Norræn jól : ársrit Norræna félagsins - 01.12.1941, Page 33
Norræn jól
og dug, og ekki eru þær slakar sóttar, enda kvarta Norðmenn ekki jafn-
sárt yfir neinu tíðarfari og ef þeim bregzt nægur vetrarsnjór. Það er
ómetanlegt, hvað þeir eiga þessum þjóðarsið að þakka. Bjarni Thoraren-
sen talar um, að silfurblár ægir eigi að halda vörð um ísland „sem kerúb
með sveipanda sverði“, en „fjöll sýni torsóttum gæðum að ná“. Hann
hugsar þar efalaust um fjöllin séð tilsýndar. En Norðmenn láta sér ekki
nægja að líta augum upp til fjallanna eða út á hafið. Þeir heimta nánari
kynni, glímu við náttúruna, þótt þeir séu orðnir borgarbúar og ekki til
þess neyddir að sækja föng sín í greipar henni. Því er sjávarselta og
háfjallablær ofin inn í líf þeirra og sál, ekki aðeins sæfarir þeirra og harð-
ræði, heldur jafnt listir þeirra og vísindi.
VI.
Eg ásetti mér að segja hér ekki neitt um Norðmenn, sem lyti að
því, sem nú hefur yfir þá gengið, hvorki sakast um það, sem orðið er,
né spá neinu um framtíðina. En eg leyfi mér samt að lokum að minna
á eina vísu eftir Björnstjerne Björnson. IIún er orðin gömul, var ekki
miðuð við neitt af því, sem nú er að gerast. En eg vona, að hún muni
enn og síðar reynast sannmæli:
Löft dit hoved og sjung det ud:
A 1 drig kuer du várens skud,
hvor der er gjærende kræfter,
skyder det áret efter.
Vlcr^