Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 19
í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð. Það var
í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert
til, sem til er orðið. í því var líf, og Iífið var ljós mannanna. Og ljósið skín
í myrkrinu, og myrkrið hefur ekki tekið móti því. [Jóh. 1, 1.—i.]
MYRKRIÐ var aldrei vinur vor hér á Norðurlöndum. Það var full-
trúi og tákn þess, sem manninum er fjandsamlegt. Það var
í bandalagi við allt það, sem ógnaði lífi hans og gerði tæpa tilveru hans
hér á mörkum hins byggilega heims. Nóttin gerði valta vitsmuni hans,
hjó honum slys og háskasemdir, þrátt fyrir alla varúð. Því kveið hann
nóttinni. Því horfði hann á það með ugg og skelfingu, er dagarnir styttust,
myrkrið magnaðist og sólin flýði.
Þeir, sem hafa lifað bernsku sína í einangrun íslenzks strjálbýlis, vita
hvað norræn skammdegisnótt er. Og í skammdeginu er í rauninni alltaf
nótt. Ljósaskiptin eru í rauninni ekki annað en umskipti rökkurs og myrk-
urs. Dagsskíman gufar upp og nóttin leggst yfir með þögulum þyngslum,
eins og Guðs andi hefði aldrei svifið yfir djúpunum og sagt: Verði ljós!
Hvort var betra, öskur brims og bylja eða þögnin, sem fléttaðist sainan
við myrkrið? Hvort tveggja var mettað duldum fjandskap dimmunnar.
2
17