Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 30
Ég geng um götur Santa Cruz,
höfuð borgar Tenerife. Börnin eru
að safna í brennur. Það er hátíð í bæ.
Fiesta de San Juan, kalla börnin þegar
ég spyr og skil ekki orð. Um kvöldið
brenna eldar.
Ég fer um garða og þröngar götur. Yfir
mér gnæfir fjallshlíðin og ofvaxin hótel.
Í hlíðunum hanga húsin eins og vínber á
klasa. Ég sest niður svolítið annars hugar.
Mér er heitt og ég sötra bjór, meira fyrir
siðasakir en að mér finnist hann svo
góður.
– Guten Tag.
Ég lít upp. Gamall maður hefur stað-
næmst við bekkinn minn og horfir á mig
forvitnum augum.
Ég gríp til skólaþýskunnar og hann
skiptir umsvifalaust yfir í ensku.
Jú, ég segist kunna hrafl í því máli.
Sá gamli: Ég er fyrir tungumál en ég vil
læra þau eins og börnin, fullkomnun er
mitt markmið.
Er maðurinn að sneyða að enskukunn-
áttu minni? Ég er ekki viss um að mér
líki við þennan gamla karl. Spyr samt um
ætt og uppruna.
Sá gamli: Ég er fæddur hér á Tenerife
og hér hef ég átt heima í 70 ár.
Á eftir fylgir langur fyrirlestur um
Kanaríeyjar, að þær séu mögulega leifar
hins forna meginlands Atlantis, um frum-
byggja Tenerife, Guanche, sem Spánverjar
áttu í hinu mesta basli við að undiroka,
og ... svo kemur spurningin:
– Vissirðu að hér missti Nelson flota-
foringi handlegginn?
Ég sé ekki betur en að gamli maðurinn
rétti örlítið úr bakinu og stoltið leynir sér
ekki.
– Jú, þetta var eina orrustan
sem Nelson tapaði. Ég nota þetta á
Englendingana þegar þeir eru með
kjafthátt. Sem er oft. Þeir koma hingað
í sólina og hamingjuna en eru svo ekk-
ert nema ofstopinn, drekka mikið og eru
sífellt að koma sér í vandræði við lögregl-
una. En þeir vilja ekki tala um Nelson og
árás hans á Santa Cruz. Þegar ég minnist
á hana þá missa þeir skyndilega málið og
láta sig jafnvel hverfa.
Gamli maðurinn hefur greinilega fund-
ið aðferð til að eiga við uppivöðslusama
Tjalla. Hvar missti Nelson handlegginn,
er spurningin sem setur tappann í jafnvel
hinn ósvífnasta, bjórdrykkju-óróasegg. Að
minnsta kosti ef hann er af ensku bergi
brotinn og staddur í borginni Santa Cruz
á eyjunni Tenerife.
Ég er hvorugt og spyr því: Hvar missti
Horatio Nelson handlegginn? Og hvernig?
Dregur til tíðinda
Í júlí 1797 sigldi bresk flotadeild undir
stjórn Nelsons áleiðis til Tenerife. Bretar
áttu í stríði við Frakka og Spánverjar
höfðu lagst á sveif með Frökkum. Fyrir
vikið voru spönsku gullskipin, sem komu
handan yfir hafið frá Ameríku, hlaðin
gulli og silfri, landbúnaðarvörum og öðru
verðmæti, orðin réttmætt hergóss. En það
var snúið að ná þeim. Bretarnir vissu að
höfnin í Santa Cruz var fastur áfangastað-
ur gullskipanna og ákváðu því að leggja
hana undir konung sinn.
Nelson tók að sér verkefnið.
Árásarflotinn samanstóð af níu skipum,
stærri og smærri, sem höfðu um borð
samtals 400 fallbyssur og 4000 manns.
Til varnar hafði Spánverjum tekist að
skrapa saman um 1.700 manna liði her-
30 - Sjómannablaðið Víkingur
Texti og ljósmyndir: Jón Hjaltason
Nelson, Tenerife
og handleggurinn