvikan er orðin stór í álnum svo línan tollir ekkert á línuhjólinu. Formaður flýtir sér að draga en þeir í andófinu hafa ekki áfram svo sá fimmti leggur út tvær árar svo þrjár eru árar á borð. En sá sjötti hamast við að kippa upp fiskinn í smákippur jafnóðum og hann kemur inn. Það er á takmörkum að formaður dregur inn síðari strenginn og komið er ófært norðan veður og brim. Í flýti er segl dregið upp og siglt inn fyrir eystra eyj- arhornið og vestur að Vör en þá er komið það brim að ekki er auðið að lenda nema sæta lögum. Sumir setja fiskkippurnar á streng en aðrir halda bátnum hæfilega frá landi. Svo setjast allir sex undir árar og snúa bátnum nákvæmlega rétt til land- tökunnar, búið að varpa fiskkippunum í sjóinn og strengurinn greiddur. Svona er setið um stund og formaður situr við stýrið uns hann kallar: „Takið þið landróður!“ Allir róa lífróður í land og henda sér út úr bátnum í einu augnabliki er hann rekst í að framan og draga upp eins langt og hægt er og á næsta sjó ennþá hærra. Allt tekst vel. Allt lauslegt er borið upp úr bátnum og hann settur upp á hlunnum, smábútum og skorðaður vel. Síðan draga sumir fisk- kippurnar í land meðan aðrir bera bjóðin inn í sjóbúðina. Þá er fiskinum skipt og hirðir hver sinn hlut og afhausar fiskinn í flýti og rífur innan úr honum og lætur hann í hrúgu heim að sjóbúðinni. Ef einhver á eitthvað eftir þegar aðrir eru búnir er honum hjálpað til. Þegar þetta er allt búið fara allir úr sjóklæðum og nú er farið að hita kaffi meðan menn taka hraustlega til matar síns úr skrínum sínum. Ósvikið er drukk- ið af kaffi á eftir. Þegar þessu er lokið fara menn að stokka upp, hver úr sínu bjóði en for- maður að undirbúa ljósabeituna í næsta róður. Og þá búið er að þessu öllu er kaffi drukkið aftur. Nú fara menn að spjalla, syngja, kveða, spila og sitt hvað annað sér til skemmt- unar og dægrastyttingar. En hríðin og stormurinn lemur utan sjóbúðina og hafa fullt svo hátt og við inni. Hér lýkur frásögn Baldvins af þessum róðri. Fiskurinn liggur í hrúgu utan við sjóbúðina. Hver gerir að aflanum, fletur og saltar? Hvenær? Illviðrið geisar en formaðurinn er strax farinn að undirbúa ljósabeituna fyrir næsta róður. Flakar steinbít og hlýra og smálúðu og kemur flökunum í frysti sem væntanlega er trékassi fyrir utan vegg. Tæknivæddir nútímasjómenn geta velt vöngum yfir því hvernig hægt er að róa frá landi og út í ál og finna dufl, sem þar var skilið eftir í svartamyrkri, án þess að sjá til nokkurra miða. Í persónulýsingu sjómanna hefur Baldvin gleymt einum sameiginlegum þætti sem þó kemur skýrt fram seinna í textanum. Þeim þótti gott kaffi. SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Skólavörðuholti – 101 Reykjavík – sími 514 9000 Átt þú rétt á styrk? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Félagsmaður, sem hefur unnið í a.m.k 12 mánuði skv. kjarasamningi SA/LÍU við Sjómanna- samband Íslands hjá útgerðum innan LÍU og greitt til aðildarfélags Sjó- menntar á þeim tíma, á rétt á stuðningi til starfsnáms. Samtök atvinnulífsins (SA), Landsamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. Nánari upplýsingar á www.sjomennt.is og á sjomennt@sjomennt.is Ertu búinn að vera á sjónum í eitt ár eða meira? Langar þig að fara á námskeið eða í skóla?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.