Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 32

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 32
Norræn jól manna en í Noregi, hvergi fleiri menn, sem opna augun við lífinu, furðu- verkum þess og vandamálum, eins og það blasir við hverjum manni, sem vill sjá. Það er engin furða, þótt slík þjóð eignist skáld, listamenn og vísindamenn, því að meginþáttur í hæfileikum þeirra er að kunna að koma auga á hið undursamlega í því hversdagslega og hið nýstárlega í því gamal- kunna. Allt of mörgum vor hættir við að andvarpa líkt og Alfred de Musset: Je suis venu trop tard dans une njonde trop vieille — (eg er fæddur of seint inn í heim, sem er orðinn of gamall) — í stað þess að beina huganum að æsku heimsins, sjá þar nýskapaða veröld eins og Wergeland. En verður þá ekki úr þessu barnaskapur og einfeldni? Vitan- lega kemur það fyrir. En Norðmenn eru sjálfir á varðbergi gegn þeirri hættu, svo að stundum fara þeir í því sem öðru út í öfgar. Þeir eru bæði dómvísir og meinfyndnir, slá einatt alvörunni upp í gaman, henda allan naglaskap á spjótaoddum háðsins og virðast jafnvel hneigðir til að vega á móti barnslund sinni og tilfinningasemi með kaldranalegri glettni, sem engu þyrmir. En hjá þroskuðustu einstaklingunum kemur fyrir samræmi óspilltrar æsku og djúpsærrar gamansemi, sem getur minnt á vordaga hinnar forngrísku menningar. V. Táp og fjör Norðmanna lýsir sér ekki sízt í dugnaði þeirra að hreifa sig og á efalaust mjög rætur sínar til þess dugnaðar að rekja. Þótt þeir hafi átt og eigi ýmsa ágæta íþróttamenn og methafa, er slíkt lítils vert hjá því, hversu almenna rækt þjóðin leggur við áreynslu undir beru lofti, göngufarir um fjöll og merkur á sumrin og skíðaferðir á vetrum. Þegar Oslóbúar á sunnudögum fara upp í Norðurmörk, hinn víðlenda skóg, sem liggur þar á hæðunum fyrir ofan borgina, eru það ekki fámennir hópar ungra göngugarpa, sem á brekkuna sækja. Það líkist heilum þjóðflutning- um, konur jafnt og karlar, stálpuð börn og gráhærðir öldungar. Auk þess eiga margir sér kofa þar efra til útilegu um helgar. Veðrið er duttlunga- fullt, oft óblítt, og vegir torsóttir. En loftið er hressandi og styrkjandi, það stælir kraftana að príla upp og niður óslétta skógarstígana eða veg- leysu yfir stokka og steina. Samt reyna skíðaferðirnar enn meira á þol 30
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Norræn jól : ársrit Norræna félagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norræn jól : ársrit Norræna félagsins
https://timarit.is/publication/1682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.