Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 31
manna, sjómanna og óbreyttra borgara undir stjórn Antonio Gutiérrez de Otero y Santayana. Fram að þessu hafði Nelson gengið vel að eiga við óvininn, meira að segja fram- úrskarandi vel. Hann var því ákaflega öruggur með sjálfan sig þegar hann bauð Spánverjunum að gefast upp. Þegar þeir höfnuðu góðu boði var ekki um annað að ræða en að sýna þeim hvar Davíð keypti ölið. Við laumumst að þeim í skjóli myrk- urs, sagði Nelson. Sendum menn í land og færum herskipin nær landi og gerum þannig samtímis árás af sjó og landi. Þetta hljómaði vel en örlögin áttu eftir að grípa í taumana. Árásin Það kvöldaði. Sólin hvarf snögglega á bak við hrikalega fjallstindana sem myrkrið gleypti í sig. Í bænum kom engum dúr á auga og hermenn voru á stjákli í víghreiðrunum á ströndinni sem Gutiérrez hafði náð að endurbæta töluvert og fjölga áður en flota Nelsons bar að eyjunni. Á sjónum nálguðust skuggaverur á litlum árabátum. Og þó ekki því að sterk- ir straumar gerðu þeim róðurinn erfiðan. Svitinn bogaði af sjóliðunum en þungir bátarnir hreyfðust vart úr stað. Í landi sáust sífellt fleiri eldleiftur og sjórinn tók að springa allt í kringum bátana. Sumir þeirra voru skotnir í kaf áður en árásin var afturkölluð. Bretarnir reyndu öðru sinni og tókst að koma 1000 manna herliði upp í fjöruna. Suma bátana rak þó af leið og hermenn- irnir, sem höfðu aldrei fyrr komið til Tenerife, voru ramvilltir. Sem varði ekki lengi. Bardaginn sem upphófst stóð langt fram á næsta dag. Þeir þurftu því ekki annað en að ganga á skotdrunurnar til að finna félaga sína aftur. En þar biðu aðeins vandræði. Spánverjarnir héldu uppi þungri skothríð og Englendingarnir kom- ust hvorki lönd né strönd. Að lokum dró Nelson lið sitt til baka. Þegar kvöldaði kallaði flotaforinginn yfir- menn sína til fundar um borð í flaggskip- ið, Theseus. Ný árásaráætlun var samin. Að þessu sinni ætlaði hann sjálfur að stjórna landgöngunni. Nóttin skall á og Nelson lagðist óróleg- ur til hvíldar. Ósigur Englendingarnir notuðu daginn til að undirbúa sig. Byssur voru yfirfarnar, kúlur taldar í litla poka sem mennirnir báru í hliðarbelti við hliðina á púðrinu sem þeir reyndu að búa sem vandlegast um svo að sjórinn næði ekki að eyði- leggja náttúru þess. Loks voru árar bátanna vafðar með klútum. Það átti að laumast í land og þá skipti öllu að fara sem hljóðlegast. Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 31 Texti og ljósmyndir: Jón Hjaltason Nelson, Tenerife og handleggurinn Rómverski sagnaritarinn og vísindamaðurinn, Pliny eldri, skrifaði eftirfarandi í hinu mikla verki sínu, Historia naturalis (6. bók, 37. kafla sem þýtt hefur verið á ensku og gefið út í tíu bindum undir heitinu, Natural History): „Juba segir frá því að ein Hamingjueyjannna sé kölluð Canaria eftir hinum mikla fjölda stórra hunda er þar lifa ... “ – en þetta hafa líklegast verið fjárhundar innfæddra. Nú má auðvitað velta því fyrir sér hvernig á því stendur að fugl er nefndur hund- ur? Staðreyndin er sú að orðið „kanarí“ á sér rót í latneska orðinu „canis“ sem merkir hundur. Þetta er því í sjálfu sér ekkert annað en ein þessara tilviljana sög- unnar sem enginn kann að skýra; kanarí-hundurinn dó út, í og með vegna þess að Spánverjar hræddust hann og vildu að innfæddir ættu sem fæsta slíka. Enda voru hundarnir ekki einugnis notaðir til að gæta fjár heldur einnig í stríði – eða það fullyrtu spönsku konkvistadorarnir að minnsta kosti. Kanarífuglinn hins vegar blómstraði sem aldrei fyrr. Nafnið eigum við (og mest þó Kanaríeyingar) sem sagt Juba konungi af Mauritaniu að þakka. Juba, sem var vinur Ágústusar keisara, gerði út nokkra leið- angra til að kanna strendur Afríku og það var einn þessara leiðangra sem fann Kanaríeyjar sem menn héldu þá einna helst að væru hinar þjóðsagnakenndu Hamingjueyjar (eða Eyjar hinna hólpnu). En þar skapaði hin afspyrnu ruglingslega goðafræði Grikkja hamingjustað fyrir góðar sálir og skal ekki farið nánar út í þá sálma hér. Hitt er svo annað mál að á Hundaeyjum hafa margir Íslendingar fundið sínar Hamingjueyjar. Sömu sögu var ekki að segja um sir Horatio Nelson. Hrikaleg fjöllin ramma Santa Cruz inn eins og málverk frá 17. öld. Það kvöldaði. Sólin var sest. Í þetta sinn ætlaði Nelson að einbeita sér að höfninni sjálfri. Mennirnir höfðu þó ekki lengi róðið þegar hulunni var svipt af þeim. Spönsk freigáta hafði orðið þeirra vör og hleypt var af viðvörunarskotum. Í landi voru menn reiðubúnir. Hermenn jafnt og óbreyttir borgarar. Í sömu mund og Nelson stökk upp í fjöruna varð hann fyrir skoti sem hitti

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.