Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 24
24 - Sjómannablaðið Víkingur
Flestum þótti skömm að slíku. Og þá var
gleði nóg.
Vandvirkni og hreinlæti var áðdáanlegt.
Menn voru yfirleitt mjög snyrtilegir í
klæðaburði og hirtu fyrirmyndarlega um
sjóföt sín og öll veiðarfæri. Þetta fór fram
með inngefinni reglusemi og ánægju,
handflýti og hógværð.
Menn voru framúrskarandi gestrisnir
og meðal sjómanna var gott bræðralag og
eining.
Þegar komið var upp af línu meðan
hún lá að næturlagi, og hvert sem maður
kom, voru bæir ólokaðir og gengu menn
inn sem heimamenn þótt fólk væri í
fastasvefni. Var þá strax farið að klæða
sig og sýna komumönnum gestrisni og þá
var oft glatt á hjalla.
Mönnum þótti kaffið gott
Baldvin lýsir einum róðri frá Hrísey
í byrjun jólaföstu á sexrónum bát.
Snemma var róið og hásetarnir urðu að
byrja á því að beita. Á haustvertíð var
vani að hver beitti þrjá stokka, jafnvel
fjóra, þeir sem voru fljótir. Stokkurinn
vanalega 100-120 önglar. Að auki
höfðu hásetar spotta, lítinn stokk,
þetta 30-100 öngla eftir því hve dugleg-
ir þeir voru og hve fljótir þeir voru að
beita. Viðvaningar höfðu oftast engan
spotta. Og þeir sem voru seinir að beita
urðu oft og einatt að þola það að spotti
þeirra sæti óbeittur í landi.
Búnaðurinn, sem sjómenn höfðu
til að verjast bleytu og ágjöf á þessum
tíma, var skinnstakkur, skinnbuxur,
sjóhattur, skinnsokkar og stórir sjóskór
úr leðri með opi á tám og hælum svo
sjór gæti gengið þar út. Innan undir
þessu urðu menn að vera vel búnir. Á
höndum höfðu menn þykka sjóvett-
linga.
Mesta hetjan var vitaskuld formað-
urinn og og Baldvin gefur honum
einkunn. Lítur greinilega mjög upp til
hans en verður þó að viðurkenna að
hann sé ekki fullkominn:
Frásögnin er hér lítillega stytt og
dregin saman.
Björn Ingólfsson
Róður á sexæringi um 1880
Úr fórum Baldvins Bárðdal
Hér birtist þriðji og seinasti þáttur
frásagnar Baldvins Bárðdal sem
Björn Ingólfsson, fræðimaður á Grenivík
og fyrrverandi skólastjóri, hefur ritstýrt.
Í rómantísku ljósi
Þessi frásögn Baldvins af sjóróðrum er
tekin úr kafla sem í handriti hans ber heitið
Sjómannalíf við Eyjafjörð fyrir 50-60 árum.
Að hálfri öld liðinni sér hann sjómanns-
lífið hillingum og rómantísku ljósi og finnst
ýmsu hafa farið aftur. Í minningunni leikur
ljómi um þessar hetjur hafsins sem hann var
þá í félagsskap með. Hann segir:
Röskvari drengi hef ég aldrei hitt. Það
var allt gert með flýti, fjöri, vandvirkni
og ánægju. Af þessu leiddi að menn urðu
hraustir, snarir í snúningum og djarfir
í öllu, en þó með forsjá. Það var ekki
verið að hika við eða hanga yfir verk-
inu með ólund eða deyfð, kjaftæði eða
óvandvirkni. Slíkt kom ekki fyrir, og
aldrei þetta bölv og klám og heimskuhjal
sem fjöldinn af sjómönnum iðkar nú.
Skinnklæddir sjómenn við gamlar verbúðir.