Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 22
Norræn jól
Vér hyllum sama konung. „Her den störste kun kan hyldes.“ Merki hans
er einkennistákn þjóðfána vorra. Þeir hafa fallið í hálfa stöng. En merkið,
sem í þá er greipt, verður ekki afmáð. Stat crux, krossinn stendur.
Vér höldum hver sína leið. En hið kristna friðar- og sigurmerki fer
fyrir oss öllum. Eygjum vér ekki allir köllun vora á þessum jólum — að
hittast á ný undir þessu merki og gera draum Björnsons að veruleika, að.
„före kraft til andre“, þann kraft, sem hefur haldið oss uppi og gert nor-
ræna menningu að því sem hún er, þrátt fyrir seiglu forneskjunnar, þrátt
fyrir sviksemi vora við vitrun jólanna? Eru ekki heit unnin í Finnlandi og
Noregi, Danmörku og Svíþjóð, Færeyjum og íslandi, um leið og friðar-
klukkur hinnar björtu nætur blessa byggðirnar, að vér skulum mæta fram-
ííðinni í krafti Krists konungs, að það skuli vera sameiginleg norræn
játning og veruleiki, hver sem framtíðin verður og hvernig sem um ver-
öldina fer annars, að
„vi ere, vi bleve,
vi röres, vi Ieve
i Kristus, Guds levende ord“.
Guð blessi oss hina björtu.nótt! Guð gefi frið á jörð!