Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2012, Side 48
48 – Sjómannablaðið Víkingur
ingar þar sem allar skipasmíðastöðvar verða uppteknar og geta
ekki tekið verkefnið að sér. Í dag eru aðeins 100 skipasmíða-
stöðvar sem geta framkvæmt breytingar af þessu tagi að kröfum
stofnunarinnar. Það þýðir aðeins að þessar skipasmíðastöðvar
þurfa að breyta 24 skipum á sólarhring allt fram til ársins 2020.
Þá hafi Alþjóðasiglingastofnunin ekki tekið með í reikninginn
að heimsflotinn er sárlega þjáður af kreppu og engir fjármunir á
lausu til að leggja í breytingar. Það er því ljóst að ákvæðið mun
þvinga útgerðarmenn til að leggja eða selja þúsundir skipa í
brotajárn.
Sjóferðabækur
Íslenskir sjómenn hafa ekki farið varhluta að því að ekki er
hægt að fá sjóferðabækur hérlendis sökum áhugaleysis stjórn-
valda enda er engin stefna til í málefnum sjómanna eða sigl-
inga. Enginn áhugi er á að leysa þann vanda sem sjómenn
okkar standa frammi fyrir. Og það sem meira er, fyrir nokkrum
árum síðan ákváðu fulltrúar stjórnvalda sem sóttu fund ILO um
sjóferðabækur að þetta væri ekki neitt sem við ættum að skoða
næstu árin. Því miður þá er heimurinn orðinn þannig að tor-
tryggni er allsstaðar og þar af leiðandi verða menn stöðugt að
vera með öruggari persónuskilríki. Í janúar skrifuðu stjórnvöld
á Filippseyjum undir samning Alþjóðavinnumálastofnunarinnar
ILO númer 185 sem fjallar um mun strangari sjóferðabækur en
fyrra ákvæði stofnunarinnar í samþykkt ILO 108 kvað á um.
Íslensk stjórnvöld uppfylla ekki einu sinni ákvæði 108 sam-
þykktarinnar sem gerir sjómönnum okkar erfitt um vik og er
meðal annars neitað að fara í land af skipum sínum í erlendum
höfnum. Talsmaður Alþjóðaflutningaverkasambandsins, Jon
Whitlow, bendir á að sú þjóð á flesta sjómenn heimsflotans
sendi sterk skilaboð til stjórnvalda um allan heim. Þá bendir
hann á að tilgangur samþykktarinnar er einnig að auka öryggi
sem stöðugt hefur verið áhyggjuefni eftir 9/11. Nokkrum dög-
um áður en stjórnvöld Filippseyja undirrituðu ákvæðið ákváðu
brasilísk stjórnvöld að draga til baka tímabundið ákvæði um að
sekta útgerðir þeirra skipa sem manna skip sín með áhöfnum
sem ekki hafa undirritað og uppfyllt ákvæði ILO samþykktanna
185 og 108. Það er því ljóst að íslenskir sjómenn geta ekki gert
ráð fyrir að komast á skip sem sigla til Brasilíu enda eru fáar út-
gerðir sem hafa áhuga á mönnum sem kalla yfir þær sektir fyrir
það eitt að hafa þá í áhöfn.
Hryðjuverkaáætlun
Nýlega fundust leynigögn á manni í Þýskalandi sem grunaður
er um að tengjast hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda sem
sýndu fram á að til væri áætlun um að ræna skemmtiferðaskipi.
Gögnin voru falin í klámmyndbandi með kóðun á minnislykli
sem maðurinn var með á sér. Skipinu átti að ræna í hafi og síð-
an átti að klæða alla farþegana í appelsínugula galla til að líkja
eftir meðferð fanganna í Guantanamo Bay. Átti að nota farþeg-
ana til að fá lausa grunaða hryðjuverkamenn í haldi í Banda-
ríkjunum og hjá bandamönnum þeirra. Í leyniskjalinu kom
fram að til hefði staðið að drepa farþegana einn af öðrum og
birta myndbandsupptökur af aftökunum á vefsíðu Al Queda.
Á undanförnum árum hefur verið ráðist á farþegaskip af
hryðjuverkamönnum. Árið 2004 sprakk sprengja um borð í
ferjunni Superferry 14 sem síðar kom í ljós að svokallaður Abu
Sayyaf hópur hafði komið fyrir í skipinu og létust 118 manns.
Hryðjuverkahópurinn Abu Nidal réðst á grísku ferjuna City of
Poros, árið 1988, með þeim afleiðingum að 9 létust og tæplega
100 slösuðust. Þremur árum áður tóku líbýskir hryðjuverka-
menn farþegaskipið Achille Lauro herskyldi og drápu fatlaðan
amerískan gyðing að nafni Leon Klinghoffer. En fyrsta sjórán
hryðjuverkamanna mun vera þegar portúgalskir fasistar tóku
farþegaskipið Santa Maria herskyldi árið 1961 með 600 far-
þegum og 300 manna áhöfn. Hryðjuverkamennirnir gáfust upp
eftir að hafa fengið loforð um landvist í Brasilíu.
Utan úr heimi
Sjómenn
til hamingju með daginn
hedinn.is
Sjómannablaðið Víkingur
vill minna alla sjómenn á að árlega stendur
blaðið fyrir ljósmyndakeppni sjómanna
og rennur skilafrestur mynda út hinn
31. nóvember nk. Veitt eru verðlaun fyrir
þrjár bestu myndirnar en síðan fara
fimmtán myndir áfram í Norðurlanda-
ljósmyndakeppni sjómanna sem mun fara
fram í Noregi í ársbyrjun 2013.
Nú eru sjómenn hvattir til að vera duglegir
við myndatökur en myndir eru þegar
byrjaðar að berast í keppnina.
Myndir má senda á iceship@heimsnet.is.
Ljósmyndakeppni sjómanna 2012