Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.2008, Blaðsíða 47
Sjóm­annablaðið Víkingur­ - 47 Villa í sjókorti Hugsanlegt er að villa í sjókorti hafi valdið því að skemmti- ferðaskipið Sea Diamond strandaði og sökk við Santorini á síð- asta ári með þeim afleiðingum að tveir farþegar fórust. Gríski sjóherinn gaf nýlega út nýtt sjókort af svæðinu þar sem skipið strandaði og kom þá í ljós að skerið sem Sea Diamond lenti á er í nýja kortinu merkt sem rif sem nær 113 metra frá landi en á eldra sjókorti náði það aðeins 58 metra. Strandstaðurinn er nú sagður með um 5 metra dýpi í stað 18 til 22 metra dýpis í eldra kortinu. Ekki hefur tekist að fá yfirlýsingu frá sjóhernum um málið. Fimm sænskar í áhöfn Atlantic Companion. Stýrimennirnir eru í gulu bux­ unum. Konur í sviðsljósi Þegar ein atvinnugrein hefur sýnt að miklir atvinnumögu- leikar séu í boði þá er eðlilegt að þangað flykkist fólk í atvinnuleit. Konur hafa í æ ríkari mæli tekið stefnuna á sjóinn. Áhöfnin á sænska gáma- og ekjuskipinu Atlantic Companion hefur sannarlega fengið að njóta krafta kvenna á þessu ári en af 18 manna áhöfn eru fimm konur og þar af fjórar þeirra stjórnendur. Yfirstýrimaðurinn og annar stýrimaður eru kon- urnar í brúnni en í vélinni er tæknistjórinn (yfirvélstjórinn) og fyrsti vélstjóri kvenmennirnir þar. Þá er einn messinn um borð kona. Yfirstýrimaðurinn Anneli Borg hafði á orði í viðtali við Nautisk Tidskrift, sem er félagsblað skipstjórnarmannafélags- ins sænska, að venjulega yfirgæfu konurnar sjóinn þegar þær eignuðust börn. Ekki veit ég hvort þessum orðum hennar gætu falist ábendingar til kollega hennar þar sem annar stýrimaður, Victoria Quiding, er trúlofuð einum hásetanna um borð. Hjá útgerð skipsins, AB Transatlantic, eru í dag 230 yfirmenn og þar af eru 25 konur. Í nýlegri úttekt IFSMA, alþjóðasamtaka skipstjóra, kemur í ljós að meðal starfsaldur kvenna á sjó eru 4 ár en karla 7 ár. Það má því segja að mikil þörf er á nýju fólki inn í atvinnugreinina enda stoppa margir stutt við. Vantaði pappíra „Skipstjóri“ bandarísks dráttarbát á yfir höfði sér fimm ára fangelsi og 250 þúsund dollara sekt fyrir að falsa atvinnu- skírteini sitt. Það var útgerð dráttarbátsins sem tók eftir föls- uninni og kærði hann til strandgæslunnar. Fyrir dómi við- urkenndi skipstjórinn brot sitt en hann hafði fengið útgefið atvinnuskírteini árið 2000 sem síðan var afturkallað árið 2005. Skipstjóranum hafði síðan tekist að vinna í 227 daga á falsaða skírteininu áður en upp um hann komst. Dómur verður kveð- inn upp þann 21. janúar á næsta ári. Hvalræði Loka sagan að þessu sinni er einnig frá hinni ótrúlegu Ameríku. Nú í byrjun desember taka gildi nýjar reglur sem ná til skipa er sigla á austurströnd Bandaríkjanna og eiga að draga úr hraða þeirra vegna hvala. Sú krafa verður gerð að skip sem sigla nær landi en 20 sjómílur dragi úr ferð niður í 10 hnúta og einnig eru skip beðin um að minnka ferð ef þau sjá til þriggja eða fleiri sléttbaka utan þessa svæða. Samkvæmt upplýsingum frá NOAA telja þeir að einungis 400 dýr séu eftir af þessari tegund en svo er spurningin hvort rétt var talið. Það verður eflaust erfitt fyrir skip í ströngum áætlunarsiglingum að þurfa að hægja á sér um allt að helming. Spurningin er sú hvort síðan komi bann við siglingu skipa að næturlagi þar sem ekki sjáist þá til hvalanna. Laus­n á s­íðus­tu k­r­os­s­gátu

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.