Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Page 10
10 – Sjómannablaðið Víkingur
Skipsbjöllur hafa öldum saman verið
um borð í skipum. Þær hafa verið
notaðar til merkjagjafa, til að fylgjast
með tímanum og til aðvörunar. Fyrstu
heimildir um bjöllur eru allt frá brons-
öld og þá frá Kína þar sem þær nutu
mikillar virðingar. Á miðöldum í
Evrópu hófu kristnir menn að nota
bjöllur til að hringja inn guðsþjónustur
líkt og við þekkjum í dag sem og þegar
þurfti að koma sérstökum tilkynningum
á framfæri.
Slegið í glas
Fyrstu heimildir um skipsbjöllur eru frá
árinu 1485 en þá voru þær komnar um
borð í breskt skip að nafni Grace Dieu.
Tíu árum síðar segja heimildir að breska
skipið Regent hafi verið með tvær skips-
klukkur sem nefndar voru vaktabjöllur í
munalista skipsins.
Eflaust hafa sjómenn fljótlega áttað
sig á notagildi skipsbjöllunnar, ekki hvað
síst í slæmu skyggni og þoku en fyrstu
öruggu heimildirnar um slíka notkun
eru frá árinu 1676. Þá mun Henry nokk-
ur Teonage, sem þjónaði sem prestur í
breska Miðjarðarhafsflotanum, hafa lýst
því hversu hentugt var að nota skips-
bjöllur í þoku, trumbur og byssuskot,
svo að skipin flæktu ekki reiðum saman.
Smátt og smátt fóru skipsbjölluhringing-
ar að verða að venju í þoku og slæmu
skyggni. Það var þó ekki fyrr en 1858 að
breskar flotareglur gerðu bjölluhringing-
ar að skyldu í takmörkuðu skyggni. Sigl-
ingareglur hafa allar götur síðan haft
bjölluhringingar sem hluta af viðvörun-
arhljóðum frá skipum.
Sjómenn nútímans hafa ekki þurft að
nota skipsklukkur í eins ríkum mæli og
áður fyrr. Í dag eru öll skip búin þoku-
lúðrum sem hafa leyst skipsbjöllurnar af
hólmi við merkjagjafir í takmörkuðu
skyggni en reyndar eru enn ákvæði í al-
þjóðasiglingareglunum um að skipsbjalla
skuli slegin þegar skip liggur við akkeri
sem og ef það stendur á grunni.
Skipsbjöllurnar voru einnig notaðar
til að fylgjast með tímanum áður en
menn fengu skipsklukkur til þeirra nota.
Eins og fram kom hér að framan eru til
heimildir um tvær bjöllur um borð í
skipum allt frá 1495 en slíkt hélst og
hefur í raun haldist alla tíð að mestu.
Önnur skipsbjallan er staðsett frammi á
bakka og hin í stýrishúsi. Tilgangur stýr-
ishússbjöllunar var að halda utan um
tímavörslu á siglingavöktum. Til þess
höfðu menn stundaglas sem var með
sandi í og mældi nákvæmlega 30 mínút-
ur. Í breska flotanum voru ungir drengir
notaðir til að fylgjast með stundaglasinu
og í hvert sinn sem efri hluti stunda-
glassins tæmdist í það neðra snéru þeir
því við og á sama tíma slógu þeir hljóm í
skipsbjölluna. Þetta var kallað að slá
glas. Þessi siður var við lýði á íslenskum
skipum allt fram á sjötta og sjöunda ára-
tug síðustu aldar. Má segja að með brott-
hvarfi farþegaskipanna Gullfoss, Heklu
og Esju hafi þessi siður lagst með öllu af
en ég hef ekki heimildir fyrir því að glas
hafi verið slegið allan sólarhringinn um
borð í íslenskum skipum eftir 1973.
Bjölluhringingin sagði allt
Við að slá glas miðuðust bjölluhringing-
arnar við fjögurra tíma langar vaktir.
Eins og áður sagði var sandur í stunda-
glasinu og kláraðist að renna á milli
hólfa á hálftíma fresti og var jafnan sleg-
ið í bjöllu þegar glasinu var snúið. Eftir
að menn fengu klukkur á stjórnpalla
skipa hvarf stundaglasið en menn hættu
ekki að slá glas þrátt fyrir það. Á fyrsta
heila tíma vaktar voru þá slegin tvö slög.
Næsta hálftíma þar á eftir voru slögin
þrjú. Við lok hvers hálftíma til viðbótar
var alltaf bætt við einu slagi. Í lok fjög-
urra tíma vaktar voru því slegin átta
högg. Næsta hálftíma þar á eftir var á ný
aðeins slegið eitt högg en síðan koll af
kolli þar til aftur voru komin átta högg
og ný vaktaskipti. Þótt þessi siður sé nú
löngu aflagður á íslenskum skipum og
þótt víðar væri leitað þá hefur hann þó
haldist áfram í hinum tæknivædda sjóher
Bandaríkjamanna.
Skipsbjöllur gegndu einnig því hlut-
verki að aðvara skipverja í tilfellum elds-
voða um borð. Ef eldur kom upp var
skipsbjöllunni hringt látlaust í fimm sek-
úndur og í kjölfarið slegið eitt, tvö eða
þrjú högg sem gaf til kynna hvar á skip-
inu eldurinn var, framskipi, miðskips eða
í afturskipi.
Við brottför skipa úr höfn var skips-
klukka einnig slegin. Þessi siður var við-
hafður á skipum í farþegaflutningum til
að vara þá, sem og aðra, við að brátt
drægi að brottför skips. Þegar 20 mín-
útur voru í brottför var eitt högg slegið í
klukkuna, tvö högg þegar 10 mínútur
voru til brottfarar og þrjú högg við brott-
för.
Að lokum má ekki gleyma hlutverki
skipsklukkunnar við hífingu akkeris.
Þegar hver einstakur liður kom upp úr
sjó voru slegin jafn mörg högg og liður-
inn taldi. Í því tilfelli fækkaði því högg-
um eftir því sem minna var eftir af keðj-
unni í sjó og þegar akkerið var komið í
sjólínu var skipsklukkunni slegið ótt og
títt. Á sama hátt og menn fóru að nota
úr og klukkur til að fylgjast með tíman-
um í stað þess að slá glös hafa ný vinnu-
brögð komið í stað þeirra verka sem
skipsklukkan ómaði undir. Viðvörunar-
kerfi aðvara skipverja ef eldur kviknar,
talstöðvar upplýsa um framgang akkeris-
hífinga og skipsflautur gefa öðrum skip-
um merki um ferðir sínar. Þrátt fyrir að
enn séu ákvæði í alþjóðasiglingareglum
um notkun skipsbjalla eru þær í dag
orðnar meira punt og til minningar um
gamla tíma og gamla siði.
Hilmar Snorrason
Sk ips b j ö l l u r
Skipsklukkan af nýsköpunartogaranum Ingólfi
Arnarsyni.
Skipsklukkan af Gullfossi.