Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Qupperneq 18
18 – Sjómannablaðið Víkingur Járnbrautin kom fyrst Iðnbyltingin er talin hefjast á Englandi um miðja 18. öldina. Eitt merkasta afkvæmi hennar er gufuvélin frá 1769, sem kennd er við James Watt og breytti fleiru en í fyrstu var ætlað, bæði í iðnaði og samgöngum. Þegar gull fannst í Kaliforníu í janúar 1848, skapaðist raunverulegt gullæði. Fólk flykktist af stað vestur í von um skjótfenginn gróða. Um tvær leiðir var að velja: að fara með hestvögnum vestur slétturnar miklu og síðan yfir Klettafjöllin, en það var ekki fyrr en 1869, að járnbraut var lögð vestur yfir Bandaríkin, stranda á milli; eða sjóleið- ina suður fyrir Hornhöfða í Suður- Ameríku og norður til Kaliforníu, alls rúmar 13 þúsund sjómílur, ferðalag sem gat tekið marga mánuði við erfiðan að- búnað. Það var kaupsýslu- og útgerðarmaður- inn William H. Aspinwall, sem flotaði þeirri hugmynd að byggja járnbraut þvert yfir Panamaeiðið. Hann fékk aðra kaupsýslumenn í lið með sér og þeir stofnuðu hlutafélag með 1 milljón doll- ara í stofnfé. Rétt um þetta leyti fór hjólaskipið SS California, sem einnig var þrímöstrungur, rétt 1000 tonn að stærð frá New York og suður fyrir Horn- höfða til San Francisco og var 145 daga á leiðinni! Það átti því að stytta siglinga- leiðina um nærri 7900 sjómílur með járnbrautarlagningunni. Verkið hófst í maí 1850. Brátt kom í ljós, að hér var við ramman reip að draga, landslagið var erfitt, brúa þurfti margar ár, stórar og smáar og sjúkdómar herjuðu, malaría og gula felldu þúsundir verkamanna, en alls er talið, að allt að 10 þúsund manns hafi látist við gerð járnbrautarinnar, enda enn nær hálf öld uns menn fundu samhengi milli gulu og malaríu og smitberans, moskitóflugunnar. Jarðvegur var víða gljúpur og á einum staðn- um voru 30 metrar ofan á fast. Þetta varð nær allt að grafa með handafli og aka svo burtu í kerrum dregnum af múldýrum. All- ar vistir þurfti að flytja um langan veg, jafnvel þúsundir kíló- metra og jók það allan kostnað mjög. Vinnuafl kom víða að, jafnvel frá Kína og Ástralíu. Eftir rúmt ár var stofnféð nær uppurið, en þá varð óvænt happ. Tvö gufuskip með um 1000 farþega leituðu skjóls í Pan- ama vegna fellibyls og þó aðeins um 11 km. hefðu verið lagðir af járnbrautinni, fluttu þeir fólkið að brautarenda og sáu því svo fyrir flutningi vestur yfir með vögnum. Fyrir þetta tóku þeir stórfé og pöntuðu strax farþegavagna að heiman! Þetta varð drjúg tekjulind. Í júlí 1852 voru þeir komnir með járnbrautina að Chagesá, stjórfljóti sem er mikill farartálmi. Fyrsta brúin var trébrú, sem tók af í miklu flóði, en sú næsta var stálbrú, hærri og lengri, rúmir 90 metrar. Alls þurfti að gera 170 brýr og ræsi. Erfiðast og fyrirhafnarsamast var að grafa niður mishæðir, sem tók nokkra mánuði. Þeir, sem unnu vestan frá, höfðu feng- ið teina og annað er til þurfti með skipi, sem sigldi fyrir Horn- höfða. Þeir lögðu 18 km. og 27. jan. 1855 voru síðustu teinarn- ir tengdir og járnbrautin var tilbúin. Hins vegar kom fljótt í ljós, að viðurinn, sem notaður hafði verið stóðst illa hitabeltis- loftslagið og þurfti víða að skipta um og nota harðvið. Upphaf- legar kostnaðaráætlanir stóðust ekki, sem ekki kemur á óvart, þegar unnið er að stóru verkefni í lítt þekktu landi og loftslagi. Heildarkostnaðurinn var 8 milljónir dollara, áttfalt hærri en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Hins vegar var vörumagnið, sem flutt var þennan spotta, það langmesta í heimi miðað við vega- lengd og járnbrautin malaði eigendum sínum gull. Hlutverk hennar við smíði skipaskurðarins var mikið og enn þann dag í dag, mikið endurbætt, flytur hún fólk og vörur heimshafanna á milli. Tilraunir Frakka Það var árla á 19. öldinni, að þýski vísindamaðurinn Alexand- er von Humbolt setti fram hugmynd um að grafa skipaskurð Gaillard (Culebra) Cut, þar eru vatnaskil á milli austurs og vesturs. Á þessum kafla leiðarinnar (12,6 km) er siglt undir Centennial brúna.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.