Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 51
Getraun þessi er miðuð við að þeir sem kunnugir eru ströndum landsins, sjávarbyggðum, fiskitegundum og fiskimiðum eigi auðvelt með að svara þessum 10 spurningum sem hún hefur að geyma. Upphafsstafir svara við fyrsta lið spurninganna eiga að mynda nafn á fiskitegund sem mikið er veidd hér við land. Svör sendist ritstjóra vorum, Jóni Hjaltasyni, Byggðavegi 101B, 600 Akureyri, fyrir mánudaginn 23. febrúar 2009. Veitt verða þrenn bókaverðlaun. Berist fleiri réttar úrlausnir en þrjár verða nöfn dregin úr hatti. Yfirdómarar Getraunarinnar eru hjónin Guðríður B. Jónsdóttir og Þórður Vilhjálmsson en þau semja jafnframt spurningarnar. Gangi ykkur vel. 1. Þann 8. feb. 1925 gekk aftaka veður af landnorðri yfir vestanvert landið og fór- ust þá 2 íslenskir togarar og með þeim 68 menn. Hvað hefur þetta veður verið nefnt? Hvað hétu togararnir sem fórust? 2. Þéttbýlisstaður sem varð löggiltur versl- unarstaður 1836. Staðurinn dregur nafn af sundi sem er milli höfða nokkurs og hólma skammt undan landi. Í einni lýs- ingu er komist svo að orði að höfnin líkist mest stórri tjörn með sambandi við hafið um sundin tvö beggja vegna hólm- ans. Höfnin er opin en eyja nokkur skýlir henni fyrir norðansjóum. Höfnin var grunn en var dýpkuð árin 1941 og 1954. Á síldarárunum voru mikil umsvif á staðnum og var hann einn mesti síld- arsöltunarstaður landsins um skeið. Hvað heitir staðurinn? Hvað heitir eyjan sem skýlir höfninni? 3. Spurt er um útgerðarstöð sem var fengsæl um langan aldur. Þaðan mun hafa verið stunduð útgerð þegar á 14. öld. Árið 1703 voru þar 27 verbúðir en aldrei var þar föst búseta árið um kring. Um er að ræða litla eyju sem er raunar sandhóll sem hlaðist hefur upp á grynningum milli blágrýtisskerja sem koma upp úr um fjöru. Heit uppspretta er þar við fjöru- borð og er það eina vatnið sem finnst á eyjunni. Hvað heitir þessi útgerðarstöð? Á hvaða firði er hún? 4. Sæbratt fjall sem skip leita gjarna skjóls undir í norðan- og norðaustan átt. Í fjall- inu er að finna örnefni einsog: Innra- og Ytra-Bein, Innri- og Ytri-Bringur og Dugguklett. Undir þessu fjalli fórst íslenskur togari 1955. Hvaða fjall er þetta? Hvað hét togarinn sem þarna fórst í janúar 1955? 5. Lítill fjörður sem gengur inn frá norð- anverðri allstórri vík. Samnefnt lítið þorp er fyrir botni fjarðarins og þar er verslun fyrir næstu byggðarlög. Landleiðin að þorpinu liggur um brattar skriður sem í daglegu tali eru nefndar Urðir. Þar sem skriðurnar enda er há brekka. Í brekku- rótum stendur steindrangur sem í er hola eða skúti sem sagan segir að Guðmundur biskup góði hafi setið í er hann vígði skriðurnar. Munnmæli herma að vígsluat- höfn þessi hafi borið svo góðan árangur að ekki hafi síðan orðið slys í skriðunum hvorki á mönnum né skepnum. Hvað heitir fjörðurinn? Hvað heitir víkin sem hann gengur inn úr? 6. Í þekktu ljóði eru þessar ljóðlínur: „Og vestfirskur jökull, sem heilsar við Horn í hilling með sólroðna brá“. Hver orti ljóðið? Hvað heitir jökullinn? 7. Í einni af Íslendingasögunum er að finna elstu heimild hérlendis um notkun þör- unga til manneldis. Þar segir frá því að kona nokkur lét föður sinn éta söl til að seðja hungur sitt. Hvað heitir sagan? Hver var konan? 8. Þegar landhelgin var færð út í fimmtíu sjómílur 1972 urðu mikil átök á mið- unum eins og margir muna. Hver var sjávarútvegsráðherra þegar útfærsla tók gildi? Hvað hét skipherra Landhelgisgæslunnar sem mest kom við sögu í þessu stríði? 9. Hann var alinn upp við sjó, ungan dreymdi um skip og sjó, stundaði alla ævi sjó, aldurhniginn fórst í sjó. Um hvaða sjómann var þetta kveðið? Hvaða skáld kvað svo? 10. Hinir svokölluðu „nýsköpunartogarar“ komu til landsins á árunum 1947-1952. Hvað hét togarinn sem fyrstur kom til landsins? Hvaðan var hann gerður út? Góða skemmtun og gleðileg jól. 51 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ Guðríður B. Jónsdóttir og Þórður Vilhjálmsson Jólagetraunin

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.