Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 32
32 - Sjóm­annablaðið Víkingur­ hann í hægri handlegginn. Bátnum var þegar snúið við og róið með sjóliðsfor- ingjann út í Theseus. Þegar átti að hjálpa honum um borð hvæsti hann: – Látið mig vera. Ég er ekki fótalaus. Flotalæknirinn hafði verið látinn vita hvers hann átti von og beið reiðubúinn. Nelson, fölur af blóðmissi og sárt kvalinn, benti á handlegginn og sagði: – Læknir, ég vil að þér losið mig við þetta einskis- nýta kjötstykki. Var svo handleggurinn tekinn af og hent í sjóinn en hálftíma síðar var Nelson mættur á dekk og byrjaður að skipa fyrir. Allt kom þó fyrir ekki. Gutiérrez hafði séð fyrir hvað Nelson ætlaði sér og notað tækifærið þegar Englendingarnir hörf- uðu í fyrra sinnið til að flytja mestallan herafla sinn að höfninni. Spánverjarnir stóðu því fastir fyrir og þegar ensku sjóliðarnir reyndu að sækja inn í borgina var þeim svarað með ákafri skothríð er neyddi þá til að bæla sig niður og leita skjóls á klettóttri ströndinni. Nelson sá að við svo búið mátti ekki sitja og sendi liðsauka sem varð fyrir svo þungri fall- byssuskothríð að bátunum var snúið til skips aftur áður en landi var náð. Félagar þeirra höfðu þá þumlungast inn í bæinn en áttu í vök að verjast og komust hvorki afturábak né áfram. Kjarkurinn hafði þó ekki yfir- gefið breska foringjann, sir Thomas Troubridge, sem sendi Gutiérrez skilaboð um að nú væri tímabært fyrir Spánverjana að gefast upp. Gutiérrez svaraði um hæl og ráðlagði Bretanum að láta af öllum drykkjuskap sem gerði aðeins illt verra í þeirri úlfa- kreppu sem hann væri búinn að koma sér og mönnum sínum í. Bardaginn hélt áfram og aftur sendi Troubrigde erindreka á fund Gutiérrez. Við munum taka vægt á ykkur og íbúum Tenerife ef þið gefist upp, voru skilaboðin. Gutiérrez lofaði á móti, og í allri vin- semd, að senda lækni til að athuga heila- starfsemi Troubridge og ef nauðsyn krefði að tryggja honum pláss á sjúkrahúsi þar sem hann gæti notið frekari aðhlynn- ingar. Þessi gálgahúmor foringjanna breytti þó engu um hið óumflýjanlega. Englendingar voru búnir að tapa orrust- unni. Málalok, betri en við átti búast Ósigur Nelsons var mikill. Hann hafði misst 250 menn og 128 voru særðir en í liði Spánverja féllu aðeins 30 og 40 voru sárir. Gutiérrez lét hlynna að föng- unum jafnt og sínum eigin mönnum. Hann leyfði þeim meira að segja að halda vopnum sínum og skaut undir þá bátum til að hjálpa þeim aftur um borð í bresku herskipin sem lágu fyrir utan. Óhagstæðir vindar höfðu komið í veg fyrir að Nelson Nelson hefði án nokkurs vafa gefið aleigu sína fyrir svona skip sem ælir magainnihaldi sínu beint á bryggjuna. Jafnvel í miðri borginni er byggt á gilbörmum. Látið ekki undir höfuð leggjast að heimsækja Carcía Sanabria garðinn þegar þið komið næst til Santa Cruz. Þar er meðal annar að finna fjöldann allan af styttum og þessa blómaklukku.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.