Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Síða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Síða 35
Sjómannablaðið Víkingur – 35 af Stafnesi. Allur flotinn kippti þangað en þar fengum við bara festur og rifrildi en lítinn fisk. Það er sæmilegt veður, sunnan kaldi en spáir SV. Mamma á afmæli í dag og ég ætlaði að hringja í hana í morgun en fékk þær fréttir að enginn væri heima, þau hefðu farið öll til Stykkishólms á sunnudaginn og hefðu ekki komið heim ennþá. Einn togari byrjaði túr í dag og var loftskeytamaðurinn vel fullur og hlógum við mikið að honum. Ég rakaði af mér í kvöld 11 mánaða og 7 daga gamalt alskegg. Það urðu meiri viðbrigðin. Mér finnst ég vera hálfber og er skítkalt á kjömmunum. Öll áhöfnin skemmti sér vel við þetta og sumir þeirra þekktu mig alls ekki. 8. nóvember, fimmtudagur. Vorum NV af Stafnesi í dag, á 60-70 föðmum í lélegu fiskiríi, festum og rifr- ildi. Svipuð veiði hjá hinum. Ég er ekki búinn að átta mig eftir raksturinn, hrekk við ef ég lít í spegil og strýk á mér skeggið eins og áður. Það er einn dálítið undarlegur náungi hér um borð, hann er ungur strákur, kallaður Jói. Strákarnir sem eru með honum í klefa eru búnir að telja honum trú um að hann tali uppúr svefni og láta hann taka pillur, snúa sér öfugt í kojunni og margt fleira við þessu, svo láta þeir hann öskra aftur að spili (hann er að- stoðarmaður við forgálga) hvenær eigi að hífa og slaka í hlerann, en allir skemmta sér á hans kostnað. Ég vorkenni nú strákgreyinu vegna þessa. 9. nóvember, föstudagur. Fengum ekkert í nótt, kipptum vestur á Látragrunn en þar var ekkert að fá og komin sunnan bræla. Var þá stímað undan veðri útá Nesdýpi og átti að fara að kasta þar um miðnætti en þá var kominn stormur og ekki varð af því að kastað yrði, enda fauk belgurinn inn yfir dekkið þegar átti að hífa hann út. Ég hringdi heim í dag, þar leið öllum vel, þau höfðu farið um Snæfellsnesið, komu í Stykkishólm og Gufuskála og víðar. Þau báðu mig um að sækja um at- vinnu við Loranstöðina þar, þeim líður ekki vel að vita af mér á sjónum eftir að Elliði sökk í vetur. Það stendur til að bæta við loftskeytamönnum við stöðina og er verið að byggja yfir þá. Ég er á báðum áttum, þetta er skín- andi tækifæri fyrir okkur Diddu mína og Bylgju. 10. nóvember, laugardagur. Í nótt var ofsarok sunnan og var stímað uppundir og um kl. 3 lögðumst við í mynni Patreksfjarðar og létum reka. Kristján var orðinn vonlítill um að gera Birgir Óskarsson, loftskeytamaður og greinarhöf- undur. Eins og komið hefur fram var Birgir loft- skeytamaður á Elliða þegar hann fórst og sat þá sem fastast við loftskeytatækin á meðan fært var og jafnvel örlítið lengur en það. FAJ Friðrik A. Jónsson ehf Friðrik A. Jónsson ehf Akralind 2 - 201 Kópavogur S: +354 552 2111 - F: + 354 552 2115 www.faj.is Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað 70 Ára Flytjum í haust að Miðhrauni 13 Garðabæ við hlið 66° Norður. Friðrik A. Jónsson ehf verður 70ára Seltumagn Sjávar hæð Hitaskil 0-50m Yfiborðshiti Svif og áta SeaStar Hvernig finn ég Makrílinn? AP70 LOWRANCE skarpari mynd LOWRANCE skarpari mynd Hámarkaðu afköstin á sjó með tækjum frá Friðrik A. Jónssyni

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.