Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 10
10 - Sjómannablaðið Víkingur
skrifstofu, þeir voru að vinna sig upp og
voru færðir á milli skipa eftir því sem
þeir hækkuðu í tign. Og ég er á Goðafossi
alveg þangað til að hann er skotinn niður.
En ef ég hefði haldið mig bara á Snorra
goða þá hefði ekkert komið fyrir mig, já,
nema strandið á Svölunni forðum.
„Hræðslupeningar“
Goðafoss var í Ameríkusiglingum
og fyrstu 2 – 3 túrana sigldum við ein-
skipa. En í júní 1941 er Heklan skotin í
kaf 400 sjómílur út. Eftir það fórum við
með Kötlunni og í fylgd með bandarísk-
um tundurspilli. Hann fylgdi okkur til
Nýfundnalands. Þeir voru að reka á eftir
okkur alla leiðina. Goðafoss gekk 11 – 12
mílur en Katlan ekki nema 9 mílur. Sjálfir
gátu þeir gengið 20 mílur að minnsta
kosti og brenndu þá ógurlega, fannst
manni.
Jónas frá Hriflu hafði talað um
hræðslupeninga í þinginu, blóðpeninga
sögðu aðrir. Þetta var sú áhættuþóknun
er við fengum sem sigldum í stríðinu.
Sigmundur Guðbjartsson, vélstjóri á
Heklunni, er talinn hafa bjargað þeim 7
sem komust á flekann og voru þar í 11
daga, eða þangað til að kanadískur tund-
urspillir fann þá. Vélstjórinn skammtaði
í þá kexið og vatnið, fingurbjörg á dag,
varla meira en það, og hann sagði að þá
hefði verið gaman að hafa Jónas á Hriflu
með á flekanum, þessa 11 daga sem þeir
hröktust undan Grænlandi í köldum sjó,
þótt júlí væri. Þetta var árið 1941.
Þegar togarinn Hannes ráðherra strand-
aði hérna uppi á Kjalarnesi, þá keypt
Alliance annan togara fyrir hann, Jón
Ólafsson, og hann var nýjastur af þeim
öllum. Hann var eiginlega flottasti tog-
arinn sem við áttum. Hann týndist í sigl-
ingu á heimleið frá Bretlandi 1942. Það
heyrðist ekkert frá honum. Hefur ekki
fengið sjens.
Og munurinn á því að vera kyndari á
togara eða á Goðafossi?
Þetta var töluvert öðru vísi á fraktskip-
unum en á togurunum. Allt var rýmra á
Goðafossi og þegar við sigldum í skipa-
lestunum var það svo rólegt, ekki var
keyrt nema rúmlega hálfa ferð.
Svo var styttri vinnutími. Það voru 8
tímar á sólarhring á skipunum en á tog-
urunum voru það 12. Kyndarastarfið var
erfiðasta starfið á togara. Þeir brenndu
10 til 11 tonnum af kolum á sólarhring
og allt var mokað með handafli. Henda
þurfti kolunum tvisvar, þegar liðnir voru
3 til 4 dagar af túrnum, sækja þetta inn í
kolaboxin og henda þessu út á fírplássið
og síðan inn á eldana, og svo þurfti að
hreinsa eldana. Gjall safnaðist ofan á rist-
arnar og þetta þurfti maður að skafa út
einu sinni á vakt. Í flestum tilfellum var
meira en nóg að gera og hitinn eftir því.
Tveir kyndarar voru á togara, við
unnum í 6 tíma og hvíldum í 6. En á
flutningaskipunum voru 3 kyndarar og
við unnum í 4 tíma og áttum 8 tíma frí.
Þar voru katlarnir tveir. En ári eftir að ég
byrjaði kom svokallaður lempari, hann
lempaði kolin út á fírplássið og það mun-
aði mikið um hann. Þá þurfti maður bara
að vera á fírplássinu. Fyrir þessu höfðu
þeir barist hjá Eimskip í áraraðir fyrir
stríð. Þá voru skipin á áætlun og keyrt á
fullri ferð en í skipalestunum var það örs-
jaldan að keyrt væri á fullu og þá aðeins
stuttan tíma í senn. Við hugsuðum ekkert
um kolafyllinguna, það kom allt úr landi
og yfirleitt þegar við komum í endahafnir.
Já, við máttum reykja í boxunum, það var
hættulaust.
– Einn lempari var fyrir alla og hann
átti að vinna í 8 tíma, og svo þegar það
var orðið lengra að kasta því út að fír-
plássinu, þá þurfti hann kannski að vinna
1–2 tíma aukalega. Lemparinn átti að sjá
til þess að við þyrftum ekki oft að fara
inn í kolaboxin. Þeir sáu þetta sjálfir og
vissu hvað þeir áttu að gera. Lempararnir
voru menn á öllum aldir en þó ekki
gamlir. Eiginlega voru engir kyndarar,
sem maður þekkti, orðnir 40 til 45 ára.
Þá var þetta ekki hægt lengur. Það var
svo erfitt.
Úr erfiðasta starfinu í það
léttasta
Gufuvélin á Goðafossi var 1400 hestöfl,
tveir katlar, og við þurftum að moka í þá
til skiptis og halda uppi dampinum 200
pund á tommuna; það var gufuþrýsting-
urinn sem varð að vera í þeim. Katlarnir
unnu saman. Það var enginn gír en hrað-
inn var tempraður með gufunni. Þú gast
ráðið því hvort vélin snerist 30–40 snún-
inga á mínútu eða 96 snúninga, og það
var mest.
Telegraph var uppi í brúnni, full, half-
full, slow, stop og sama var fyrir bakkið.
Vélin var bara tempruð á einum ventli,
gufuventlinum frá katlinum. Þegar ég var
búinn að vera lengi kyndari var maður
orðinn hálfgerður vélstjóri að reynslu,
þótt maður kynni ekkert bóklegt. En
allt það verklega, sem máli skipti, kunni
maður.
Þegar ég var kominn í Héðinn, þá fer
að vanta vélstjóra, og þá á að nota okkur
gömlu kyndarana sem annan og þriðja
vélstjóra og annað slíkt. Og einu sinni var
mér boðin fyrsta vélstjórastaða á nýsköp-
unartogara en ég þorði ekki að taka það,
ég bara treysti mér ekki til þess. Ábyrgðin
var of mikil því að þótt þetta væru gufu-
togarar voru þeir kyntir með olíu. Það
Í júní 1941 er Heklan skotin í kaf.
Hafliði Hafliðason vélstjóri. Afi Hafliða var
Snæbjörn í Hergilsey.